Dominick Drexler kom heimamönnum yfir eftir rúmlega hálftíma leik, og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Það leit allt út fyrir að Schalke myndi landa sigrinum, en varamaðurinn Sascha Hartel jafnaði metin fyri gestina þegar aðeins um fjórar mínútur voru til leiksloka.
Eftir þrjá leiki á nýju tímabili í þýsku B-deildinni eru Guðlaugur Victor og félagar í Schalke með einn sigur, eitt jafntfli og eitt tap í sjötta sæti. Aue er hinsvegar í 11. sæti með þrjú þrjú stig eftir þrjú jafntefli í þremur leikjum.