Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 13:08 Viðbragða íslenskra stjórnvalda við stöðunni í Afganistan er að vænta á morgun, þegar ríkisstjórnin fjallar um tillögur flóttamannanefndar. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. „Það er eitt af því sem flóttamannanefnd hefur verið að skoða, samvinnu og samstarf við löndin í kringum okkur. Bæði varðandi það hvernig verður brugðist við og eins varðandi næstu skref um möguleika á því að þessir einstaklingar geti komist til landsins,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Flóttamannanefnd skilaði félagsmálaráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra tillögum sínum í gær og hyggst ríkisstjórnin fjalla um þær á fundi sínum á morgun. „Ég held að það sé alveg ljóst að til dæmis, samkvæmt mínum upplýsingum hefur ekki tekist að ná í alla þá einstaklinga sem þegar eiga réttindi á því að koma og við sjáum það á fréttum frá flugvellinum í Kabúl að staðan er þess eðlis að það eru engin fyrirtæki þar starfandi sem hafa verið að aðstoða við móttöku flóttamanna lengur. Flugvöllurinn er ekki í rekstri í hefðbundnum skilningi þannig að þetta verður áskorun,“ segir hann. „Þess vegna verðum við að skoða þetta í samstarfi við nágrannalönd hvernig við gerum þetta og hvað við gerum, vegna þess að Ísland sendir ekki herflugvélar sínar.“ Aðspurður hvort aðeins verði tekið tillit til íslenskra ríkisborgara eða þeirra sem eiga tengsl við Ísland segir hann að ríkisstjórnin verði fyrst að fá tækifæri til að fara yfir innihald tillagna flóttamannanefndar. „Ég held að það sé bara eðlilegt að þessar tillögur sem koma frá flóttamannanefnd sem eru fyrstu tillögur að þær fari fyrir ríkisstjórn og séu síðan afgreiddar þar. En ég ítreka að þetta eru alltaf fyrstu viðbrögð og staðan þarna er miklu flóknari heldur en þegar við höfum verið í hefðbundinni umræðu um móttöku flóttafólks, og raunar skelfileg eins og við sjáum í myndum sem þaðan berast,“ segir Ásmundur. „Það gefur auga leið að þetta verður ekki auðvelt við að eiga.“ Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
„Það er eitt af því sem flóttamannanefnd hefur verið að skoða, samvinnu og samstarf við löndin í kringum okkur. Bæði varðandi það hvernig verður brugðist við og eins varðandi næstu skref um möguleika á því að þessir einstaklingar geti komist til landsins,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Flóttamannanefnd skilaði félagsmálaráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra tillögum sínum í gær og hyggst ríkisstjórnin fjalla um þær á fundi sínum á morgun. „Ég held að það sé alveg ljóst að til dæmis, samkvæmt mínum upplýsingum hefur ekki tekist að ná í alla þá einstaklinga sem þegar eiga réttindi á því að koma og við sjáum það á fréttum frá flugvellinum í Kabúl að staðan er þess eðlis að það eru engin fyrirtæki þar starfandi sem hafa verið að aðstoða við móttöku flóttamanna lengur. Flugvöllurinn er ekki í rekstri í hefðbundnum skilningi þannig að þetta verður áskorun,“ segir hann. „Þess vegna verðum við að skoða þetta í samstarfi við nágrannalönd hvernig við gerum þetta og hvað við gerum, vegna þess að Ísland sendir ekki herflugvélar sínar.“ Aðspurður hvort aðeins verði tekið tillit til íslenskra ríkisborgara eða þeirra sem eiga tengsl við Ísland segir hann að ríkisstjórnin verði fyrst að fá tækifæri til að fara yfir innihald tillagna flóttamannanefndar. „Ég held að það sé bara eðlilegt að þessar tillögur sem koma frá flóttamannanefnd sem eru fyrstu tillögur að þær fari fyrir ríkisstjórn og séu síðan afgreiddar þar. En ég ítreka að þetta eru alltaf fyrstu viðbrögð og staðan þarna er miklu flóknari heldur en þegar við höfum verið í hefðbundinni umræðu um móttöku flóttafólks, og raunar skelfileg eins og við sjáum í myndum sem þaðan berast,“ segir Ásmundur. „Það gefur auga leið að þetta verður ekki auðvelt við að eiga.“
Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira