Fyrstu mánuðir Maríu hjá Man. United voru þeir erfiðustu á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 09:01 María Þórisdóttir í leik með liði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Visionhaus Norsk-íslenska knattspyrnukonan María Þórisdóttir hefur gert upp fyrstu mánuði sína sem leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. María Þórisdóttir yfirgaf Chelsea á miðju síðasta tímabili og samdi við Manchester United. Hún spilaði fyrsta leikinn með United liðinu 7. febrúar. María ræddi þessa fyrstu mánuði hjá United í viðtali við Verdens Gang og þessi 28 ára gamli miðvörður viðurkenndi að þetta hafi ekki verið auðveld byrjun. Thorisdottir har lagt bak seg den vonde tiden https://t.co/dJwHso8IXd— VG Sporten (@vgsporten) August 17, 2021 „Þetta var erfitt og erfiðasti tíminn á mínum ferli. Ég kom á miðju tímabili, kórónuveiran var í gangi og ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í heila eilífð,“ sagði María í viðtalinu við VG en hún er dóttir íslenska handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar og hinnar norsku Kirsten Gaard. „Ég var ekki ég sjálf hvað varðar fótboltann og það var fullt af hlutum sem gengu ekki upp hjá mér,“ sagði María. María gekk í gegnum erfiða tíma hjá Manchester UNited í fyrra.Getty/Robbie Jay Barratt María komst heim til Jæren í Noregi í sumar og hefur fundið sig sjálfa á ný. „Ég náði að hlaða batteríin og núna vil ég sýna öllum hver ég er. Þeir hjá United hafa ekki séð þá útgáfu af Maríu,“ sagði María. „Nú þekki ég liðið betur og er meira inn í æfingaaðferðunum. Ég veit hvað er í gangi og minn tími byrjar núna,“ sagði María. María spilaði með Chelsea frá 2017 til 2021 en hún hefur líka leikið 49 landsleiki fyrir Noreg. Manchester United liðið endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en María segir að liðið ætli sér að berjast við titilinn á nýju tímabilið við Chelsea, Manchester City og Arsenal. „Við höfum misst nokkra leikmenn en við höfum líka fengið góða leikmenn í staðinn. Ég held að við getum verið mjög góðar. Við erum með sterkara lið en í fyrra. Ég veit líka að félagið ætlar sér að ná í fleiri leikmenn,“ sagði María. „Það eru fleiri lið sem hafa náð í nýja leikmenn og ekki bara toppliðin. Þess vegna held ég að enska úrvalsdeildin hafi aldrei verið betri. Þetta verður mjög spennandi tímabil,“ sagði María. Enjoying pre season camp with my norwegian friend pic.twitter.com/tup8HTXDCu— Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) August 17, 2021 Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
María Þórisdóttir yfirgaf Chelsea á miðju síðasta tímabili og samdi við Manchester United. Hún spilaði fyrsta leikinn með United liðinu 7. febrúar. María ræddi þessa fyrstu mánuði hjá United í viðtali við Verdens Gang og þessi 28 ára gamli miðvörður viðurkenndi að þetta hafi ekki verið auðveld byrjun. Thorisdottir har lagt bak seg den vonde tiden https://t.co/dJwHso8IXd— VG Sporten (@vgsporten) August 17, 2021 „Þetta var erfitt og erfiðasti tíminn á mínum ferli. Ég kom á miðju tímabili, kórónuveiran var í gangi og ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í heila eilífð,“ sagði María í viðtalinu við VG en hún er dóttir íslenska handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar og hinnar norsku Kirsten Gaard. „Ég var ekki ég sjálf hvað varðar fótboltann og það var fullt af hlutum sem gengu ekki upp hjá mér,“ sagði María. María gekk í gegnum erfiða tíma hjá Manchester UNited í fyrra.Getty/Robbie Jay Barratt María komst heim til Jæren í Noregi í sumar og hefur fundið sig sjálfa á ný. „Ég náði að hlaða batteríin og núna vil ég sýna öllum hver ég er. Þeir hjá United hafa ekki séð þá útgáfu af Maríu,“ sagði María. „Nú þekki ég liðið betur og er meira inn í æfingaaðferðunum. Ég veit hvað er í gangi og minn tími byrjar núna,“ sagði María. María spilaði með Chelsea frá 2017 til 2021 en hún hefur líka leikið 49 landsleiki fyrir Noreg. Manchester United liðið endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en María segir að liðið ætli sér að berjast við titilinn á nýju tímabilið við Chelsea, Manchester City og Arsenal. „Við höfum misst nokkra leikmenn en við höfum líka fengið góða leikmenn í staðinn. Ég held að við getum verið mjög góðar. Við erum með sterkara lið en í fyrra. Ég veit líka að félagið ætlar sér að ná í fleiri leikmenn,“ sagði María. „Það eru fleiri lið sem hafa náð í nýja leikmenn og ekki bara toppliðin. Þess vegna held ég að enska úrvalsdeildin hafi aldrei verið betri. Þetta verður mjög spennandi tímabil,“ sagði María. Enjoying pre season camp with my norwegian friend pic.twitter.com/tup8HTXDCu— Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) August 17, 2021
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira