Naif Aguerd kom Frökkunum yfir eftir aðeins 15 mínútna leik, og staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Sehrou Guirassy kom Rennes í 2-0 þegar fimm mínútur voru til leiksloka, og það reyndust lokatölur leiksins.
Hólmar Örn og félagar þurfa því að snúa taflinu við í seinni viðureign liðanna sem fram fer að viku liðinni, en sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er í húfi.
Þá mættust einnig hollenska liðið Feyenoord og Elfsborg frá Svíþjóð. Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Gudjohnsen sátu báðir allan tíman á varamannabekk Elfsborg þegar að liðið tapaði 5-0. Það er því óhætt að segja að möguleikar Svíanna séu litlir fyrir seinni leikinn.