180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2021 19:46 Jónas Hafsteinsson er lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. sigurjón ólason 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020. 252 sjálfvirk skotvopn flutt til landsins í fyrra „Árin 2016 og 2017 var ekkert sjálfvirkt skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2018 voru þau tvö og árið 2019 voru þau 19 talsins. Það varð síðan ákveðið stökk árið 2020 þegar 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn. Lögregla segir að þessi mikla fjölgun sé einsdæmi og skýrist af auknum áhuga safnara.“ Hér má sjá þróun í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum.stöð2 Lögregla hefur ekki sérstakar áhyggjur af þessari fjölgun enda sæta handhafar vopnanna þröngum skilyrðum á grundvelli safnaraleyfis. Þeir þurfa að hafa haft skotvopnaleyfi í að minnsta kosti fimm ár og hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu vopnanna. „Já það er hægt að skjóta úr þessum byssum en þarf sérstakt leyfi til þess sem gefið er út miðað við takmarkaðan skotafjölda og takmarkaðan tíma,“ sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. 180 vélbyssur í einkaeigu Safnarar fá þessi leyfi og gilda þau á viðurkenndum skotvöllum. 180 vélbyssur eru í einkaeigu hér á landi og eru þær allar sjálfvirkir rifflar í ýmsum kalíberum. Þær eru nánast allar virkar. Skotvopn ganga kaupum og sölum á netinu, til að mynda á Facebook. Slíkt er heimilt en salan sjálf verður að fara í gegnum lögreglu. Kaupandi þarf að sækja um leyfi, að þvi búnu er gefin út sérstök kaupaheimild sem umsækjandi sýnir seljanda áður en skotvopn er afhent. Láti seljandi frá sér vopnið, án þess að fara í gegnum lögreglu, varðar það afturköllun á skotvopnaleyfi og sekt. Lögregla fylgist náið með sölu skotvopna á netinu. „Já við fylgjumst með því og það hafa ekki komið upp nein vandamál í kringum það.“ Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020. 252 sjálfvirk skotvopn flutt til landsins í fyrra „Árin 2016 og 2017 var ekkert sjálfvirkt skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2018 voru þau tvö og árið 2019 voru þau 19 talsins. Það varð síðan ákveðið stökk árið 2020 þegar 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn. Lögregla segir að þessi mikla fjölgun sé einsdæmi og skýrist af auknum áhuga safnara.“ Hér má sjá þróun í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum.stöð2 Lögregla hefur ekki sérstakar áhyggjur af þessari fjölgun enda sæta handhafar vopnanna þröngum skilyrðum á grundvelli safnaraleyfis. Þeir þurfa að hafa haft skotvopnaleyfi í að minnsta kosti fimm ár og hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu vopnanna. „Já það er hægt að skjóta úr þessum byssum en þarf sérstakt leyfi til þess sem gefið er út miðað við takmarkaðan skotafjölda og takmarkaðan tíma,“ sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. 180 vélbyssur í einkaeigu Safnarar fá þessi leyfi og gilda þau á viðurkenndum skotvöllum. 180 vélbyssur eru í einkaeigu hér á landi og eru þær allar sjálfvirkir rifflar í ýmsum kalíberum. Þær eru nánast allar virkar. Skotvopn ganga kaupum og sölum á netinu, til að mynda á Facebook. Slíkt er heimilt en salan sjálf verður að fara í gegnum lögreglu. Kaupandi þarf að sækja um leyfi, að þvi búnu er gefin út sérstök kaupaheimild sem umsækjandi sýnir seljanda áður en skotvopn er afhent. Láti seljandi frá sér vopnið, án þess að fara í gegnum lögreglu, varðar það afturköllun á skotvopnaleyfi og sekt. Lögregla fylgist náið með sölu skotvopna á netinu. „Já við fylgjumst með því og það hafa ekki komið upp nein vandamál í kringum það.“
Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira