Bætti á sig vöðvum til að bjarga ferlinum á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 13:30 Donny stefnir á að brosa meira á komandi leiktíð. EPA-EFE/Laurence Griffiths Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því að félagið keypti hann frá Ajax. Leikmaðurinn nýtti það litla sumarfrí sem hann fékk til að bæta á sig vöðvum og virðist ætla að láta til sín taka í vetur eftir að hafa eytt nær öllu síðasta tímabili á varamannabekknum. Eftir að myndir birtust af æfingum Manchester United á undirbúningstímabilinu var einn leikmaður sem stóð upp úr. Hollenski miðjumaðurinn virkaði mun breiðari og meiri en á síðustu leiktíð. Samkvæmt heimildum The Telegraph er hann með eitt markmið í hug, að sýna sig og sanna á komandi tímabili. Donny átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og náði ekki að sína sýnar bestu hliðar. Hann er talinn sterkari og sneggri nú heldur en þá segir í frétt The Telegraph. Ástæðan er einföld, Donny nýtti allan þann frítíma sem hann fékk í sumar til að byggja upp vöðvamassa í þeirri von um að tryggja sér byrjunarliðssæti hjá Manchester United í vetur. How Donny van de Beek bulked up to save his Manchester United career @TelegraphDucker https://t.co/dRYtE03Ayf— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 9, 2021 Margir hefðu brotnað eftir að meiðast skömmu áður en Evrópumótið fór af stað. Í stað þess ákvað De Beek að fara strax í stutt frí, hreinsa hugann og þaðan rakleiðis í ræktina. „Hann hefur bætt á sig vöðvum. Hann fékk síðasta tímabil til að venjast enskum fótbolta og hefur nýtt sumarið vel. Þú veist aldrei hvernig leikmenn koma inn í deildina, sumir þurfa ár til að venjast henni. Þú sérð Fred og þróun hans en svo eru leikmenn sem koma inn með látum.“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir vináttuleik á dögunum. Þó Van de Beek hafi verið orðaður við fjölda liða frá því í janúar þá hefur hann lítinn sem engan áhuga á að skipta um lið. Í laumi vonast Donny eflaust til að innkoma Raphaël Varane hjálpi honum þar sem Ole stefnir á að spila með sóknarsinnaðri miðju en á síðustu leiktíð. Á meðan framtíð Paul Pogba er óráðin gæti vel verið að Solskjær horfi til Donny frekar þar sem hann veit að þar er leikmaður sem virðist tilbúinn að gera hvað sem er til að spila reglulega fyrir Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Eftir að myndir birtust af æfingum Manchester United á undirbúningstímabilinu var einn leikmaður sem stóð upp úr. Hollenski miðjumaðurinn virkaði mun breiðari og meiri en á síðustu leiktíð. Samkvæmt heimildum The Telegraph er hann með eitt markmið í hug, að sýna sig og sanna á komandi tímabili. Donny átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og náði ekki að sína sýnar bestu hliðar. Hann er talinn sterkari og sneggri nú heldur en þá segir í frétt The Telegraph. Ástæðan er einföld, Donny nýtti allan þann frítíma sem hann fékk í sumar til að byggja upp vöðvamassa í þeirri von um að tryggja sér byrjunarliðssæti hjá Manchester United í vetur. How Donny van de Beek bulked up to save his Manchester United career @TelegraphDucker https://t.co/dRYtE03Ayf— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 9, 2021 Margir hefðu brotnað eftir að meiðast skömmu áður en Evrópumótið fór af stað. Í stað þess ákvað De Beek að fara strax í stutt frí, hreinsa hugann og þaðan rakleiðis í ræktina. „Hann hefur bætt á sig vöðvum. Hann fékk síðasta tímabil til að venjast enskum fótbolta og hefur nýtt sumarið vel. Þú veist aldrei hvernig leikmenn koma inn í deildina, sumir þurfa ár til að venjast henni. Þú sérð Fred og þróun hans en svo eru leikmenn sem koma inn með látum.“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir vináttuleik á dögunum. Þó Van de Beek hafi verið orðaður við fjölda liða frá því í janúar þá hefur hann lítinn sem engan áhuga á að skipta um lið. Í laumi vonast Donny eflaust til að innkoma Raphaël Varane hjálpi honum þar sem Ole stefnir á að spila með sóknarsinnaðri miðju en á síðustu leiktíð. Á meðan framtíð Paul Pogba er óráðin gæti vel verið að Solskjær horfi til Donny frekar þar sem hann veit að þar er leikmaður sem virðist tilbúinn að gera hvað sem er til að spila reglulega fyrir Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti