Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Gríðarlegt álag er á göngudeild fyrir Covid sjúklinga á Landspítalanum, en þar eru nú meðal annars að leggjast inn aldraðir erlendir ferðamenn. Áhyggjur eru nú af því að veiran berist í auknum mæli í eldri hópa hér innanlands. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd 0:00
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið

      Staðan í skólum landsins verður skoðuð en lagt verður upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum í haust þrátt fyrir samkomutakmarkanir.

      Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum.

      Og við kíkjum í heimsókn í sérhannað kynlífsherbergi en innbú þess er til sölu. Seljandi segir mikinn áhuga á herlegheitunum.

      Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×