Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí hefur ekki verið minni en nú, síðan í júlí 2016. Íbúar höfuðborgarsvæðisins virðast þó ekki hafa farið um Ártúnsbrekkuna á leið sinni út úr bænum, því umferð þar dróst saman um 7,3%.

Þá kemur einnig fram á vef Vegagerðarinnar að frá áramótum hefur umferð aukist um 6,4% miðað við sama árstíma í fyrra. Þrátt fyrir þessa aukningu er heildarumferð samt rúmlega 3% minni en hún var á sama árstíma 2019. Viðspyrnunni eftir kórónaveirufaraldurinn er því líklega ekki lokið.
Horfur út árið
Spá Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir um 8,5% aukningu á umferð um höfuðborgarsvæðið miðað við árið í fyrra. Ef það gengur eftir verður umferðin enn 2,5% minni en árið 2019.
