Jón Guðni var í umræðunni á dögunum þar sem hann var sakaður um að hafa látið rasísk ummæli falla í garð Marokhy Ndione, leikmanns Elfsborgar. Stefan Andreasson, framkvæmdastjóri Elfsborgar, þvertók hins vegar fyrir að Jón Guðni hefði látið slíkt ummæli falla og að Ndione hafi ekki heyrt rasísk ummæli frá honum. Elfsborg aðhófst því ekki í málinu, enda ekkert að kvarta undan samkvæmt framkvæmdastjóranum.
Hammarbys Jón Guðni Fjóluson buades ut av Elfsborgssupportrarna under stora delar av matchen. Till slut svarade mittbacken upp - med en handgest pic.twitter.com/Uq74QcihA0
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021
Stuðningsmenn Elfsborgar voru þrátt fyrir það ákveðnir í því að láta Jón Guðna heyra það er liðin mættust á ný í dag. Þeir bauluðu á hann gott sem allan leikinn og fögnuðu vel þegar Jón átti slaka sendingu í síðari hálfleiknum.
Jón Guðni svaraði þá fyrir sig með handabendingu sem sænskir sjónvarpsmenn náðu á filmu. Atvikið má sjá í spilaranum að ofan.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli þar sem Hammarby skoraði tvö mörk í uppbótartíma eftir að hafa lent 2-0 undir. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður hjá Elfsborg á 85. mínútu.