Nálgast Kabúl óðfluga Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2021 14:03 Meðlimir Talíbana standa vörð í borginni Kunduz í norður Afganistan. Vísir/AP Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. Talíbanar stjórna nú stærstum hluta norður Afganistan og flestum stærstum borgunum þar. Forseti Afganistan, Ashraf Ghani, sagði í morgun að hann ætlaði sér ekki að láta þessi átök kosta fleiri Afgani lífið. Hann gaf þó ekkert uppi um hvernig hann ætlaði að fara að því þegar hann ávarpaði þjóðina í morgun. Hann lét þó fylgja að viðræður stæðu yfir með það að markmiði að binda endi á átökin. Búist var við að hann myndi láta af embætti en svo fór ekki. Hann hrósaði hins vegar hugrekki öryggissveita landsins. Þúsundir hermanna afganska hersins hafa hins vegar lagst flatir fyrir Talíbönunum og afhent þeim vopn sín. Háttsettir menn innan hersins eru sagðir hafa samið um uppgjöf við Talíbani gegn vernd. Talíbanar nálgast nú höfuðborgina sjálfa Kabúl. Hörð átök eru í borginni Maidan Shar sem er um fjörutíu kílómetra í burtu frá Kabúl. Það samsvarar gróflega vegalengdinni á milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Fréttaveita AP greinir frá því að hersveitir Talíbana séu nú í Char Asyab-héraði, 11 kílómetrum frá Kabúl. Bandarískir hermenn í Kabúl eru sagðir hafa getu til að flytja þúsundir frá borginni á hverjum degi. Evrópsk lönd vinna nú hörðum höndum að því að koma borgurum sínum úr landinu. Kanadísk yfirvöld hafa boðað að þau muni taka við 20 þúsund flóttamönnum frá Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að ástandið í landinu sé orðið stjórnlaust sem muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir afgönsku þjóðina. Atlantshafsbandalagið Nató boðaði til neyðarfundar í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í kjölfarið að yfirráð Talíbana yrðu aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Afganistan Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Talíbanar stjórna nú stærstum hluta norður Afganistan og flestum stærstum borgunum þar. Forseti Afganistan, Ashraf Ghani, sagði í morgun að hann ætlaði sér ekki að láta þessi átök kosta fleiri Afgani lífið. Hann gaf þó ekkert uppi um hvernig hann ætlaði að fara að því þegar hann ávarpaði þjóðina í morgun. Hann lét þó fylgja að viðræður stæðu yfir með það að markmiði að binda endi á átökin. Búist var við að hann myndi láta af embætti en svo fór ekki. Hann hrósaði hins vegar hugrekki öryggissveita landsins. Þúsundir hermanna afganska hersins hafa hins vegar lagst flatir fyrir Talíbönunum og afhent þeim vopn sín. Háttsettir menn innan hersins eru sagðir hafa samið um uppgjöf við Talíbani gegn vernd. Talíbanar nálgast nú höfuðborgina sjálfa Kabúl. Hörð átök eru í borginni Maidan Shar sem er um fjörutíu kílómetra í burtu frá Kabúl. Það samsvarar gróflega vegalengdinni á milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Fréttaveita AP greinir frá því að hersveitir Talíbana séu nú í Char Asyab-héraði, 11 kílómetrum frá Kabúl. Bandarískir hermenn í Kabúl eru sagðir hafa getu til að flytja þúsundir frá borginni á hverjum degi. Evrópsk lönd vinna nú hörðum höndum að því að koma borgurum sínum úr landinu. Kanadísk yfirvöld hafa boðað að þau muni taka við 20 þúsund flóttamönnum frá Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að ástandið í landinu sé orðið stjórnlaust sem muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir afgönsku þjóðina. Atlantshafsbandalagið Nató boðaði til neyðarfundar í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í kjölfarið að yfirráð Talíbana yrðu aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu.
Afganistan Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna