Skortur hrellir drykkjarvöruframleiðendur Eiður Þór Árnason skrifar 17. ágúst 2021 14:53 Það er fátt sem farsóttin lætur ósnert. Samsett Alþjóðlegur skortur á áldósum hefur leitt til þess að erfiðara hefur reynst að nálgast ákveðnar drykkjarvörur í verslunum. Staðan hefur haft áhrif á framleiðendur víða um heim og ekki síst á Ölgerðina og Coca-Cola European Partners á Íslandi, risana tvo á innlendum drykkjarvörumarkaði. Bæði fyrirtækin hafa þurft að hækka verð í sumar til að bregðast við auknum framleiðslukostnaði. Eins og oft áður má rekja aðfangaskortinn að einhverjum hluta til heimsfaraldursins sem hefur raskað fjölda framleiðslugreina með því að ýta undir djúpar sveiflur í eftirspurn. Auka framboð á litlum plastflöskum „Ölgerðin er á sama báti og fyrirtæki út um heim allan. Covid hefur um margra mánaða skeið haft þau áhrif að veitinga- og skemmtistaðir hafa lokað og það hefur leitt til þess að neysla á drykkjum hefur í vaxandi mæli færst yfir í dósir,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar í skriflegu svari. Ölgerðin, sem framleiðir meðal annars vörur undir merkjum Pepsi og Kristals, hefur til að mynda brugðist við þessu með því að auka framboð á litlum 33cl plastflöskum. Vegna dósaskortsins hafa ákveðnar vörur verið ófáanlegar í dósum í takmarkaðan tíma, þar á meðal Kristall Mexican Lime og Guinness-bjór. Ætti að duga fram að áramótum Coca-Cola European Partners á Íslandi hefur ekki síður fundið fyrir þrengingum á þessum markaði. „Það er orðið dýrara og erfiðara að fá dósir. Við erum í ágætismálum eins og er en við vitum ekki hvernig þetta mun þróast inn í næsta ár,“ segir Stefán Magnússon, markaðsstjóri fyrirtækisins. „Miðað við söluáætlanir þá ætti þetta nokkurn veginn að ganga upp hjá okkur fram að áramótum en við heyrum að þetta verði svona eitthvað áfram. Þetta er ekki eitthvað sem leysist á þessu ári,“ bætir Stefán við. Gunnar hjá Ölgerðinni, tekur undir þetta og segir að framtíðin sé óljós hvað þetta varðar. Fyrirtækið vonast þó til að ástandið lagist hið fyrsta. Álverðshækkanir sett strik í reikninginn Miklar hækkanir hafa verið á heimsmarkaðsverði á áli síðastliðið ár en það tók mikla dýfu snemma í faraldrinum. Það fór lægst í 1.461 Bandaríkjadali á tonnið í maí en er nú komið yfir 2.600 dali. Það hefur ekki verið hærra frá árinu 2011. Þetta helst í hendur við að framleiðslukostnaður á drykkjarvörum í dósum fer hækkandi. „Ölgerðin hækkaði verð á nokkrum vörunúmerum í sumarbyrjun, en fyrirtækið hefur gert allt til að halda aftur af hækkunum sem verða ytra,“ segir Gunnar. Stefán segir að þróunin hafi meðal annars leitt til þess að Coca-Cola á Íslandi hafi þurft að hækka verð á drykkjum í dósum hlutfallsega meira en aðrar vörur. Dósir sem eru seldar hér á landi undir vörumerkjum Coca-Cola, á borð við Coke, Fanta og Sprite, eru fluttar inn frá Svíþjóð en fyrirtækið framleiðir dósabjór merktan Víking, Einstök og Thule í bruggsmiðju sinni á Akureyri. Drykkir Neytendur Gosdrykkir Tengdar fréttir Hörgull á hvítum Monster vegna mikillar eftirspurnar og skorts á hráefni Unnendur Monster-orkudrykkjanna hafa margir hverjir klórað sér í höfðinu yfir því hvers vegna sá hvíti, Monster Ultra White Zero Energy Drink, sé nánast ófáanlegur á landinu? Hefur algjört æði gripið landann eða hefur framleiðslunni verið hætt? 29. júní 2021 14:08 Sænskt lindarvatn í Toppdósunum Þrátt fyrir að það sé ekki tiltekið á umbúðunum eða pakkningunni er Toppur í dós framleiddur og fluttur inn frá Svíþjóð. 30. apríl 2020 10:20 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Staðan hefur haft áhrif á framleiðendur víða um heim og ekki síst á Ölgerðina og Coca-Cola European Partners á Íslandi, risana tvo á innlendum drykkjarvörumarkaði. Bæði fyrirtækin hafa þurft að hækka verð í sumar til að bregðast við auknum framleiðslukostnaði. Eins og oft áður má rekja aðfangaskortinn að einhverjum hluta til heimsfaraldursins sem hefur raskað fjölda framleiðslugreina með því að ýta undir djúpar sveiflur í eftirspurn. Auka framboð á litlum plastflöskum „Ölgerðin er á sama báti og fyrirtæki út um heim allan. Covid hefur um margra mánaða skeið haft þau áhrif að veitinga- og skemmtistaðir hafa lokað og það hefur leitt til þess að neysla á drykkjum hefur í vaxandi mæli færst yfir í dósir,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar í skriflegu svari. Ölgerðin, sem framleiðir meðal annars vörur undir merkjum Pepsi og Kristals, hefur til að mynda brugðist við þessu með því að auka framboð á litlum 33cl plastflöskum. Vegna dósaskortsins hafa ákveðnar vörur verið ófáanlegar í dósum í takmarkaðan tíma, þar á meðal Kristall Mexican Lime og Guinness-bjór. Ætti að duga fram að áramótum Coca-Cola European Partners á Íslandi hefur ekki síður fundið fyrir þrengingum á þessum markaði. „Það er orðið dýrara og erfiðara að fá dósir. Við erum í ágætismálum eins og er en við vitum ekki hvernig þetta mun þróast inn í næsta ár,“ segir Stefán Magnússon, markaðsstjóri fyrirtækisins. „Miðað við söluáætlanir þá ætti þetta nokkurn veginn að ganga upp hjá okkur fram að áramótum en við heyrum að þetta verði svona eitthvað áfram. Þetta er ekki eitthvað sem leysist á þessu ári,“ bætir Stefán við. Gunnar hjá Ölgerðinni, tekur undir þetta og segir að framtíðin sé óljós hvað þetta varðar. Fyrirtækið vonast þó til að ástandið lagist hið fyrsta. Álverðshækkanir sett strik í reikninginn Miklar hækkanir hafa verið á heimsmarkaðsverði á áli síðastliðið ár en það tók mikla dýfu snemma í faraldrinum. Það fór lægst í 1.461 Bandaríkjadali á tonnið í maí en er nú komið yfir 2.600 dali. Það hefur ekki verið hærra frá árinu 2011. Þetta helst í hendur við að framleiðslukostnaður á drykkjarvörum í dósum fer hækkandi. „Ölgerðin hækkaði verð á nokkrum vörunúmerum í sumarbyrjun, en fyrirtækið hefur gert allt til að halda aftur af hækkunum sem verða ytra,“ segir Gunnar. Stefán segir að þróunin hafi meðal annars leitt til þess að Coca-Cola á Íslandi hafi þurft að hækka verð á drykkjum í dósum hlutfallsega meira en aðrar vörur. Dósir sem eru seldar hér á landi undir vörumerkjum Coca-Cola, á borð við Coke, Fanta og Sprite, eru fluttar inn frá Svíþjóð en fyrirtækið framleiðir dósabjór merktan Víking, Einstök og Thule í bruggsmiðju sinni á Akureyri.
Drykkir Neytendur Gosdrykkir Tengdar fréttir Hörgull á hvítum Monster vegna mikillar eftirspurnar og skorts á hráefni Unnendur Monster-orkudrykkjanna hafa margir hverjir klórað sér í höfðinu yfir því hvers vegna sá hvíti, Monster Ultra White Zero Energy Drink, sé nánast ófáanlegur á landinu? Hefur algjört æði gripið landann eða hefur framleiðslunni verið hætt? 29. júní 2021 14:08 Sænskt lindarvatn í Toppdósunum Þrátt fyrir að það sé ekki tiltekið á umbúðunum eða pakkningunni er Toppur í dós framleiddur og fluttur inn frá Svíþjóð. 30. apríl 2020 10:20 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hörgull á hvítum Monster vegna mikillar eftirspurnar og skorts á hráefni Unnendur Monster-orkudrykkjanna hafa margir hverjir klórað sér í höfðinu yfir því hvers vegna sá hvíti, Monster Ultra White Zero Energy Drink, sé nánast ófáanlegur á landinu? Hefur algjört æði gripið landann eða hefur framleiðslunni verið hætt? 29. júní 2021 14:08
Sænskt lindarvatn í Toppdósunum Þrátt fyrir að það sé ekki tiltekið á umbúðunum eða pakkningunni er Toppur í dós framleiddur og fluttur inn frá Svíþjóð. 30. apríl 2020 10:20