Leikmenn fá bætur frá deildinni vegna starfshátta harðstjórans Heinze Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2021 07:00 Heinze á dögum sínum sem leikmaður ásamt Diego Maradona, þáverandi þjálfara Argentínu, á HM 2010. Mynd/Nordic Photos/Getty Leikmenn Atlanta United í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta munu fá bætur frá deildinni vegna meðhöndlunar hins argentínska Gabriels Heinze á þeim meðan hann var við stjórnvölin hjá félaginu. Hann var nýlega rekinn úr starfi. Leikmannasamtök MLS-deildarinnar sendu inn kvörtun fyrir hönd leikmanna Atlanta United vegna skorts á frídögum undir stjórn Argentínumannsins. Sú kvörtun átti rétt á sér og munu leikmennirnir hljóta bætur frá MLS vegna þess samkvæmt ESPN. Heinze var rekinn í síðasta mánuði sem var sagt vegna margra vandamála, það stærsta eflaust gengi liðsins sem hafði aðeins unnið tvo af fyrstu 13 leikjum sínum í deildinni. Heinze átti þá í miklum deilum við Josef Martínez, stjörnuframherja liðsins og átti stirð samskipti við starfsfólk sitt. Stór ástæða þess var eflaust sú að hann braut á réttindum leikmanna. Leikmenn í MLS-deildinni eiga rétt á að minnsta kosti átta frídögum á átta vikna tímabili og ekki mega líða meira en tvær vikur án frídags. Heinze var fundinn sekur um að brjóta þær reglur en var auk þess seinn að gefa upp æfingaáætlun, sem varð þess valdandi að leikmenn þurftu að mæta með stuttum fyrirvara til æfinga, og neitaði leikmönnum um vatn á æfingum. Það gekk svo langt að læknisstarfsfólk hjá félaginu þurfti að grípa inn í svo leikmenn gætu vætt kverkarnar á erfiðum æfingum harðstjórans Heinze. Sources: #ATLUTD grievance over the denial of days off affirmed by MLS, players to be compensated: https://t.co/3GZL4wPyG7— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) August 18, 2021 Heinze er 43 ára gamall en starfið hjá Atlanta var hans fjórða á þjálfaraferlinum sem hófst 2015 hjá Godoy Cruz í heimalandi hans Argentínu. Hann þjálfaði Argentinos Juniors frá 2016 til 2017 þar sem hann vann B-deildina þar í landi, og Vélez Sarsfield við góðan orðstír frá 2017 til 2020 sem leiddi til starfsins hjá Atlanta. Hann var öflugur leikmaður á sínum tíma og spilaði 72 landsleiki fyrir Argentínu og spilaði á tveimur heimsmeistaramótum. Hann vann enskan meistaratitil með Manchester United árið 2007, spænska titilinn með Real Madrid 2008 og franska meistaratitilinn með Marseille 2010. MLS Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Leikmannasamtök MLS-deildarinnar sendu inn kvörtun fyrir hönd leikmanna Atlanta United vegna skorts á frídögum undir stjórn Argentínumannsins. Sú kvörtun átti rétt á sér og munu leikmennirnir hljóta bætur frá MLS vegna þess samkvæmt ESPN. Heinze var rekinn í síðasta mánuði sem var sagt vegna margra vandamála, það stærsta eflaust gengi liðsins sem hafði aðeins unnið tvo af fyrstu 13 leikjum sínum í deildinni. Heinze átti þá í miklum deilum við Josef Martínez, stjörnuframherja liðsins og átti stirð samskipti við starfsfólk sitt. Stór ástæða þess var eflaust sú að hann braut á réttindum leikmanna. Leikmenn í MLS-deildinni eiga rétt á að minnsta kosti átta frídögum á átta vikna tímabili og ekki mega líða meira en tvær vikur án frídags. Heinze var fundinn sekur um að brjóta þær reglur en var auk þess seinn að gefa upp æfingaáætlun, sem varð þess valdandi að leikmenn þurftu að mæta með stuttum fyrirvara til æfinga, og neitaði leikmönnum um vatn á æfingum. Það gekk svo langt að læknisstarfsfólk hjá félaginu þurfti að grípa inn í svo leikmenn gætu vætt kverkarnar á erfiðum æfingum harðstjórans Heinze. Sources: #ATLUTD grievance over the denial of days off affirmed by MLS, players to be compensated: https://t.co/3GZL4wPyG7— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) August 18, 2021 Heinze er 43 ára gamall en starfið hjá Atlanta var hans fjórða á þjálfaraferlinum sem hófst 2015 hjá Godoy Cruz í heimalandi hans Argentínu. Hann þjálfaði Argentinos Juniors frá 2016 til 2017 þar sem hann vann B-deildina þar í landi, og Vélez Sarsfield við góðan orðstír frá 2017 til 2020 sem leiddi til starfsins hjá Atlanta. Hann var öflugur leikmaður á sínum tíma og spilaði 72 landsleiki fyrir Argentínu og spilaði á tveimur heimsmeistaramótum. Hann vann enskan meistaratitil með Manchester United árið 2007, spænska titilinn með Real Madrid 2008 og franska meistaratitilinn með Marseille 2010.
MLS Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira