Varar við höfuðböndum eftir að sex vikna barn kafnaði næstum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 16:51 Stúlkunni varð sem betur fer ekki meint af. Myndin er ótengd málinu. Getty Sex vikna gömul stúlka kafnaði næstum því á dögunum eftir að höfuðband rann niður af höfði hennar og fyrir vitin. Hjúkrunarfræðingur segir þetta ekki einsdæmi og varar sterklega við því að foreldrar noti slík bönd á ungbörn. „Foreldrarnir verða vör við það að hún er að kúgast og á erfitt með að anda. Þau hlaupa strax til hennar og sjá þá að hárbandið sem hún var með á höfðinu hafði runnið niður og var fyrir vitum hennar, nefi og munni, og barnið náði ekki að anda,“ segir Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur, sem sér um Facebook-síðuna Árvekni – slysavarnir barna. Að sögn Herdísar var stúlkan orðin blá áður en foreldrarnir náðu að fjarlægja hárbandið en þau tóku hana upp, settu á grúfu yfir handlegg og lagaðist þá litarhaft stúlkunnar. Hún var þó enn slöpp svo foreldrarnir fóru með hana á sjúkrahús og mat barnalæknir það svo að stúlkan hafi ekki hlotið mein af. Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur.Aðsend/Sebastian Storgaard Herdís segir þetta slys ekki einsdæmi. Atvik hafi komið upp í Bretlandi árið 2017 þar sem fjórtán mánaða gömul stúlka lést eftir að hafa kafnað á svona hárbandi. „Þetta er stórhættulegur fatnaður vegna þess að þetta er ekki fest með neinu. Lítil börn, sérstaklega ungbörn, ná ekki að taka þetta sjálf frá vitunum. Það er svo sem ekkert hættulegt við þessi bönd ef barnið er með þetta á meðan foreldrar eru með það í fanginu eða í næsta nágrenni. Vandamálið skapast þegar börn eru með þetta í barnabílstólnum, eru sett út í vagn eða eru með þetta sofandi í sínu rúmi,“ segir Herdís. Hún varar fólk við að láta börn sín hafa svona laus höfuðföt. „Þetta er ekki eins og húfa sem helst á höfðinu þó barnið snúist heldur rennur þetta niður,“ segir Herdís. „Það er þannig með öndun ungbarna, þau eru ofboðslega viðkvæm fyrstu mánuðina og mikil köfnunarhætta fyrsta árið þannig að þetta er hlutur sem margir gera sér ekki grein fyrir. Foreldrunum að sjálfsögðu var mjög brugðið við þetta. Þetta eru ósköp venjulegir foreldrar sem setja þetta á höfuðið á barninu sínu í staðin fyrir húfu.“ Herdís segir erfitt að gera fólki grein fyrir öllum þeim hættum sem stafi að börnum þeirra, sérstaklega þar sem höfuðböndin eru ákveðinn tískufatnaður þessa dagana. Annar tískuklæðnaður sem geti reynst hættulegur séu svokallaðar „benie“ húfur. Það eru húfur sem eru nokkuð stórar og hanga yfirleitt fram af hnakkanum. „Þessi klæðnaður varð til þess að barn í Svíþjóð dó næstum því. Það var með svona „benie“ var í barnabílstól og hreyfði sig þannig að húfan féll fram af því að hún er svo löng. Hún fór fyrir vit á barninu. Þau eru svo lítil og það þarf svo lítið til að eitthvað komi upp á,“ segir Herdís. Börn og uppeldi Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
„Foreldrarnir verða vör við það að hún er að kúgast og á erfitt með að anda. Þau hlaupa strax til hennar og sjá þá að hárbandið sem hún var með á höfðinu hafði runnið niður og var fyrir vitum hennar, nefi og munni, og barnið náði ekki að anda,“ segir Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur, sem sér um Facebook-síðuna Árvekni – slysavarnir barna. Að sögn Herdísar var stúlkan orðin blá áður en foreldrarnir náðu að fjarlægja hárbandið en þau tóku hana upp, settu á grúfu yfir handlegg og lagaðist þá litarhaft stúlkunnar. Hún var þó enn slöpp svo foreldrarnir fóru með hana á sjúkrahús og mat barnalæknir það svo að stúlkan hafi ekki hlotið mein af. Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur.Aðsend/Sebastian Storgaard Herdís segir þetta slys ekki einsdæmi. Atvik hafi komið upp í Bretlandi árið 2017 þar sem fjórtán mánaða gömul stúlka lést eftir að hafa kafnað á svona hárbandi. „Þetta er stórhættulegur fatnaður vegna þess að þetta er ekki fest með neinu. Lítil börn, sérstaklega ungbörn, ná ekki að taka þetta sjálf frá vitunum. Það er svo sem ekkert hættulegt við þessi bönd ef barnið er með þetta á meðan foreldrar eru með það í fanginu eða í næsta nágrenni. Vandamálið skapast þegar börn eru með þetta í barnabílstólnum, eru sett út í vagn eða eru með þetta sofandi í sínu rúmi,“ segir Herdís. Hún varar fólk við að láta börn sín hafa svona laus höfuðföt. „Þetta er ekki eins og húfa sem helst á höfðinu þó barnið snúist heldur rennur þetta niður,“ segir Herdís. „Það er þannig með öndun ungbarna, þau eru ofboðslega viðkvæm fyrstu mánuðina og mikil köfnunarhætta fyrsta árið þannig að þetta er hlutur sem margir gera sér ekki grein fyrir. Foreldrunum að sjálfsögðu var mjög brugðið við þetta. Þetta eru ósköp venjulegir foreldrar sem setja þetta á höfuðið á barninu sínu í staðin fyrir húfu.“ Herdís segir erfitt að gera fólki grein fyrir öllum þeim hættum sem stafi að börnum þeirra, sérstaklega þar sem höfuðböndin eru ákveðinn tískufatnaður þessa dagana. Annar tískuklæðnaður sem geti reynst hættulegur séu svokallaðar „benie“ húfur. Það eru húfur sem eru nokkuð stórar og hanga yfirleitt fram af hnakkanum. „Þessi klæðnaður varð til þess að barn í Svíþjóð dó næstum því. Það var með svona „benie“ var í barnabílstól og hreyfði sig þannig að húfan féll fram af því að hún er svo löng. Hún fór fyrir vit á barninu. Þau eru svo lítil og það þarf svo lítið til að eitthvað komi upp á,“ segir Herdís.
Börn og uppeldi Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira