„Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2021 14:00 Sigríður Á. Andersen segir tíma til kominn að fólk fái að lifa eðlilegu lífi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýjar leiðbeiningar um sóttkví flóknar og of matskenndar. Hún segir tíma til kominn að hætta að skima einkennalaust og heilbrigt fólk. Nýjar leiðbeiningar um sóttkví voru birtar í gær. Markmið þeirra er að færri þurfi í sóttkví ef smit kemur upp í leikskólum, skólum, frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Nauðsyn sóttkvíar veltur á því hversu mikil samvera við smitaðan var. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir leiðbeiningarnar og segir þær flóknar og matskenndar. „Mér finnst kannski mestu máli skipta að þetta er auðvitað ekki neitt eðlilegt líf. Þetta þvert á móti viðheldur þessum endalausa kvíða og sóttkvíarkvíða sem virðist nú hrjá stóran hluta landsmanna.“ Ekki eðlilegt líf Hún segir leiðbeiningarnar bjóða upp á óvissu og furðulegar túlkanir. „Menn þurf að horfast í augu við það að nú er kominn tími til þess að óveikt fólk og einkennalaust fólk á ekki að þurfa að sæta skimunum. Mér finnst að menn þurfi að komast út úr þessu vegna þess að þessar reglur, eins og menn setja þær fram, gefa ekki fyrirheit um neitt annað en að þær verði hér næstu árin og það er auðvitað ekki eðlilegt líf eða það fyrirkomulag sem ég held að nokkur maður geti hugsað sér.“ Skiptir stærð borðsins máli? Það gangi ekki upp að svo íþyngjandi ákvörðun, að senda fólk í sóttkví, sé svo matskennd. „Það auðvitað gengur ekki upp og það er einnig líka erfitt fyrir þessa aðila, yfirvöld hvers skóla, að ætla að fara að meta það. Þetta er líka matskennt að því leyti að það kemur upp þetta mat, hvenær situr maður við borð með einhverjum öðrum? Skiptir máli hversu stórt borðið er og þar fram eftir götunum? Hversu langt viðkomandi stóð hjá einhverjum öðrum?“ „Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla svo það sé nú bara sagt hreint út og ekki mönnum bjóðandi að starfa undir svona kvöðum. Þannig ég get ekki ímyndað mér að verið sé að kalla eftir valdi til þess að geta sent heilbrigt og einkennalaust fólk í sóttkví.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21. ágúst 2021 14:30 Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Nýjar leiðbeiningar um sóttkví voru birtar í gær. Markmið þeirra er að færri þurfi í sóttkví ef smit kemur upp í leikskólum, skólum, frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Nauðsyn sóttkvíar veltur á því hversu mikil samvera við smitaðan var. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir leiðbeiningarnar og segir þær flóknar og matskenndar. „Mér finnst kannski mestu máli skipta að þetta er auðvitað ekki neitt eðlilegt líf. Þetta þvert á móti viðheldur þessum endalausa kvíða og sóttkvíarkvíða sem virðist nú hrjá stóran hluta landsmanna.“ Ekki eðlilegt líf Hún segir leiðbeiningarnar bjóða upp á óvissu og furðulegar túlkanir. „Menn þurf að horfast í augu við það að nú er kominn tími til þess að óveikt fólk og einkennalaust fólk á ekki að þurfa að sæta skimunum. Mér finnst að menn þurfi að komast út úr þessu vegna þess að þessar reglur, eins og menn setja þær fram, gefa ekki fyrirheit um neitt annað en að þær verði hér næstu árin og það er auðvitað ekki eðlilegt líf eða það fyrirkomulag sem ég held að nokkur maður geti hugsað sér.“ Skiptir stærð borðsins máli? Það gangi ekki upp að svo íþyngjandi ákvörðun, að senda fólk í sóttkví, sé svo matskennd. „Það auðvitað gengur ekki upp og það er einnig líka erfitt fyrir þessa aðila, yfirvöld hvers skóla, að ætla að fara að meta það. Þetta er líka matskennt að því leyti að það kemur upp þetta mat, hvenær situr maður við borð með einhverjum öðrum? Skiptir máli hversu stórt borðið er og þar fram eftir götunum? Hversu langt viðkomandi stóð hjá einhverjum öðrum?“ „Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla svo það sé nú bara sagt hreint út og ekki mönnum bjóðandi að starfa undir svona kvöðum. Þannig ég get ekki ímyndað mér að verið sé að kalla eftir valdi til þess að geta sent heilbrigt og einkennalaust fólk í sóttkví.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21. ágúst 2021 14:30 Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21. ágúst 2021 14:30
Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16