Landssamtökin Þroskahjálp og utanríkisráðuneytið styðja við samfélagsþátttöku fatlaðra barna í Malaví Heimsljós 12. ágúst 2021 13:56 Mynd frá Malaví, skólabörn í tjaldi. Utanríkisráðuneytið Markmið verkefnisins er að auka möguleika fatlaðra barna til náms og þátttöku í samfélaginu. Landssamtökin Þorskahjálp fengu nýverið vilyrði fyrir styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að styðja við menntun og samfélagsþáttöku fatlaðra barna í Mangochi-héraði í Malaví. Markmið verkefnisins er að auka möguleika fatlaðra barna til náms og þátttöku í samfélaginu og vinna að vitundarvakningu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en stjórnvöld í Malaví gerðust aðili að samningnum árið 2009. Þroskahjálp greindi frá því í frétt sinni að telja megi víst að áhrif heimsfaraldursins muni gera stöðu fatlaðs fólks enn erfiðari á næstu árum og að því sé brýnt að gæta að viðkvæmustu hópum í öllu uppbyggingarstarfi. „Þroskahjálp leggur í öllu starfi sínu mikla áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og við lítum svo á að mannréttindastarf einskorðast ekki við lönd og landsvæði. Barátta Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir mannréttindum fatlaðs fólks nær því til alls fatlaðs fólks, hvarvetna í heiminum,” segir Anna Lára Steindal verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Unnið verður að því að gera þarfagreiningu og frumkönnun á umfangi málaflokksins í Mangochi, þ.e. hversu mörg fötluð börn búa í héraðinu, hversu mörg þeirra ganga í skóla, hvernig er þátttöku þeirra í almennu lífi barna háttað, hver eru viðhorf til fatlaðs fólks, þekking á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Verkefnið mun koma til framkvæmdar í Mangochi-héraði í Malaví þar sem Ísland sinnir einnig tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfi við héraðsyfirvöld. Verkefnið er fyrst og fremst mannréttindaverkefni sem stefnir að því að tryggja mannréttindi fatlaðra barna í Mangochi. Þroskahjálp vinnur í samvinnu við FEDOMA, samtökum fatlaðs fólks í Malaví og verður hluti verkefnisins stuðningur við starfsemi þeirra á svæðinu. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent
Landssamtökin Þorskahjálp fengu nýverið vilyrði fyrir styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að styðja við menntun og samfélagsþáttöku fatlaðra barna í Mangochi-héraði í Malaví. Markmið verkefnisins er að auka möguleika fatlaðra barna til náms og þátttöku í samfélaginu og vinna að vitundarvakningu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en stjórnvöld í Malaví gerðust aðili að samningnum árið 2009. Þroskahjálp greindi frá því í frétt sinni að telja megi víst að áhrif heimsfaraldursins muni gera stöðu fatlaðs fólks enn erfiðari á næstu árum og að því sé brýnt að gæta að viðkvæmustu hópum í öllu uppbyggingarstarfi. „Þroskahjálp leggur í öllu starfi sínu mikla áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og við lítum svo á að mannréttindastarf einskorðast ekki við lönd og landsvæði. Barátta Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir mannréttindum fatlaðs fólks nær því til alls fatlaðs fólks, hvarvetna í heiminum,” segir Anna Lára Steindal verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Unnið verður að því að gera þarfagreiningu og frumkönnun á umfangi málaflokksins í Mangochi, þ.e. hversu mörg fötluð börn búa í héraðinu, hversu mörg þeirra ganga í skóla, hvernig er þátttöku þeirra í almennu lífi barna háttað, hver eru viðhorf til fatlaðs fólks, þekking á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Verkefnið mun koma til framkvæmdar í Mangochi-héraði í Malaví þar sem Ísland sinnir einnig tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfi við héraðsyfirvöld. Verkefnið er fyrst og fremst mannréttindaverkefni sem stefnir að því að tryggja mannréttindi fatlaðra barna í Mangochi. Þroskahjálp vinnur í samvinnu við FEDOMA, samtökum fatlaðs fólks í Malaví og verður hluti verkefnisins stuðningur við starfsemi þeirra á svæðinu. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent