Karlarnir á kafi í byltingarkenndu verkefni Snorri Másson skrifar 22. ágúst 2021 08:01 Hópur metnaðarfullra Flateyinga og góðvina eyjunnar hafa reist slökkvistöð í eynni. Aðsend mynd Það er ekki mikið um nýbyggingar í Flatey, einu eyjunni í Breiðafirði þar sem enn er búseta árið um kring. Á þessari stundu er þó verið að byggja og það er mannvirki sem getur haft mikið að segja um afdrif annarra mannvirkja á svæðinu. Að sögn lesanda Vísis, sem vakti athygli fréttastofu á framkvæmdunum, var stemningin í eyjunni um síðustu helgi ekki ólík því sem gæti þekkst í afskekktu Amish-samfélagi, þar sem karlarnir í þorpinu taka höndum saman og leggja allt í sölurnar fyrir mikilvægt samfélagslegt verkefni. Hamarshöggin ómuðu frá því snemma á laugardagsmorgni og langt fram á sunnudagskvöld. Verkefnið er ný slökkvistöð, sem ábyrgðarmaður segir boða byltingu í eldvörnum í eyjunni. Slökkvistöðin mun leiða til þess að loks verður loks hægt að reiða sig á traktor og haugsugu, sem eru burðarstoðir í fyrstu björgum á staðnum. Slökkvibúnaðurinn fær nú að bíða í viðbragðsstöðu innandyra fullur af vatni, í stað þess að bíða í hirðuleysi úti á túni. Slökkvistöðin mun einnig gegna hlutverki alhliða öryggismiðstöðvar og meðal annars geyma sjúkrabúnað hvers konar.Aðsend mynd Átta hafa lögheimili í Flatey en það er meira í húfi en aðeins heimili þeirra, því eins og þekkt er búa ómetanleg verðmæti í Flatey. Við sögulegt gildi gamla þorpsins bætist að á síðustu árum hefur verið ráðist í endurbætur á nánast hverju einasta húsi í þorpinu. Þau hafa því raunar aldrei verið í betra ástandi og þeim mun meira ríður á að vera undir það versta búinn. Í því skyni verður umræddum slökkvibúnaði komið fyrir í nýju slökkvistöðinni – og svo verða brunaæfingar haldnar fyrir íbúa svo allir geti brugðist við. Átta hafa lögheimili í Flatey að vetri til en mun fleiri dveljast þar að sumri til.Kolbrún Ragna/Wikipedia Allir þurfa að kunna á eldvarnirnar Heimir Sigurðsson, stjórnarmaður í Flateyjarveitum, segir að framkvæmdirnar skipti miklu máli fyrir brunavarnir og öryggismál í Flatey. „Þetta er bylting í brunavörnum, og hugsað sem fyrsta skref í átt að því að hægt sé að bregðast við eldsvoða í Flatey, sem vonandi kemur svo aldrei,“ segir Heimir. Á eins fámennum stað skiptir miklu að bjargirnar séu aðgengilegar öllum. „Sérstaklega inni í þorpi er þetta erfitt. Þar er stutt á milli húsa og og því mikilvægt að geta brugðist hratt við með fyrstu bjargir. Þess vegna þarf þetta að vera einfalt í notkun,“ segir Heimir. Hingað til hafa menn treyst á dælur sem settar hafa verið í brunna eða í sjó en ekki er alltaf hægt að treysta á að nægt vatn sé fyrir hendi eða illa staðið á sjávarföllum. Í Breiðafirði getur munað allt að sex metrum á milli flóðs og fjöru. Framkvæmdin gengið ótrúlega vel Með tilkomu dráttarvélar og haugsugu, sem afkomendur Birgis og Birnu í Bentshúsi gáfu Flateyingum nú í sumar, verður hægt að vinna tíma til að undirbúa aðrar bjargir s.s. vatnsdælur og annað slíkt. Neysluvatn er flutt til Flateyjar með Breiðafjarðarferjunni Baldri en vatnsstaða á hverjum tíma getur verið mismikil og erfitt að treysta á það í slökkvistarfi. Framfarafélagið hefur tekið brunavarnamálin að nokkru leyti í eigin hendur, enda segir Heimir að skilningur ríki á því að lítið sveitarfélag eins og Reykhólahreppur hafi takmörkuð fjárráð. Því sé það samfélagsleg ábyrgð góðvina Flateyjar að afla fjár til svona verka og er það gert í samvinnu við félag sem þegar hefur reist þar vatnsveitu. Karlarnir við steyptan grunninn í upphafi verkefnisins. Staðið hefur til í nokkur ár að Reykhólahreppur byggði slökkistöð í Flatey en af ýmsum ástæðum hefur ekki orðið af því. Húseigendur í Flatey ákváðu í vetur að vinna með hreppnum að koma upp húsinu, að hluta með lántöku sem greiðist til baka með leigu og síðan með sjálfboðavinnu húseigenda og velunnara Flateyjar. Þessi framkvæmd hefur gengið vonum framar og er reiknað með að taka húsið í notkun í haust. Ferjan Baldur Reykhólahreppur Byggðamál Slökkvilið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Að sögn lesanda Vísis, sem vakti athygli fréttastofu á framkvæmdunum, var stemningin í eyjunni um síðustu helgi ekki ólík því sem gæti þekkst í afskekktu Amish-samfélagi, þar sem karlarnir í þorpinu taka höndum saman og leggja allt í sölurnar fyrir mikilvægt samfélagslegt verkefni. Hamarshöggin ómuðu frá því snemma á laugardagsmorgni og langt fram á sunnudagskvöld. Verkefnið er ný slökkvistöð, sem ábyrgðarmaður segir boða byltingu í eldvörnum í eyjunni. Slökkvistöðin mun leiða til þess að loks verður loks hægt að reiða sig á traktor og haugsugu, sem eru burðarstoðir í fyrstu björgum á staðnum. Slökkvibúnaðurinn fær nú að bíða í viðbragðsstöðu innandyra fullur af vatni, í stað þess að bíða í hirðuleysi úti á túni. Slökkvistöðin mun einnig gegna hlutverki alhliða öryggismiðstöðvar og meðal annars geyma sjúkrabúnað hvers konar.Aðsend mynd Átta hafa lögheimili í Flatey en það er meira í húfi en aðeins heimili þeirra, því eins og þekkt er búa ómetanleg verðmæti í Flatey. Við sögulegt gildi gamla þorpsins bætist að á síðustu árum hefur verið ráðist í endurbætur á nánast hverju einasta húsi í þorpinu. Þau hafa því raunar aldrei verið í betra ástandi og þeim mun meira ríður á að vera undir það versta búinn. Í því skyni verður umræddum slökkvibúnaði komið fyrir í nýju slökkvistöðinni – og svo verða brunaæfingar haldnar fyrir íbúa svo allir geti brugðist við. Átta hafa lögheimili í Flatey að vetri til en mun fleiri dveljast þar að sumri til.Kolbrún Ragna/Wikipedia Allir þurfa að kunna á eldvarnirnar Heimir Sigurðsson, stjórnarmaður í Flateyjarveitum, segir að framkvæmdirnar skipti miklu máli fyrir brunavarnir og öryggismál í Flatey. „Þetta er bylting í brunavörnum, og hugsað sem fyrsta skref í átt að því að hægt sé að bregðast við eldsvoða í Flatey, sem vonandi kemur svo aldrei,“ segir Heimir. Á eins fámennum stað skiptir miklu að bjargirnar séu aðgengilegar öllum. „Sérstaklega inni í þorpi er þetta erfitt. Þar er stutt á milli húsa og og því mikilvægt að geta brugðist hratt við með fyrstu bjargir. Þess vegna þarf þetta að vera einfalt í notkun,“ segir Heimir. Hingað til hafa menn treyst á dælur sem settar hafa verið í brunna eða í sjó en ekki er alltaf hægt að treysta á að nægt vatn sé fyrir hendi eða illa staðið á sjávarföllum. Í Breiðafirði getur munað allt að sex metrum á milli flóðs og fjöru. Framkvæmdin gengið ótrúlega vel Með tilkomu dráttarvélar og haugsugu, sem afkomendur Birgis og Birnu í Bentshúsi gáfu Flateyingum nú í sumar, verður hægt að vinna tíma til að undirbúa aðrar bjargir s.s. vatnsdælur og annað slíkt. Neysluvatn er flutt til Flateyjar með Breiðafjarðarferjunni Baldri en vatnsstaða á hverjum tíma getur verið mismikil og erfitt að treysta á það í slökkvistarfi. Framfarafélagið hefur tekið brunavarnamálin að nokkru leyti í eigin hendur, enda segir Heimir að skilningur ríki á því að lítið sveitarfélag eins og Reykhólahreppur hafi takmörkuð fjárráð. Því sé það samfélagsleg ábyrgð góðvina Flateyjar að afla fjár til svona verka og er það gert í samvinnu við félag sem þegar hefur reist þar vatnsveitu. Karlarnir við steyptan grunninn í upphafi verkefnisins. Staðið hefur til í nokkur ár að Reykhólahreppur byggði slökkistöð í Flatey en af ýmsum ástæðum hefur ekki orðið af því. Húseigendur í Flatey ákváðu í vetur að vinna með hreppnum að koma upp húsinu, að hluta með lántöku sem greiðist til baka með leigu og síðan með sjálfboðavinnu húseigenda og velunnara Flateyjar. Þessi framkvæmd hefur gengið vonum framar og er reiknað með að taka húsið í notkun í haust.
Ferjan Baldur Reykhólahreppur Byggðamál Slökkvilið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira