Staðan í skólum landsins verður skoðuð en lagt verður upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum í haust þrátt fyrir samkomutakmarkanir.
Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum.
Og við kíkjum í heimsókn í sérhannað kynlífsherbergi en innbú þess er til sölu. Seljandi segir mikinn áhuga á herlegheitunum.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.