Flestir sem smitast hafa í hópi bólusettra hafi fengið Janssen Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2021 22:55 Rúmlega 255 þúsund manns hafa verið fullbólusettir hér á landi. Vísir/vilhelm Flestir þeirra sem höfðu verið bólusettir en greindust engu að síður með kórónuveiruna í þeirri bylgju faraldursins sem nú stendur yfir höfðu fengið bóluefni Janssen. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu og vísar til gagna sem fréttastofan kallaði eftir frá Almannavörnum. Þar kemur fram að flestir þeirra sem smitast hafa í þessari bylgju og voru bólusettir, eða 637, hafi fengið bóluefni Janssen. Þá hafi 420 hinna smitaða fengið Pfizer, 270 hafi fengið AstraZeneca og 59 fengið Moderna. Í þessu samhengi er vert að nefna að langstærstur hluti þeirra sem fullbólusettir hafa verið hér á landi hafa fengið bóluefni Pfizer, eða um 127 þúsund manns, samkvæmt tölfræði á bóluefnavef Almannavarna og Landlæknis. Rúmlega 55 þúsund hafa þá fengið AstraZeneca, 53 þúsund Janssen og rúm 20 þúsund Moderna. Sé miðað við þessar tölur, og uppgefnar tölur smitaðra sem þegar voru bólusettir sést að hlutfall smitaðra sem fengið hafa bóluefni er hæst meðal Janssen-þega, eða um 1,2 prósent. Næst hæst er hlutfallið hjá þeim sem fengu AstraZeneca, rétt tæpt hálft prósent. Hlutfallið er þá um 0,33 prósent hjá bólusettum með Pfizer og 0,3 hjá bólusettum með Moderna. Í umfjöllun RÚV kemur þá fram að flestir sem smitast hafa í þessari fjórðu Bylgju séu á aldrinum 20 til 39 ára, en ungt fólk var uppistaða þess hóps sem fékk bóluefni Janssen hér á landi. Nú stendur yfir örvunarbólusetning þeirra sem fengu Janssen fyrr á árinu, sem var aðeins gefið í einum skammti, og er þá bólusett með Moderna eða Pfizer. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Auknar tekjur Isavia muni koma úr vasa innlendra framleiðenda Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur Isavia muni koma úr vasa innlendra framleiðenda Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Sjá meira
Fréttastofa RÚV greinir frá þessu og vísar til gagna sem fréttastofan kallaði eftir frá Almannavörnum. Þar kemur fram að flestir þeirra sem smitast hafa í þessari bylgju og voru bólusettir, eða 637, hafi fengið bóluefni Janssen. Þá hafi 420 hinna smitaða fengið Pfizer, 270 hafi fengið AstraZeneca og 59 fengið Moderna. Í þessu samhengi er vert að nefna að langstærstur hluti þeirra sem fullbólusettir hafa verið hér á landi hafa fengið bóluefni Pfizer, eða um 127 þúsund manns, samkvæmt tölfræði á bóluefnavef Almannavarna og Landlæknis. Rúmlega 55 þúsund hafa þá fengið AstraZeneca, 53 þúsund Janssen og rúm 20 þúsund Moderna. Sé miðað við þessar tölur, og uppgefnar tölur smitaðra sem þegar voru bólusettir sést að hlutfall smitaðra sem fengið hafa bóluefni er hæst meðal Janssen-þega, eða um 1,2 prósent. Næst hæst er hlutfallið hjá þeim sem fengu AstraZeneca, rétt tæpt hálft prósent. Hlutfallið er þá um 0,33 prósent hjá bólusettum með Pfizer og 0,3 hjá bólusettum með Moderna. Í umfjöllun RÚV kemur þá fram að flestir sem smitast hafa í þessari fjórðu Bylgju séu á aldrinum 20 til 39 ára, en ungt fólk var uppistaða þess hóps sem fékk bóluefni Janssen hér á landi. Nú stendur yfir örvunarbólusetning þeirra sem fengu Janssen fyrr á árinu, sem var aðeins gefið í einum skammti, og er þá bólusett með Moderna eða Pfizer.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Auknar tekjur Isavia muni koma úr vasa innlendra framleiðenda Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur Isavia muni koma úr vasa innlendra framleiðenda Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Sjá meira