Misstu fyrst Messi og svo Aguero þar til í nóvember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2021 16:01 Sergio „Kun“ Aguero byrjar tímabilið á meiðslalistanum. EPA-EFE/Alejandro Garcia Aðeins nokkrum dögum eftir að Barcelona tilkynnti að Lionel Messi yrði ekki lengur hjá félaginu þá kom annað áfall. Sergio Aguero gekk til liðs við Barcelona í sumar á frjálsri sölu frá Manchester City en hann missir af fyrstu tíu vikum tímabilsins. Sergio Aguero will have to wait to make his Barcelona debut after it was confirmed a calf injury has ruled the striker out for 10 weeks.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 9, 2021 Aguero var mikið meiddur síðustu árin sín hjá Manchester City og hann var ekki lengi að meiðast hjá Barca. Hann meiddist á kálfa á æfingu á sunnudaginn og nú er ljóst að meiðslin eru alvarleg. Hinn 33 ára gamli argentínski framherji gat ekki spilað sinn fyrsta leik í gær vegna meiðslanna en Barcelona vann þá 3-0 sigur á Juventus í árlega Joan Gamper bikarnum á Nývangi. „Það er synd að hann skyldi meiðast og gat ekki spilað þrjátíu mínútur í Gamper leiknum. Þetta er áfall fyrir liðið því hann var að æfa á fullu og getur komið með gæði inn í framlínu liðsins,“ sagði Ronald Koeman, þjálfari Barcelona. Sergio Aguero will miss two months with an injury, per multiple reports.He s yet to make an appearance for Barcelona pic.twitter.com/e7d7U1vGNf— B/R Football (@brfootball) August 9, 2021 Fyrsti leikur Barcelona í spænsku deildinni verður á móti Real Sociedad á sunnudaginn. Þar verður auðvitað enginn Messi, enginn Sergio Aguero og þá eru þeir Ansu Fati og Ousmane Dembele líka fjarri góðu gamni. Nú reynir því meira á Antoine Griezmann og danska landsliðsframherjann Martin Braithwaite. Memphis Depay er líka mættur og hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Depay og Braithwaite voru báðir á skotskónum í sigrinum á Juve. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Sergio Aguero gekk til liðs við Barcelona í sumar á frjálsri sölu frá Manchester City en hann missir af fyrstu tíu vikum tímabilsins. Sergio Aguero will have to wait to make his Barcelona debut after it was confirmed a calf injury has ruled the striker out for 10 weeks.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 9, 2021 Aguero var mikið meiddur síðustu árin sín hjá Manchester City og hann var ekki lengi að meiðast hjá Barca. Hann meiddist á kálfa á æfingu á sunnudaginn og nú er ljóst að meiðslin eru alvarleg. Hinn 33 ára gamli argentínski framherji gat ekki spilað sinn fyrsta leik í gær vegna meiðslanna en Barcelona vann þá 3-0 sigur á Juventus í árlega Joan Gamper bikarnum á Nývangi. „Það er synd að hann skyldi meiðast og gat ekki spilað þrjátíu mínútur í Gamper leiknum. Þetta er áfall fyrir liðið því hann var að æfa á fullu og getur komið með gæði inn í framlínu liðsins,“ sagði Ronald Koeman, þjálfari Barcelona. Sergio Aguero will miss two months with an injury, per multiple reports.He s yet to make an appearance for Barcelona pic.twitter.com/e7d7U1vGNf— B/R Football (@brfootball) August 9, 2021 Fyrsti leikur Barcelona í spænsku deildinni verður á móti Real Sociedad á sunnudaginn. Þar verður auðvitað enginn Messi, enginn Sergio Aguero og þá eru þeir Ansu Fati og Ousmane Dembele líka fjarri góðu gamni. Nú reynir því meira á Antoine Griezmann og danska landsliðsframherjann Martin Braithwaite. Memphis Depay er líka mættur og hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Depay og Braithwaite voru báðir á skotskónum í sigrinum á Juve.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira