Sigurður Guðmundsson gefur listaverk að verðmæti 125 milljóna króna Árni Sæberg skrifar 12. ágúst 2021 14:50 Sigurður Guðmundsson er einn virtasti myndlistarmaður landsins. Ars longa Ars longa, nýstofnuðu alþjóðlegu samtímalistasafni staðsettu á Djúpavogi, hefur borist listaverkagjöf tuttugu og sjö listaverka eftir myndlistarmanninn Sigurð Guðmundsson. Öll verkin má finna á sýningu Sigurðar, Alheimurinn er ljóð, sem opnuð var í Bræðslunni á Djúpavogi 10. júlí og stendur til 15. ágúst næstkomandi. Sýningin er sú síðasta sem haldin er í Bræðslunni eftir átta ára samfellt sýningarhald. Samkvæmt tilkynningu frá Ars longa spanna verkin sem tilheyra listaverkagjöf Sigurðar meira en fimmtíu ára tímabil af ferli hans. Samanlagt verðmat verkanna eru rúmar 125 milljónir króna eða rúmlega ein milljón Bandaríkjadala. Ars longa samtímalistasafn hefur því eignast stærstu safneign af verkum Sigurðar á landsvísu og mörg þeirra talin lykilverk í ferli listamannsins. Aðeins Stedelijk Museum í Amsterdam á stærri safneign af verkum Sigurðar en það á fimmtíu og sjö verk eftir hann. Sigurður Guðmundsson, sem er ásamt Þór Vigfússyni, stofnandi hins nýja safns, segist vona að innan fárra ára verði þessi safneign orðin lítil innan um ný aðföng af listaverkum eftir samtímalistamenn jafnt erlendra sem íslenskra listamanna. Listaverkagjöfin verður flutt að lokinni sýningu í ný húsakynni Ars longa sem mun verða við voginn á Djúpavogi. Ars longa – samtímalistasafn ses. er sjálfeignarstofnun sem heldur um starfsemi og rekstur sjálfstæðs listasafns á Djúpavogi. Stofnendur eru myndlistarmennirnir Sigurður Guðmundsson og Þór Vigfússon sem stýra faglegu starfi í samvinnu við sitjandi stjórn. Markmið með stofnun safns fyrir alþjóðlega myndlist á Djúpavogi er að safna og varðveita listaverkaeign eftir íslenska og alþjóðlega listamenn, vera leiðandi vettvangur alþjóðlegrar samtímalistar á Íslandi og efla tengsl og samvinnu við listamenn og aðra fagaðila á alþjóðavísu með metnaðarfullu sýningarhaldi. Sjálfstætt safn fyrir alþjóðlega samtímalist á Djúpavogi á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Listin er tengivagn við hinn stóra heim með öflugri og metnaðarfullri starfsemi sem ætlað er að endurspegla strauma og stefnur samtímalistarinnar. Múlaþing Myndlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Ars longa spanna verkin sem tilheyra listaverkagjöf Sigurðar meira en fimmtíu ára tímabil af ferli hans. Samanlagt verðmat verkanna eru rúmar 125 milljónir króna eða rúmlega ein milljón Bandaríkjadala. Ars longa samtímalistasafn hefur því eignast stærstu safneign af verkum Sigurðar á landsvísu og mörg þeirra talin lykilverk í ferli listamannsins. Aðeins Stedelijk Museum í Amsterdam á stærri safneign af verkum Sigurðar en það á fimmtíu og sjö verk eftir hann. Sigurður Guðmundsson, sem er ásamt Þór Vigfússyni, stofnandi hins nýja safns, segist vona að innan fárra ára verði þessi safneign orðin lítil innan um ný aðföng af listaverkum eftir samtímalistamenn jafnt erlendra sem íslenskra listamanna. Listaverkagjöfin verður flutt að lokinni sýningu í ný húsakynni Ars longa sem mun verða við voginn á Djúpavogi. Ars longa – samtímalistasafn ses. er sjálfeignarstofnun sem heldur um starfsemi og rekstur sjálfstæðs listasafns á Djúpavogi. Stofnendur eru myndlistarmennirnir Sigurður Guðmundsson og Þór Vigfússon sem stýra faglegu starfi í samvinnu við sitjandi stjórn. Markmið með stofnun safns fyrir alþjóðlega myndlist á Djúpavogi er að safna og varðveita listaverkaeign eftir íslenska og alþjóðlega listamenn, vera leiðandi vettvangur alþjóðlegrar samtímalistar á Íslandi og efla tengsl og samvinnu við listamenn og aðra fagaðila á alþjóðavísu með metnaðarfullu sýningarhaldi. Sjálfstætt safn fyrir alþjóðlega samtímalist á Djúpavogi á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Listin er tengivagn við hinn stóra heim með öflugri og metnaðarfullri starfsemi sem ætlað er að endurspegla strauma og stefnur samtímalistarinnar.
Múlaþing Myndlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira