„Hæfileikabúnt og einstakur leikmaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 13:15 Jónatan Ingi Jónsson átti stórleik í gær. Vísir/Hulda Margrét Baldur Sigurðsson, leikmaður Fjölnis og sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, jós lofi yfir Jónatan Inga Jónsson, leikmann FH, eftir frammistöðu hans í 5-0 sigri liðsins á Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær. Jónatan Ingi fór mikinn í leik gærdagsins þar sem hann skoraði þrjú marka FH og lagði hin tvö upp fyrir Baldur Loga Guðlaugsson og Oliver Heiðarsson. Baldur lék með FH síðasta sumar og þekkir því til Jónatans frá þeim tíma. Hann segir fólk hafa kallað eftir meira framlagi frá kantmanninum sem sannarlega skilaði slíku í gær. „Þetta er það sem við, og margir aðrir, hafa verið að kalla eftir frá Jónatan. Ég hef nú æft með honum og hann er ótrúlegt hæfileikabúnt og einstakur leikmaður, í því hvernig hann hreyfir sig og hvernig þyngdarpunkt hann er með og tæknin,“ segir Baldur. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um Jónatan „Þess vegna setjum við kröfunar á hann að hann búi til og skapi; þá erum við að tala um mörk og stoðsendingar. Hann gerði það svo sannarlega í dag með þrjú mörk og tvær stoðsendingar,“ „Við gerum kannski ekki kröfu á það í hverjum leik en þetta er það sem leikmaður eins og Jónatan þarf að gera. Við þurfum að sjá frá honum að hann sé með fullt af stoðsendingum og eitthvað af mörkum. Þá held ég að allir verði sáttir.“ segir Baldur jafnframt. Umræðu Baldurs og Kjartans Atla Kjartanssonar um Jónatan úr Pepsi Max Stúkunni í gær má sjá að ofan. Að neðan má sjá öll mörkin úr leik Keflavíkur og FH. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og FH 21. ágúst Einn leikur er á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í dag. Víkingur og Valur mætast í toppslag í Víkinni klukkan 19:15 sem mun hafa mikið að segja um titilbaráttuna í haust. Valur er með 36 stig á toppnum en Víkingur með 33 stig í þriðja sæti. Bein útsending hefst klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla FH Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir „Fannst ég oft geta gert betur“ Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag. 21. ágúst 2021 17:11 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 18:29 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Jónatan Ingi fór mikinn í leik gærdagsins þar sem hann skoraði þrjú marka FH og lagði hin tvö upp fyrir Baldur Loga Guðlaugsson og Oliver Heiðarsson. Baldur lék með FH síðasta sumar og þekkir því til Jónatans frá þeim tíma. Hann segir fólk hafa kallað eftir meira framlagi frá kantmanninum sem sannarlega skilaði slíku í gær. „Þetta er það sem við, og margir aðrir, hafa verið að kalla eftir frá Jónatan. Ég hef nú æft með honum og hann er ótrúlegt hæfileikabúnt og einstakur leikmaður, í því hvernig hann hreyfir sig og hvernig þyngdarpunkt hann er með og tæknin,“ segir Baldur. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um Jónatan „Þess vegna setjum við kröfunar á hann að hann búi til og skapi; þá erum við að tala um mörk og stoðsendingar. Hann gerði það svo sannarlega í dag með þrjú mörk og tvær stoðsendingar,“ „Við gerum kannski ekki kröfu á það í hverjum leik en þetta er það sem leikmaður eins og Jónatan þarf að gera. Við þurfum að sjá frá honum að hann sé með fullt af stoðsendingum og eitthvað af mörkum. Þá held ég að allir verði sáttir.“ segir Baldur jafnframt. Umræðu Baldurs og Kjartans Atla Kjartanssonar um Jónatan úr Pepsi Max Stúkunni í gær má sjá að ofan. Að neðan má sjá öll mörkin úr leik Keflavíkur og FH. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og FH 21. ágúst Einn leikur er á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í dag. Víkingur og Valur mætast í toppslag í Víkinni klukkan 19:15 sem mun hafa mikið að segja um titilbaráttuna í haust. Valur er með 36 stig á toppnum en Víkingur með 33 stig í þriðja sæti. Bein útsending hefst klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla FH Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir „Fannst ég oft geta gert betur“ Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag. 21. ágúst 2021 17:11 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 18:29 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
„Fannst ég oft geta gert betur“ Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag. 21. ágúst 2021 17:11
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 18:29