Anna Nordqvist fann loks styrkinn sem hafði vantað svo lengi og sigraði Opna breska Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2021 08:30 Anna Nordqvist með bikarinn eftir að hafa unnið Opna breska meistaramótið í golfi. Warren Little/Getty Images Sænski kylfingurinn Anna Nordqvist vann sitt þriðja risamót er hún landaði sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi. Nordqvist hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár og því var sigurinn einkar kærkominn. Sigurinn var mjög naumur enda mótið æsispennandi frá upphafi til enda. Þær Nordqvist og Nanna Koerstz Madsen frá Danmörku voru jafnar á níu höggum undir pari fyrir síðasta hringinn á Carnoustie-vellinum í Skotlandi. Spennan hélt áfram allt fram á lokaholu mótsins þar sem Madsen lék á tveimur höggum yfir pari á meðan Nordqvist spilaði á pari og tryggði sér sigurinn. Það var stutt í næstu kylfingu, Madelene Sagström frá Svíþjóð og Georgiu Hall frá Englandi, en þær hirtu 2. sætið af Madsen sem féll alla leið niður í 5. sæti. BREAKING: Anna Nordqvist wins the AIG Women's Open and it's her first win since the Evian Championship nearly four years ago — Sky Sports News (@SkySportsNews) August 22, 2021 Nordqvist hrósaði hins vegar sigri en hún lék mótið samtals á 11 höggum undir pari. Þetta er fyrsta risamótið sem Nordqvist vinnur síðan hún landaði sigri á Evian-meistaramótinu árið 2017. Þar áður vann hún LPGA-risamótið árið 2009. Í sigurræðu sinni viðurkenndi hin 34 ára gamla Nordqvist að undanfarin ár hafa tekið sinn toll andlega þar sem hún hefur hríðfallið niður heimslistann. „Erfiðasti hlutinn var að missa bæði líkamlegt og andlegt úthald. Það tók mig rúmlega þrjú ár að jafna mg á því og á síðasta ári – meðan Covid var sem verst – þá náði ég loksins að setjast niður heima, slaka á og átta mig á hlutunum,“ sagði Nordqvist í sigurræðu sinni. „Það var frábært að fá aðeins meiri tíma heima fyrir, þurfa ekki að ferðast hingað og þangað. Ég hefði þurft á þessu fríi að halda fyrir tveimur árum síðan. Ég var alltaf að reyna ýta mér áfram en fann ekki þennan auka gír sem ég hefði áður fyrr. Þegar hlutirnir urðu erfiðir gat ég venjulega komist í gegnum þá en svo allt í einu gat ég það ekki lengur.“ Nordqvist virðist þó hafa fundið þennan aukagír á nýjan leik þökk sé góðu baklandi og þá sagði hún að flutningar til Arizona hefðu hjálpað sér mikið. Lucky number three.Anna Nordqvist becomes a 3x major champion at the 2021 AIG Women s Open pic.twitter.com/hPsWJBoAM9— LPGA (@LPGA) August 22, 2021 „Ég elska að búa þar, fæ mikinn stuðning og svo er ég gift núna. Held að ég sé almennt mun glaðari utan vallar í dag en ég var áður. Það er gott jafnvægi í þessu,“ sagði Anna Nordqvist, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, að lokum. Golf Tengdar fréttir Norðurlandabarátta fyrir lokahringinn á Opna breska Hin sænska Anna Nordqvist lék besta hring mótsins á Opna breska meistaramótinu í golfi á Carnoustie-vellinum í Skotlandi í gær. Hún deilir forystunni með hinni dönsku Nönnu Koertz Madsen á afar jöfnu móti. Lokahringurinn fer fram í dag. 22. ágúst 2021 09:01 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Sigurinn var mjög naumur enda mótið æsispennandi frá upphafi til enda. Þær Nordqvist og Nanna Koerstz Madsen frá Danmörku voru jafnar á níu höggum undir pari fyrir síðasta hringinn á Carnoustie-vellinum í Skotlandi. Spennan hélt áfram allt fram á lokaholu mótsins þar sem Madsen lék á tveimur höggum yfir pari á meðan Nordqvist spilaði á pari og tryggði sér sigurinn. Það var stutt í næstu kylfingu, Madelene Sagström frá Svíþjóð og Georgiu Hall frá Englandi, en þær hirtu 2. sætið af Madsen sem féll alla leið niður í 5. sæti. BREAKING: Anna Nordqvist wins the AIG Women's Open and it's her first win since the Evian Championship nearly four years ago — Sky Sports News (@SkySportsNews) August 22, 2021 Nordqvist hrósaði hins vegar sigri en hún lék mótið samtals á 11 höggum undir pari. Þetta er fyrsta risamótið sem Nordqvist vinnur síðan hún landaði sigri á Evian-meistaramótinu árið 2017. Þar áður vann hún LPGA-risamótið árið 2009. Í sigurræðu sinni viðurkenndi hin 34 ára gamla Nordqvist að undanfarin ár hafa tekið sinn toll andlega þar sem hún hefur hríðfallið niður heimslistann. „Erfiðasti hlutinn var að missa bæði líkamlegt og andlegt úthald. Það tók mig rúmlega þrjú ár að jafna mg á því og á síðasta ári – meðan Covid var sem verst – þá náði ég loksins að setjast niður heima, slaka á og átta mig á hlutunum,“ sagði Nordqvist í sigurræðu sinni. „Það var frábært að fá aðeins meiri tíma heima fyrir, þurfa ekki að ferðast hingað og þangað. Ég hefði þurft á þessu fríi að halda fyrir tveimur árum síðan. Ég var alltaf að reyna ýta mér áfram en fann ekki þennan auka gír sem ég hefði áður fyrr. Þegar hlutirnir urðu erfiðir gat ég venjulega komist í gegnum þá en svo allt í einu gat ég það ekki lengur.“ Nordqvist virðist þó hafa fundið þennan aukagír á nýjan leik þökk sé góðu baklandi og þá sagði hún að flutningar til Arizona hefðu hjálpað sér mikið. Lucky number three.Anna Nordqvist becomes a 3x major champion at the 2021 AIG Women s Open pic.twitter.com/hPsWJBoAM9— LPGA (@LPGA) August 22, 2021 „Ég elska að búa þar, fæ mikinn stuðning og svo er ég gift núna. Held að ég sé almennt mun glaðari utan vallar í dag en ég var áður. Það er gott jafnvægi í þessu,“ sagði Anna Nordqvist, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, að lokum.
Golf Tengdar fréttir Norðurlandabarátta fyrir lokahringinn á Opna breska Hin sænska Anna Nordqvist lék besta hring mótsins á Opna breska meistaramótinu í golfi á Carnoustie-vellinum í Skotlandi í gær. Hún deilir forystunni með hinni dönsku Nönnu Koertz Madsen á afar jöfnu móti. Lokahringurinn fer fram í dag. 22. ágúst 2021 09:01 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Norðurlandabarátta fyrir lokahringinn á Opna breska Hin sænska Anna Nordqvist lék besta hring mótsins á Opna breska meistaramótinu í golfi á Carnoustie-vellinum í Skotlandi í gær. Hún deilir forystunni með hinni dönsku Nönnu Koertz Madsen á afar jöfnu móti. Lokahringurinn fer fram í dag. 22. ágúst 2021 09:01