Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2021 10:42 Liðsmenn talibana í Kandahar. Talibanar lofa friði í Afganistan er fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í áralöngu stríði þeirra gegn stjórnarher landsins. AP/Sidiqullah Khan Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. Talibanar hafa tekið nær öll völd í Afganistan á leifturhraða nú þegar innan við hálfur mánuður er þar til bandarískt herlið yfirgefur landið eftir tuttugu ára hersetu. Þúsundir Afgana hafa í örvæntingu reynt að flýja land, minnugir harðstjórnar íslömsku öfgamannanna frá fyrri stjórnartíð þeirra. Konur nutu nær engra réttinda og grimmilegum refsingum var beitt þegar talibanar réðu lögum og lofum frá 1996 til 2001. Í baráttu sinni gegn afganska stjórnarhernum undanfarin ár hafa talibanar beitt sjálfsmorðsárásum sem hafa fellt fjölda óbreyttra borgara. Þrátt fyrir það segir Nick Carter, hershöfðingi og æðsti yfirmaður breska hersins, að talibanar kunni að hafa tekið breytingum frá því fyrir tuttugu árum. „Við verðum að vera þolinmóð, við verðum að halda ró okkar og gefa þeim rými til að mynda ríkisstjórn og við veðrum að gefa þeim tækifæri til að sanna sig. Það kanna að vera að þessir talibanar séu aðrir en þeir talibanar sem fólk man eftir frá 10. áratugnum,“ sagði Carter við breska ríkisútvarpið BBC. Hann benti jafnframt á að talibanar séu ekki einsleit samtök heldur hópur ólíkra ættbálka sem koma héðan og þaðan frá dreifðum byggðum Afganistans. Kallaði Carter talibana „sveitastráka“ sem hafi lífi sínu í samræmi við hefðbundin gildi Pashtun-fólksins, stærsta þjóðarbrotsins í Afganistan. „Það kunna að vera talibanar sem eru sanngjarnari, ekki eins kúgandi. Ef við lítum á hvernig þeir stýra Kabúl þessa stundina þá eru vísbendingar um að þeir séu sanngjarnari,“ sagði Carter. We may discover this Taliban is more reasonable but they are not a homogeneous organisation On #BBCBreakfast UK Chief of the Defence Staff General Sir Nick Carter says behaviour on the ground may not be inline with the Taliban s political commission. https://t.co/aEc9X6OUCE pic.twitter.com/4vRzhqol20— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) August 18, 2021 Dæmdir af gjörðum en ekki orðum Leiðtogar talibana hafa lofað öllu fögru um að konu njóti frelsis og menntunar í ríki þeirra. Þeir ætli sér ekki að koma fram hefndum gegn óvinum sínum. Efasemdaraddir hafa þó verið uppi um að þeir reyni nú að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins með fyrirheitum um bót og betrun en allt muni falla í fyrra horfa þegar og ef sú viðurkenning fæst. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði leiðtoga talibana við því að þeir yrðu dæmdir af gjörðum sínum en ekki orðum í dag, að því er segir í frétt Reuters-fréttstofunnar. „Við munum dæma þessa stjórn á grundvelli þeirra ákvarðana sem hún tekur og af gjörðum hennar frekar en af orðum hennar, af viðhorfi hennar til hryðjuverka, glæpa og fíkniefna og af aðgangi fyrir mannúðaraðstoð og réttindum stúlkna til náms,“ sagði Johnson á breska þinginu sem var kallað saman úr sumarfrí til að ræða stöðuna í Afganistan. Breskir uppgjafarhermenn eru fullir efasemda um að talibanar séu breyttir menn frá því á síðasta áratug síðustu aldar. Charlie Herbert, fyrrverandi yfirhershöfðingi sem starfaði í Afganistan á sínum tíma, segir engar vísbendingar um að talibanar séu hófsamari nú en áður. „Þeir eru að bíða þar til við yfirgefum Kabúl og þá hefjast blóðsúthellingarnar þegar það eru engir blaðamenn og engir útlendingar til að verða vitni að þeim,“ sagði Herbert við Sky-sjónvarpsstöðina. "They are biding their time until we leave Kabul, and then the blood letting will start"Charlie Herbert says the Taliban's press conference was "a farce" and that there is "simply no evidence that they have moderated in any shape, way or form"https://t.co/0PSyX5y0Mq pic.twitter.com/QEJCa0rI5p— Sky News (@SkyNews) August 18, 2021 Afganistan Bretland Tengdar fréttir Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Talibanar hafa tekið nær öll völd í Afganistan á leifturhraða nú þegar innan við hálfur mánuður er þar til bandarískt herlið yfirgefur landið eftir tuttugu ára hersetu. Þúsundir Afgana hafa í örvæntingu reynt að flýja land, minnugir harðstjórnar íslömsku öfgamannanna frá fyrri stjórnartíð þeirra. Konur nutu nær engra réttinda og grimmilegum refsingum var beitt þegar talibanar réðu lögum og lofum frá 1996 til 2001. Í baráttu sinni gegn afganska stjórnarhernum undanfarin ár hafa talibanar beitt sjálfsmorðsárásum sem hafa fellt fjölda óbreyttra borgara. Þrátt fyrir það segir Nick Carter, hershöfðingi og æðsti yfirmaður breska hersins, að talibanar kunni að hafa tekið breytingum frá því fyrir tuttugu árum. „Við verðum að vera þolinmóð, við verðum að halda ró okkar og gefa þeim rými til að mynda ríkisstjórn og við veðrum að gefa þeim tækifæri til að sanna sig. Það kanna að vera að þessir talibanar séu aðrir en þeir talibanar sem fólk man eftir frá 10. áratugnum,“ sagði Carter við breska ríkisútvarpið BBC. Hann benti jafnframt á að talibanar séu ekki einsleit samtök heldur hópur ólíkra ættbálka sem koma héðan og þaðan frá dreifðum byggðum Afganistans. Kallaði Carter talibana „sveitastráka“ sem hafi lífi sínu í samræmi við hefðbundin gildi Pashtun-fólksins, stærsta þjóðarbrotsins í Afganistan. „Það kunna að vera talibanar sem eru sanngjarnari, ekki eins kúgandi. Ef við lítum á hvernig þeir stýra Kabúl þessa stundina þá eru vísbendingar um að þeir séu sanngjarnari,“ sagði Carter. We may discover this Taliban is more reasonable but they are not a homogeneous organisation On #BBCBreakfast UK Chief of the Defence Staff General Sir Nick Carter says behaviour on the ground may not be inline with the Taliban s political commission. https://t.co/aEc9X6OUCE pic.twitter.com/4vRzhqol20— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) August 18, 2021 Dæmdir af gjörðum en ekki orðum Leiðtogar talibana hafa lofað öllu fögru um að konu njóti frelsis og menntunar í ríki þeirra. Þeir ætli sér ekki að koma fram hefndum gegn óvinum sínum. Efasemdaraddir hafa þó verið uppi um að þeir reyni nú að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins með fyrirheitum um bót og betrun en allt muni falla í fyrra horfa þegar og ef sú viðurkenning fæst. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði leiðtoga talibana við því að þeir yrðu dæmdir af gjörðum sínum en ekki orðum í dag, að því er segir í frétt Reuters-fréttstofunnar. „Við munum dæma þessa stjórn á grundvelli þeirra ákvarðana sem hún tekur og af gjörðum hennar frekar en af orðum hennar, af viðhorfi hennar til hryðjuverka, glæpa og fíkniefna og af aðgangi fyrir mannúðaraðstoð og réttindum stúlkna til náms,“ sagði Johnson á breska þinginu sem var kallað saman úr sumarfrí til að ræða stöðuna í Afganistan. Breskir uppgjafarhermenn eru fullir efasemda um að talibanar séu breyttir menn frá því á síðasta áratug síðustu aldar. Charlie Herbert, fyrrverandi yfirhershöfðingi sem starfaði í Afganistan á sínum tíma, segir engar vísbendingar um að talibanar séu hófsamari nú en áður. „Þeir eru að bíða þar til við yfirgefum Kabúl og þá hefjast blóðsúthellingarnar þegar það eru engir blaðamenn og engir útlendingar til að verða vitni að þeim,“ sagði Herbert við Sky-sjónvarpsstöðina. "They are biding their time until we leave Kabul, and then the blood letting will start"Charlie Herbert says the Taliban's press conference was "a farce" and that there is "simply no evidence that they have moderated in any shape, way or form"https://t.co/0PSyX5y0Mq pic.twitter.com/QEJCa0rI5p— Sky News (@SkyNews) August 18, 2021
Afganistan Bretland Tengdar fréttir Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40
Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent