Ganga á bak orða sinna um reikigjöld í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 16:00 Vodafone er annað fjarskiptafyrirtækið í Bretlandi sem hefur tilkynnt að það ætli að taka aftur upp reikigjöld í Evrópu. Vísir/EPA Tvö fjarskiptafyrirtæki í Bretlandi hafa nú tilkynnt um fyrirætlanir sínar um að ganga á bak orða sinna og rukka viðskiptavini sína um svonefnd reikigjöld þegar þeir ferðast til Evrópu. Breytingin hefur ekki áhrif á íslenska ferðalanga í Bretlandi. Vodafone í Bretlandi tilkynnti að það ætlaði að taka upp reikigjöld innan Evrópu aftur frá og með janúar. Gjaldið verður að minnsta kosti eitt pund, jafnvirði um 175 íslenskra króna. Breytingin er aðeins sögð ná til nýrra viðskipta og þeirra sem skipta um áskriftarleiðir frá og með deginum í dag. Núverandi viðskiptavinir verði ekki rukkaðir um gjaldið á meðan þeir eru í sömu áskriftarleið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði keppinauturinn EE tilkynnt um sambærileg gjöld í júní en þau taka einnig gildi í byrjun næsta árs. Reikigjöld af símtölum, smáskilaboðum og netnotkun sem fjarskiptafyrirtæki rukkuðu viðskiptavini sína um þegar þeir voru erlendis voru bönnuð innan Evrópusambandsins með reglugerð sem tók gildi í júní árið 2017. Linda Garðarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Vodafone á Íslandi, staðfestir við Vísi að ákvörðun breskra fjarskiptafyrirtækja hafi ekki nein áhrif á reikigjöld viðskiptavina Vodafone á Íslandi þegar þeir ferðast til Bretlands. Upphaflega sögðust bresku fjarskiptafyrirtækin ekki ætla að taka upp reikigjöldin á ný eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Gjöldin voru ekki bönnuð með viðskiptasamningnum sem bresk stjórnvöld og Evrópusambandið skrifuðu undir í desember þó að fjarskiptafyrirtækin væru hvött til að halda gjaldskrám sínum „gegnsæjum og sanngjörnum“. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig Vodafone á Íslandi. Fjarskipti Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vodafone í Bretlandi tilkynnti að það ætlaði að taka upp reikigjöld innan Evrópu aftur frá og með janúar. Gjaldið verður að minnsta kosti eitt pund, jafnvirði um 175 íslenskra króna. Breytingin er aðeins sögð ná til nýrra viðskipta og þeirra sem skipta um áskriftarleiðir frá og með deginum í dag. Núverandi viðskiptavinir verði ekki rukkaðir um gjaldið á meðan þeir eru í sömu áskriftarleið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði keppinauturinn EE tilkynnt um sambærileg gjöld í júní en þau taka einnig gildi í byrjun næsta árs. Reikigjöld af símtölum, smáskilaboðum og netnotkun sem fjarskiptafyrirtæki rukkuðu viðskiptavini sína um þegar þeir voru erlendis voru bönnuð innan Evrópusambandsins með reglugerð sem tók gildi í júní árið 2017. Linda Garðarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Vodafone á Íslandi, staðfestir við Vísi að ákvörðun breskra fjarskiptafyrirtækja hafi ekki nein áhrif á reikigjöld viðskiptavina Vodafone á Íslandi þegar þeir ferðast til Bretlands. Upphaflega sögðust bresku fjarskiptafyrirtækin ekki ætla að taka upp reikigjöldin á ný eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Gjöldin voru ekki bönnuð með viðskiptasamningnum sem bresk stjórnvöld og Evrópusambandið skrifuðu undir í desember þó að fjarskiptafyrirtækin væru hvött til að halda gjaldskrám sínum „gegnsæjum og sanngjörnum“. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig Vodafone á Íslandi.
Fjarskipti Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf