Örvunarskammtar ríku þjóðanna eins og að útdeila öðru björgunarvesti á meðan aðrir drukkna án vestis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2021 22:09 Alþjóðaheilbrigðismálastofnun fordæmir þjóðir sem byrjað hafa á eða stefna á að gefa örvunarskammt. Vísir/Vilhelm Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru harðorðir í garð þeirra þjóða sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefni gegn kórónuveirunni á sama tíma og milljónir manna séu enn óbólusettir víða um heim. Er þessu líkt við það að gefa einstaklingum björgunarvesti númer tvö á sama tíma og aðrir séu án björgunarvestis. Guardian greinir frá og vísar í orð Dr. Mike Ryan, sviðstjóra neyðartilfella hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem segir að það sé siðferðislega rangt af ríkari þjóðum heimsins þar sem bólusetning gangi vel að útdeila örvunarskömmtum á meðan enn bíði margir í fátækari þjóðum heimsins eftir fyrsta skammtinum. „Við erum að stefna að því að gefa þeim sem eru nú þegar með björgunarvesti, annað björgunarvesti, á sama tíma og við skiljum aðra eftir til að drukkna án þess að fá björgunarvesti,“ er haft eftir Ryan á vef Guardian. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar stofnunarinnar telji að ekki séu næg vísindaleg gögn að baki nytsemi þess að gefa örvunarskammt. Hér á landi hafa örvunarskammtar verið gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen, auk þess sem að á morgun verður fólki fætt 1931 eða fyrr boðið upp á örvunarskammt. Þá hefur einnig verið rætt um að þeir sem flokkist í áhættuhóp vegna Covid-19 fái einnig örvunarskammt, þó að endanleg ákvörðun um það liggi ekki fyrir. Í kvöld var tilkynnt um það að frá og með 20. september stæði öllum Bandaríkjamönnum sem þegið hafa bólusetningu það til boða að fá örvunarskammt, svo lengi sem átta mánuðir eru liðnir frá því að þeir hafi þegið bólusetningu. Samkvæmt tölfræðigögnum Our World in Data hefur um 24 prósent jarðarbúa verið fullbólusett og 7,9 hálfbólusett. Alls hafa um 4,8 milljarðar skammta verið gefnir á heimsvísu. Þar kemur einnig fram að aðeins 1,3 prósent af íbúum tekjulægri ríkja heims hafi þegið minnst einn skammt af bólusetningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð. 17. ágúst 2021 10:00 Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar. 13. ágúst 2021 08:43 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Guardian greinir frá og vísar í orð Dr. Mike Ryan, sviðstjóra neyðartilfella hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem segir að það sé siðferðislega rangt af ríkari þjóðum heimsins þar sem bólusetning gangi vel að útdeila örvunarskömmtum á meðan enn bíði margir í fátækari þjóðum heimsins eftir fyrsta skammtinum. „Við erum að stefna að því að gefa þeim sem eru nú þegar með björgunarvesti, annað björgunarvesti, á sama tíma og við skiljum aðra eftir til að drukkna án þess að fá björgunarvesti,“ er haft eftir Ryan á vef Guardian. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar stofnunarinnar telji að ekki séu næg vísindaleg gögn að baki nytsemi þess að gefa örvunarskammt. Hér á landi hafa örvunarskammtar verið gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen, auk þess sem að á morgun verður fólki fætt 1931 eða fyrr boðið upp á örvunarskammt. Þá hefur einnig verið rætt um að þeir sem flokkist í áhættuhóp vegna Covid-19 fái einnig örvunarskammt, þó að endanleg ákvörðun um það liggi ekki fyrir. Í kvöld var tilkynnt um það að frá og með 20. september stæði öllum Bandaríkjamönnum sem þegið hafa bólusetningu það til boða að fá örvunarskammt, svo lengi sem átta mánuðir eru liðnir frá því að þeir hafi þegið bólusetningu. Samkvæmt tölfræðigögnum Our World in Data hefur um 24 prósent jarðarbúa verið fullbólusett og 7,9 hálfbólusett. Alls hafa um 4,8 milljarðar skammta verið gefnir á heimsvísu. Þar kemur einnig fram að aðeins 1,3 prósent af íbúum tekjulægri ríkja heims hafi þegið minnst einn skammt af bólusetningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð. 17. ágúst 2021 10:00 Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar. 13. ágúst 2021 08:43 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47
Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð. 17. ágúst 2021 10:00
Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar. 13. ágúst 2021 08:43