Már er á sínu fyrsta Ólympíumóti en hann mun keppa í 50 metra skriðsundi, 100 metta baksundi, 200 metra fjórsundi og 100 metra flugsundi á leikunum. Það verður því nóg að gera hjá honum en fyrsta greinin hans er 28. ágúst næstkomandi. Már keppir í S11 flokki sem eru flokkur blindra.

Már ætlar að leyfa fylgjendum sýnum að sjá hvernig lífið gengur fyrir sig hjá Ólympíufara hinum megin á hnettinum og það fyrsta sem við sjáum frá honum eru hinar furðulega sturtur sem eru í Japan.
Már setti inn myndband af sér í einni af þessum sérstöku sturtum.
„Góðan kvöldið gott fólk. Það er Már Gunnarsson sem heilsar ykkur hér úr sturtuklefanum í æfingalauginni í Tókýó. Eins og þið sjáið þá eru sturtu hér í bæ ekki beint hannaðar fyrir meðalhæð íslenskra karlmann,“ sagði Már en það má sjá mynd af honum í sturtunni hér fyrir ofan.
Már keppir ekki fyrr en eftir viku og til að byrja með þá er íslenski hópurinn með aðstöðu í æfingabúðum í Tama. Mótttökurnar í Tama voru ekki af verri endanum og sérbakaðar smákökur í tilefni af þátttöku Íslendinga á Paralympics.
Flogið var út til London og þaðan til Tokyo þar sem heimamenn í Tama tóku vel á móti hópnum. Kannski ekki allir sem vita það en Tama er oft kölluð „The City of Hello Kitty.” Kisan fræga er frá Tama.
Næstu daga eru æfingar í Tama en svo mun íslenski hópurinn flytja sig inn í Paralympic-þorpið þann 21. ágúst og sjálf opnunarhátíðin fer fram þann 24. ágúst næstkomandi.