Rasmus: Hefðum átt að ljúka þessum leik fyrr Árni Jóhannsson skrifar 15. ágúst 2021 21:32 Rasmus Christiansen var mjög ánægður með sigurinn í kvöld Vísir/Bára Dröfn Valur lagði Keflavík að velli á Hlíðarenda fyrr í kvöld 2-1. Leikurinn var hluti af 17. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu en Sigurður Egill Lárusson skoraði bæði mörk Keflvíkinga. Rasmus Christiansen stóð í ströngu í vörn heimamanna á löngum köflum en Keflvíkingar reyndu eins og þeir gátu í lok leiksins að jafna metin. Rasmus var gríðarlega ánægður með að hafa landað öllum stigunum. „Við erum virkilega sáttir með þessi þrjú stig“, sagði Rasmus og var sýnilega létt að leiknum hafi lokið með sigri hans manna. „Sigurinn var það sem skipti öllu máli. Frammistaðan og spilamennskan var mjög fín hjá okkur en við hefðum getað skorað ennþá fleiri mörk og hefðum mátt ljúka þessum leik fyrr. Það var algjör óþarfi að gera þetta svona spennandi í lokin. Við vorum með góða stjórn á þessum leik og það gekk ágætlega á löngum köflum. Komum fínt út í seinni hálfleikinn en fáum á okkur mark sem gerir þetta að leik aftur. Við hefðum mátt vera betrí færunum og lokasendingunum og það hefði getað lokað þessum leik fyrr. Frammistaðan var alveg þannig að við áttum það skilið.“ Rasmus var þá spurður að því hvort reynsla Valsmanna í að ljúka leikjum hefði skipt sköpum í kvöld. „Það getur vel verið og það lítur kannski þannig út. Maður er ekkert að hugsa út í það á meðan leik stendur en það er fín pæling hjá þér. Fyrst og fremst hefðum viljað skora fleiri mörk í kvöld því við spiluðum vel og sköpuðum fullt af færum.“ Að lokum var Rasmus spurður út í mikilvægi þess að vinna í kvöld. Liðin í næstu sætum eru skammt undan og skipta öll stig máli núna þegar lítið er eftir af móti. „Já það skipti öllu máli að vinna þessi þrjú stig. Við áttum það líka alveg skilið eins og ég hef sagt áður.“ Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
„Við erum virkilega sáttir með þessi þrjú stig“, sagði Rasmus og var sýnilega létt að leiknum hafi lokið með sigri hans manna. „Sigurinn var það sem skipti öllu máli. Frammistaðan og spilamennskan var mjög fín hjá okkur en við hefðum getað skorað ennþá fleiri mörk og hefðum mátt ljúka þessum leik fyrr. Það var algjör óþarfi að gera þetta svona spennandi í lokin. Við vorum með góða stjórn á þessum leik og það gekk ágætlega á löngum köflum. Komum fínt út í seinni hálfleikinn en fáum á okkur mark sem gerir þetta að leik aftur. Við hefðum mátt vera betrí færunum og lokasendingunum og það hefði getað lokað þessum leik fyrr. Frammistaðan var alveg þannig að við áttum það skilið.“ Rasmus var þá spurður að því hvort reynsla Valsmanna í að ljúka leikjum hefði skipt sköpum í kvöld. „Það getur vel verið og það lítur kannski þannig út. Maður er ekkert að hugsa út í það á meðan leik stendur en það er fín pæling hjá þér. Fyrst og fremst hefðum viljað skora fleiri mörk í kvöld því við spiluðum vel og sköpuðum fullt af færum.“ Að lokum var Rasmus spurður út í mikilvægi þess að vinna í kvöld. Liðin í næstu sætum eru skammt undan og skipta öll stig máli núna þegar lítið er eftir af móti. „Já það skipti öllu máli að vinna þessi þrjú stig. Við áttum það líka alveg skilið eins og ég hef sagt áður.“
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira