Hammarby tilkynnti á heimasíðu sinni að Berglind Björg hafi gert samning við félagið út 2022.
Hammarby er eins og er í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á eftir Íslendingaliðunum Rosengård og Häcken og á undan Íslendningaliðinu Kristianstad.
Berglind Björg spilaði áður með Le Havre í frönsku deildinni en hún hefur einnig spilað með AC Milan á Ítalíu og PSV Eindhoven í Hollandi á síðustu árum.
Berglind Björg er 29 ára gömul og hefur skorað 7 mörk í 52 landsleikjum og skoraði á sínum tíma 137 mörk í Pepsi Max deild kvenna með ÍBV, Breiðabliki og Fylki.
Berglind Björg spilaði síðast í Pepsi Max deildinni í fyrrasumar og var þá með 12 mörk í 9 leikjum áður en hún fór út til franska liðsins Le Havre.