„Guardiola, Klopp og Tuchel gætu gert United að meisturum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2021 07:01 Cardiff City v Wolverhampton Wanderers - Premier League - Cardiff City Stadium Sky Sports pundits Jamie Carragher (left) and Gary Neville (Photo by Nick Potts/PA Images via Getty Images) Nick Potts/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, og Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, mættu aftur í settið hjá Sky Sports í gærkvöld í þáttinn Monday Night Football þar sem þeir eru fastagestir. Þeir tókust á um málefni Manchester United. United gat ekki fylgt eftir góðum 5-1 sigri sínum á Leeds United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar er liðið gerði 1-1 jafntefli við Southampton um helgina. Liðið leit ekkert sérstaklega út og breyttist umræðan um liðið snarlega eftir mikið lof fyrir viku síðan. Neville kallaði eftir því í þættinum að United legði allt kapp á að fá Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur, til liðsins ef það ætlaði sér að keppa um titla. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Kane í sumar en Manchester City hefur sérstaklega verið orðað við kappann sem fer ekki frá Spurs fyrir minna en 150 milljónir punda. "I believe that if Harry Kane entered #MUFC you could get up to 90 to 95 points."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 23, 2021 Eins og svarið sé alltaf að eyða 100 milljónum Jamie Carragher svaraði Neville þar sem hann benti á að United væri með feykilega sterkan hóp og að betri knattspyrnustjóri en Ole Gunnar Solskjær gæti gert betri hluti með liðið. Svarið sé ekki alltaf að kaupa leikmenn. „Mér finnst eins og í hvert skipti sem ég hlusta á Gary [Neville], Roy [Keane] eða stuðningsmenn Manchester United, sé svarið alltaf að eyða 100 milljónum punda í einhvern. Það er alltaf svarið við vandamálum félagsins að fara beint á markaðinn. Þú talar um að Chelsea hafi keypt Romelu Lukaku og allt í einu eftir úrslit gærdagsins þá eru allir farnir að tala um að Chelsea verði í titilbaráttunni við Manchester City,“ sagði Carragher. „Manchester United endaði fyrir ofan Chelsea á síðustu leiktíð. Síðan keypti liðið bæði Varane og Sancho. Ég fæ ekki þessa tilfinningu að Manchester United geti ekki keppt á toppnum. Mér líður eins og ef Pep Guardiola, Jurgen Klopp eða jafnvel Thomas Tuchel væru með leikmannahóp Manchester United gætu þeir unnið titilinn.“ sagði Carragher einnig en United eyddi yfir 100 milljónum í þá Jadon Sancho og Raphael Varane í sumar. "If Guardiola, Klopp or Tuchel had #MUFC's squad, you'd feel they could win the league."@Carra23 and @GNev2 discuss Manchester United's spending under Ole Gunnar Solskjaer and whether he is under pressure to deliver this season...Watch #MNF live on Sky Sports Premier League! pic.twitter.com/Ae4ylaxiqp— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 23, 2021 Carragher segir þá jafnframt að United geti ekki sætt sig við baráttu um Meistaradeildarsæti heldur eigi að sækja að titlinum ef litið sé til peninganna sem félagið hefur eytt síðustu ár. Ekki eigi að bera liðið saman við Liverpool í því samhengi, heldur frekar Chelsea og Manchester City þar sem United hafi eytt peningum á pari við þau lið. United reynt að fara þá leið án árangurs Neville svaraði ummælum Carraghers: „Þegar þú nefnir að ef Pep væri þarna eða Jurgen Klopp eða Tuchel. Manchester United fékk inn tvo heimsklassa þjálfara í Louis van Gaal og José Mourinho og það fór hrikalega og gekk ekki upp. Svo þeir hafa reynt að fara þá leið en það gekk ekki upp.“ „Manchester United eyddi himinháum fjárhæðum undir þessum tveimur stjórum og það gekk ekki upp svo félagið breytti um stefnu. Liðið mun missa Anthony Martial og Edinson Cavani á næstu tólf mánuðum og mun þá aðeins hafa Mason Greenwood sem framherja, Rashford er vinstra megin, svo þá vantar framherja á næstu tólf mánuðum.“ „Að fá Kane inn í þetta lið myndi breyta öllu,“ sagði Neville. Solskjær stýrði United til annars sætis í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. United hefur aðeins þrisvar endað á meðal efstu fjögurra liða deildarinnar frá því að Sir Alex Ferguson hætti árið 2014, þar af tvisvar undir stjórn Norðmannsins.Kacper Pempel, Pool via AP, File Neville segir að Solskjær þurfti enn að sanna sig sem stjóri og úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni í vor hafi verið sérstaklega slakur. Solskjær á enn eftir að vinna verðlaun með liðinu þrátt fyrir að hafa náð góðum árangri í stjórasætinu. Neville segir hann eiga skilið lágmark tólf til 18 mánuði með félagið. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Enski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
United gat ekki fylgt eftir góðum 5-1 sigri sínum á Leeds United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar er liðið gerði 1-1 jafntefli við Southampton um helgina. Liðið leit ekkert sérstaklega út og breyttist umræðan um liðið snarlega eftir mikið lof fyrir viku síðan. Neville kallaði eftir því í þættinum að United legði allt kapp á að fá Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur, til liðsins ef það ætlaði sér að keppa um titla. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Kane í sumar en Manchester City hefur sérstaklega verið orðað við kappann sem fer ekki frá Spurs fyrir minna en 150 milljónir punda. "I believe that if Harry Kane entered #MUFC you could get up to 90 to 95 points."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 23, 2021 Eins og svarið sé alltaf að eyða 100 milljónum Jamie Carragher svaraði Neville þar sem hann benti á að United væri með feykilega sterkan hóp og að betri knattspyrnustjóri en Ole Gunnar Solskjær gæti gert betri hluti með liðið. Svarið sé ekki alltaf að kaupa leikmenn. „Mér finnst eins og í hvert skipti sem ég hlusta á Gary [Neville], Roy [Keane] eða stuðningsmenn Manchester United, sé svarið alltaf að eyða 100 milljónum punda í einhvern. Það er alltaf svarið við vandamálum félagsins að fara beint á markaðinn. Þú talar um að Chelsea hafi keypt Romelu Lukaku og allt í einu eftir úrslit gærdagsins þá eru allir farnir að tala um að Chelsea verði í titilbaráttunni við Manchester City,“ sagði Carragher. „Manchester United endaði fyrir ofan Chelsea á síðustu leiktíð. Síðan keypti liðið bæði Varane og Sancho. Ég fæ ekki þessa tilfinningu að Manchester United geti ekki keppt á toppnum. Mér líður eins og ef Pep Guardiola, Jurgen Klopp eða jafnvel Thomas Tuchel væru með leikmannahóp Manchester United gætu þeir unnið titilinn.“ sagði Carragher einnig en United eyddi yfir 100 milljónum í þá Jadon Sancho og Raphael Varane í sumar. "If Guardiola, Klopp or Tuchel had #MUFC's squad, you'd feel they could win the league."@Carra23 and @GNev2 discuss Manchester United's spending under Ole Gunnar Solskjaer and whether he is under pressure to deliver this season...Watch #MNF live on Sky Sports Premier League! pic.twitter.com/Ae4ylaxiqp— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 23, 2021 Carragher segir þá jafnframt að United geti ekki sætt sig við baráttu um Meistaradeildarsæti heldur eigi að sækja að titlinum ef litið sé til peninganna sem félagið hefur eytt síðustu ár. Ekki eigi að bera liðið saman við Liverpool í því samhengi, heldur frekar Chelsea og Manchester City þar sem United hafi eytt peningum á pari við þau lið. United reynt að fara þá leið án árangurs Neville svaraði ummælum Carraghers: „Þegar þú nefnir að ef Pep væri þarna eða Jurgen Klopp eða Tuchel. Manchester United fékk inn tvo heimsklassa þjálfara í Louis van Gaal og José Mourinho og það fór hrikalega og gekk ekki upp. Svo þeir hafa reynt að fara þá leið en það gekk ekki upp.“ „Manchester United eyddi himinháum fjárhæðum undir þessum tveimur stjórum og það gekk ekki upp svo félagið breytti um stefnu. Liðið mun missa Anthony Martial og Edinson Cavani á næstu tólf mánuðum og mun þá aðeins hafa Mason Greenwood sem framherja, Rashford er vinstra megin, svo þá vantar framherja á næstu tólf mánuðum.“ „Að fá Kane inn í þetta lið myndi breyta öllu,“ sagði Neville. Solskjær stýrði United til annars sætis í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. United hefur aðeins þrisvar endað á meðal efstu fjögurra liða deildarinnar frá því að Sir Alex Ferguson hætti árið 2014, þar af tvisvar undir stjórn Norðmannsins.Kacper Pempel, Pool via AP, File Neville segir að Solskjær þurfti enn að sanna sig sem stjóri og úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni í vor hafi verið sérstaklega slakur. Solskjær á enn eftir að vinna verðlaun með liðinu þrátt fyrir að hafa náð góðum árangri í stjórasætinu. Neville segir hann eiga skilið lágmark tólf til 18 mánuði með félagið. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira