Áhyggjufullir stjórnendur: Fjórar mýtur um fjarvinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 07:01 Mýtur um fjarvinnu tengjast oft vantrú og efa stjórnenda um fjarvinnufyrirkomulagið til framtíðar. En ættu stjórnendur frekar að hafa áhyggjur af því hvernig þeim tekst sjálfum til að mæta nýjum áskorunum þar sem fjarvinnan er komin til að vera? Vísir/Getty Hið svo kallaða „hybrid“ vinnufyrirkomulag er orðið að veruleika og ljóst að til framtíðar verða æ fleiri störf unnin í blönduðu fyrirkomulagi: Í fjarvinnu að hluta en á vinnustaðnum að hluta. Í grein Fastcompany segir þó að víða í fyrirtækjum séu stjórnendur efins og hræðist að þetta blandaða fyrirkomulag eigi ekki eftir að ganga upp sem skyldi. En hvers vegna þessi efi? Jú, þar eru fjórar mýtur helst sagðar hafa áhrif en þær eru þessar: 1. Hafa áhyggjur af því að fjarvinna dragi úr afköstum starfsfólks Þrátt fyrir að rannsóknir hafi sýnt að fjarvinna sé alls ekki líkleg orsök fyrir því að starfsfólk dragi úr afköstum sínum, eru enn stjórnendur sem trúa því að svo sé. Til að eyða þessum efa er stjórnendum bent á að treysta starfsfólkinu sínu. Sem dæmi er bent á að almennt treysti stjórnendur starfsfólkinu sínu til að stela ekki peningum úr kassanum. Hvers vegna ætti ekki að treysta fólki til að skila sínu þótt það vinni að heiman? 2. Trúa því að fjarvinna bitni á góðri hópavinnu Þá eru stjórnendur sem hafa áhyggjur af því að öflug og góð hópavinna teyma muni glatast eða í það minnsta verða mun minni, vegna þess að starfsfólk er ekki lengur allt að vinna á sama stað. Hér er á það bent að svo lengi sem samskipti og upplýsingaflæði er gott á vinnustað þar sem starfsfólk starfar í fjarvinnu, er engin ástæða til að halda að fjarvinnan eyðileggi nokkuð fyrir góðri hópavinnu. Þvert á móti getur hópavinna orðið meiri og öflugri. Þá hafa rannsóknir sýnt að góðar hugmyndir, lausnir og fleira sem skapast í umræðum á milli starfsfélaga koma oftar fram utan funda en á fundum. Að starfsfólk sitji á sama stað til þess að ræða málin er því ekkert endilega það fyrirkomulag sem skilar mestu. Aðalmálið er að samskiptin séu virk, hvernig svo sem þau fara fram. 3. Telja fjarvinnu veikja vinnustaðamenninguna Að byggja upp sterka vinnustaðamenningu með starfsfólk í fjarvinnu er svo sannarlega ný áskorun fyrir stjórnendur. En ný áskorun stjórnenda segir ekkert til um það hvað er mögulegt og hvað ekki, heldur snýst málið fyrst og fremst um það hvernig stjórnendum muni sjálfum takast upp við að byggja upp sterka vinnustaðamenningu með starfsfólk í fjarvinnu. Hér er á það bent að stjórnendur þurfi að hafa skýra framtíðarsýn og stefnu um það hvernig ætlunin er að byggja upp sterka vinnustaðamenningu í breyttum veruleika. 4. Þetta endar með því að allir mæta aftur til vinnu Loks er það sá hópur stjórnenda sem trúir því að fjarvinna sé í raun tímabundið ástand og endurspegli fyrst og fremst þá stöðu og þann tíðaranda sem Covid hefur leitt af sér. Þessi stjórnendahópur er þá svo efins um tækifæri fjarvinnunnar að hann sér framtíðina fyrir sér hreinlega ekki ganga upp fyrir vinnustaði, með stóran hluta fólks að vinna í fjarvinnu. Að skikka starfsfólk aftur í staðbundna vinnu gæti hins vegar orðið dýrkeypt skref fyrir vinnuveitendur því erlendar rannsóknir sýna að í framtíðinni muni fólk meta störf og vinnustaði meðal annars útfrá þeim sveigjanleika sem boðið er upp á í samkomulagi um fjarvinnu. Þessar niðurstöður eru í takt við þær niðurstöður sem gerðar hafa verið hérlendis og fjallað hefur verið um í Atvinnulífinu. Þá hafa stjórnendur íslenskra fyrirtækja staðfest mikinn áhuga starfsfólks á breyttu ráðningasambandi, þar sem starfsfólk horfir á fjarvinnusamkomulag sem spennandi valkost. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Stjórnun Tengdar fréttir „Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“ Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag. 20. maí 2021 07:01 Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01 Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00 Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. 3. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Í grein Fastcompany segir þó að víða í fyrirtækjum séu stjórnendur efins og hræðist að þetta blandaða fyrirkomulag eigi ekki eftir að ganga upp sem skyldi. En hvers vegna þessi efi? Jú, þar eru fjórar mýtur helst sagðar hafa áhrif en þær eru þessar: 1. Hafa áhyggjur af því að fjarvinna dragi úr afköstum starfsfólks Þrátt fyrir að rannsóknir hafi sýnt að fjarvinna sé alls ekki líkleg orsök fyrir því að starfsfólk dragi úr afköstum sínum, eru enn stjórnendur sem trúa því að svo sé. Til að eyða þessum efa er stjórnendum bent á að treysta starfsfólkinu sínu. Sem dæmi er bent á að almennt treysti stjórnendur starfsfólkinu sínu til að stela ekki peningum úr kassanum. Hvers vegna ætti ekki að treysta fólki til að skila sínu þótt það vinni að heiman? 2. Trúa því að fjarvinna bitni á góðri hópavinnu Þá eru stjórnendur sem hafa áhyggjur af því að öflug og góð hópavinna teyma muni glatast eða í það minnsta verða mun minni, vegna þess að starfsfólk er ekki lengur allt að vinna á sama stað. Hér er á það bent að svo lengi sem samskipti og upplýsingaflæði er gott á vinnustað þar sem starfsfólk starfar í fjarvinnu, er engin ástæða til að halda að fjarvinnan eyðileggi nokkuð fyrir góðri hópavinnu. Þvert á móti getur hópavinna orðið meiri og öflugri. Þá hafa rannsóknir sýnt að góðar hugmyndir, lausnir og fleira sem skapast í umræðum á milli starfsfélaga koma oftar fram utan funda en á fundum. Að starfsfólk sitji á sama stað til þess að ræða málin er því ekkert endilega það fyrirkomulag sem skilar mestu. Aðalmálið er að samskiptin séu virk, hvernig svo sem þau fara fram. 3. Telja fjarvinnu veikja vinnustaðamenninguna Að byggja upp sterka vinnustaðamenningu með starfsfólk í fjarvinnu er svo sannarlega ný áskorun fyrir stjórnendur. En ný áskorun stjórnenda segir ekkert til um það hvað er mögulegt og hvað ekki, heldur snýst málið fyrst og fremst um það hvernig stjórnendum muni sjálfum takast upp við að byggja upp sterka vinnustaðamenningu með starfsfólk í fjarvinnu. Hér er á það bent að stjórnendur þurfi að hafa skýra framtíðarsýn og stefnu um það hvernig ætlunin er að byggja upp sterka vinnustaðamenningu í breyttum veruleika. 4. Þetta endar með því að allir mæta aftur til vinnu Loks er það sá hópur stjórnenda sem trúir því að fjarvinna sé í raun tímabundið ástand og endurspegli fyrst og fremst þá stöðu og þann tíðaranda sem Covid hefur leitt af sér. Þessi stjórnendahópur er þá svo efins um tækifæri fjarvinnunnar að hann sér framtíðina fyrir sér hreinlega ekki ganga upp fyrir vinnustaði, með stóran hluta fólks að vinna í fjarvinnu. Að skikka starfsfólk aftur í staðbundna vinnu gæti hins vegar orðið dýrkeypt skref fyrir vinnuveitendur því erlendar rannsóknir sýna að í framtíðinni muni fólk meta störf og vinnustaði meðal annars útfrá þeim sveigjanleika sem boðið er upp á í samkomulagi um fjarvinnu. Þessar niðurstöður eru í takt við þær niðurstöður sem gerðar hafa verið hérlendis og fjallað hefur verið um í Atvinnulífinu. Þá hafa stjórnendur íslenskra fyrirtækja staðfest mikinn áhuga starfsfólks á breyttu ráðningasambandi, þar sem starfsfólk horfir á fjarvinnusamkomulag sem spennandi valkost.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Stjórnun Tengdar fréttir „Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“ Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag. 20. maí 2021 07:01 Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01 Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00 Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. 3. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“ Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag. 20. maí 2021 07:01
Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01
Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00
Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. 3. febrúar 2021 07:00