Eriksen sendi hjartnæma kveðju á níu ára stúlku Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2021 07:01 Eriksen sendi stúlkunni ungu baráttukveðjur. Stuart Franklin/Pool via AP Danski fótboltamaðurinn Christian Eriksen sendi í gær kveðju á unga stúlku, Evie Martin, sem er á leið í samskonar hjartaaðgerð og Daninn fór í eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á EM í sumar. Nicci Martin, móðir Evie, deildi kveðju Eriksens á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Evie glímir við hjartagalla og þarf að fá ígræddan í sig gangráð, sem viðheldur eðlilegum hjartslætti. Eriksen þekkir það, en slík græja var grædd í hann í sumar eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmekur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn í júní. Evie er mikill aðdáandi danska leikmannsins og sendi á hann bréf varðandi aðgerðina. Eriksen var snöggur til svars og sendi myndbandskveðju á ungu stúlkuna þar sem hann hvatti hana til dáða. „Takk fyrir fallegt bréf, ég las það í gegn í kvöld. Ég vona að þú hafir það bærilegt í aðdraganda aðgerðarinnar. Ég þekki það sjálfur að það er aldrei gaman að vera á spítala, en ég er viss um að læknarnir vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Eriksen í kveðjunni. „Þeir munu hjálpa þér í gegnum þetta og ég er viss um að þú getir snúið aftur til eðlilegs daglegs lífs fljótlega eftir á. Það var þannig hjá mér og ég er viss um að það verði eins hjá þér,“ sagði Eriksen jafnframt og bætti við: „Ég vildi bara óska þér alls hins besta og kannski náum við að hittast einhvern tíma í framtíðinni.“ Óvissa ríkir um framhaldið hjá þeim danska en hann sneri aftur til félagsliðs síns, Internazionale í Mílanó, fyrir helgi. Samkvæmt reglum á Ítalíu má ekki leika knattspyrnu þar í landi með gangráð. Það má hins vegar annars staðar, til að mynda á Englandi og í Hollandi, en Eriksen mun ganga undir frekari rannsóknir og endurhæfingu á Ítalíu á meðan næstu skref hans verða metin. Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM. 5. ágúst 2021 15:01 Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira
Nicci Martin, móðir Evie, deildi kveðju Eriksens á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Evie glímir við hjartagalla og þarf að fá ígræddan í sig gangráð, sem viðheldur eðlilegum hjartslætti. Eriksen þekkir það, en slík græja var grædd í hann í sumar eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmekur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn í júní. Evie er mikill aðdáandi danska leikmannsins og sendi á hann bréf varðandi aðgerðina. Eriksen var snöggur til svars og sendi myndbandskveðju á ungu stúlkuna þar sem hann hvatti hana til dáða. „Takk fyrir fallegt bréf, ég las það í gegn í kvöld. Ég vona að þú hafir það bærilegt í aðdraganda aðgerðarinnar. Ég þekki það sjálfur að það er aldrei gaman að vera á spítala, en ég er viss um að læknarnir vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Eriksen í kveðjunni. „Þeir munu hjálpa þér í gegnum þetta og ég er viss um að þú getir snúið aftur til eðlilegs daglegs lífs fljótlega eftir á. Það var þannig hjá mér og ég er viss um að það verði eins hjá þér,“ sagði Eriksen jafnframt og bætti við: „Ég vildi bara óska þér alls hins besta og kannski náum við að hittast einhvern tíma í framtíðinni.“ Óvissa ríkir um framhaldið hjá þeim danska en hann sneri aftur til félagsliðs síns, Internazionale í Mílanó, fyrir helgi. Samkvæmt reglum á Ítalíu má ekki leika knattspyrnu þar í landi með gangráð. Það má hins vegar annars staðar, til að mynda á Englandi og í Hollandi, en Eriksen mun ganga undir frekari rannsóknir og endurhæfingu á Ítalíu á meðan næstu skref hans verða metin.
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM. 5. ágúst 2021 15:01 Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira
Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM. 5. ágúst 2021 15:01
Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01