Ásakaðir um að hafa slegið og sparkað í unga svarta leikmenn Chelsea á tíunda áratugnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2021 10:31 Gwyn Williams (t.v.) og Graham Rix (t.h.) á úrslitaleik FA bikarsins árið 2000. Mark Leech/Getty Images The Athletic hefur undir höndum dómsskjöl sem sýna fram á skelfilegt kynþáttaníð sem ungir svartir leikmenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea urðu fyrir á tíunda áratug síðustu aldar. Gerendurnir eru þjálfari leikmannanna sem og yfirmaður unglingastarfs félagsins. Nokkrir af leikmönnum Chelsea frá því á tíunda áratug síðustu aldar hafa nú stigið fram og lýst yfir skelfilegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir er þeir voru á mála hjá félaginu. Sumir af þeim hafa nú höfðað mál gegn Chelsea þar sem félagið aðhafðist aldrei neitt þrátt fyrir að augljóslega væri eitthvað að. Einn af þeim sem hefur kært félagið segir að Graham Rix, fyrrum unglingaliðs þjálfari Chelsea, hafi ítrekað lamið sig og þá hafi Gwyn Williams, sem var yfir unglingastarfi félagsins, gert slíkt hið sama. Annar fyrrum leikmaður segist vera með áfallastreituröskun eftir hryllinginn sem leikmenn upplifðu á hverjum degi. Rix er ásakaður um að hafa kýlt leikmann í klofið, slegið leikmann ítrekað í höfuðið og hellt heitu kaffi yfir annan sem endaði með minniháttar brunasár. Einnig á Rix að hafa tekið þátt í æfingaleik með liðinu þar sem hann tók innkast af öllu afli beint í andlit leikmanns sem stóð örstutt frá honum. Leikmaðurinn endaði kylliflatur á jörðinni með blóðnasir. Rix, sem á að baki 17 A-landsleiki fyrir England, þjálfar nú Gosport Borough í 7. efstu deild Englands. Hann neitar öllum ásökunum. Williams neitar einnig öllum ásökunum um ofbeldi þó hann viðurkenni að rasísk ummæli hafi fallið á sínum tíma. Chelsea are being sued because of alleged conduct of Rix and Gwyn Williams, who both deny wrongdoing.High Court trial listed for March, with 62 witnesses. One former player, now in 40s, diagnosed with post-traumatic stress disorder. #CFC have apologised but deny liability.— Daniel Taylor (@DTathletic) August 19, 2021 Fimm vikna réttarhöld munu hefjast þann 7. mars á næsta ári í máli þar sem fjórir fyrrum leikmenn Chelsea hafa stefnt félaginu þar sem það var vinnuveitandi þeirra Rix og Williams. Talið er að málið verði eitt stærsta sinnar tegundar. Alls 62 vitni hafa verið boðuð, mögulega einhver af stærri nöfnum Chelsea, leikmenn eða starfslið, á árunum 1990 til aldamóta. Fótbolti Enski boltinn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Nokkrir af leikmönnum Chelsea frá því á tíunda áratug síðustu aldar hafa nú stigið fram og lýst yfir skelfilegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir er þeir voru á mála hjá félaginu. Sumir af þeim hafa nú höfðað mál gegn Chelsea þar sem félagið aðhafðist aldrei neitt þrátt fyrir að augljóslega væri eitthvað að. Einn af þeim sem hefur kært félagið segir að Graham Rix, fyrrum unglingaliðs þjálfari Chelsea, hafi ítrekað lamið sig og þá hafi Gwyn Williams, sem var yfir unglingastarfi félagsins, gert slíkt hið sama. Annar fyrrum leikmaður segist vera með áfallastreituröskun eftir hryllinginn sem leikmenn upplifðu á hverjum degi. Rix er ásakaður um að hafa kýlt leikmann í klofið, slegið leikmann ítrekað í höfuðið og hellt heitu kaffi yfir annan sem endaði með minniháttar brunasár. Einnig á Rix að hafa tekið þátt í æfingaleik með liðinu þar sem hann tók innkast af öllu afli beint í andlit leikmanns sem stóð örstutt frá honum. Leikmaðurinn endaði kylliflatur á jörðinni með blóðnasir. Rix, sem á að baki 17 A-landsleiki fyrir England, þjálfar nú Gosport Borough í 7. efstu deild Englands. Hann neitar öllum ásökunum. Williams neitar einnig öllum ásökunum um ofbeldi þó hann viðurkenni að rasísk ummæli hafi fallið á sínum tíma. Chelsea are being sued because of alleged conduct of Rix and Gwyn Williams, who both deny wrongdoing.High Court trial listed for March, with 62 witnesses. One former player, now in 40s, diagnosed with post-traumatic stress disorder. #CFC have apologised but deny liability.— Daniel Taylor (@DTathletic) August 19, 2021 Fimm vikna réttarhöld munu hefjast þann 7. mars á næsta ári í máli þar sem fjórir fyrrum leikmenn Chelsea hafa stefnt félaginu þar sem það var vinnuveitandi þeirra Rix og Williams. Talið er að málið verði eitt stærsta sinnar tegundar. Alls 62 vitni hafa verið boðuð, mögulega einhver af stærri nöfnum Chelsea, leikmenn eða starfslið, á árunum 1990 til aldamóta.
Fótbolti Enski boltinn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira