Nálgast Kabúl óðfluga Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2021 14:03 Meðlimir Talíbana standa vörð í borginni Kunduz í norður Afganistan. Vísir/AP Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. Talíbanar stjórna nú stærstum hluta norður Afganistan og flestum stærstum borgunum þar. Forseti Afganistan, Ashraf Ghani, sagði í morgun að hann ætlaði sér ekki að láta þessi átök kosta fleiri Afgani lífið. Hann gaf þó ekkert uppi um hvernig hann ætlaði að fara að því þegar hann ávarpaði þjóðina í morgun. Hann lét þó fylgja að viðræður stæðu yfir með það að markmiði að binda endi á átökin. Búist var við að hann myndi láta af embætti en svo fór ekki. Hann hrósaði hins vegar hugrekki öryggissveita landsins. Þúsundir hermanna afganska hersins hafa hins vegar lagst flatir fyrir Talíbönunum og afhent þeim vopn sín. Háttsettir menn innan hersins eru sagðir hafa samið um uppgjöf við Talíbani gegn vernd. Talíbanar nálgast nú höfuðborgina sjálfa Kabúl. Hörð átök eru í borginni Maidan Shar sem er um fjörutíu kílómetra í burtu frá Kabúl. Það samsvarar gróflega vegalengdinni á milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Fréttaveita AP greinir frá því að hersveitir Talíbana séu nú í Char Asyab-héraði, 11 kílómetrum frá Kabúl. Bandarískir hermenn í Kabúl eru sagðir hafa getu til að flytja þúsundir frá borginni á hverjum degi. Evrópsk lönd vinna nú hörðum höndum að því að koma borgurum sínum úr landinu. Kanadísk yfirvöld hafa boðað að þau muni taka við 20 þúsund flóttamönnum frá Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að ástandið í landinu sé orðið stjórnlaust sem muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir afgönsku þjóðina. Atlantshafsbandalagið Nató boðaði til neyðarfundar í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í kjölfarið að yfirráð Talíbana yrðu aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Afganistan Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira
Talíbanar stjórna nú stærstum hluta norður Afganistan og flestum stærstum borgunum þar. Forseti Afganistan, Ashraf Ghani, sagði í morgun að hann ætlaði sér ekki að láta þessi átök kosta fleiri Afgani lífið. Hann gaf þó ekkert uppi um hvernig hann ætlaði að fara að því þegar hann ávarpaði þjóðina í morgun. Hann lét þó fylgja að viðræður stæðu yfir með það að markmiði að binda endi á átökin. Búist var við að hann myndi láta af embætti en svo fór ekki. Hann hrósaði hins vegar hugrekki öryggissveita landsins. Þúsundir hermanna afganska hersins hafa hins vegar lagst flatir fyrir Talíbönunum og afhent þeim vopn sín. Háttsettir menn innan hersins eru sagðir hafa samið um uppgjöf við Talíbani gegn vernd. Talíbanar nálgast nú höfuðborgina sjálfa Kabúl. Hörð átök eru í borginni Maidan Shar sem er um fjörutíu kílómetra í burtu frá Kabúl. Það samsvarar gróflega vegalengdinni á milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Fréttaveita AP greinir frá því að hersveitir Talíbana séu nú í Char Asyab-héraði, 11 kílómetrum frá Kabúl. Bandarískir hermenn í Kabúl eru sagðir hafa getu til að flytja þúsundir frá borginni á hverjum degi. Evrópsk lönd vinna nú hörðum höndum að því að koma borgurum sínum úr landinu. Kanadísk yfirvöld hafa boðað að þau muni taka við 20 þúsund flóttamönnum frá Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að ástandið í landinu sé orðið stjórnlaust sem muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir afgönsku þjóðina. Atlantshafsbandalagið Nató boðaði til neyðarfundar í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í kjölfarið að yfirráð Talíbana yrðu aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu.
Afganistan Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira