Umferðaraukning á Hringveginum en samdráttur á höfuðborgarsvæðinu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. ágúst 2021 07:00 Mikil umferð hefur verið á og í gegnum Selfoss í sumar. Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um rúmlega þrjú prósent í júlí á meðan umferð á Hringveginum hefur aldrei verið meiri í júlí. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Af þessum tölum má álykta að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi flykkst út á Hringveginn í júlí. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí hefur ekki verið minni en nú, síðan í júlí 2016. Íbúar höfuðborgarsvæðisins virðast þó ekki hafa farið um Ártúnsbrekkuna á leið sinni út úr bænum, því umferð þar dróst saman um 7,3%. Hlutfallslegur mismunur á lykilteljara á Hringvegi á milli áranna 2020 og 2021. Þá kemur einnig fram á vef Vegagerðarinnar að frá áramótum hefur umferð aukist um 6,4% miðað við sama árstíma í fyrra. Þrátt fyrir þessa aukningu er heildarumferð samt rúmlega 3% minni en hún var á sama árstíma 2019. Viðspyrnunni eftir kórónaveirufaraldurinn er því líklega ekki lokið. Horfur út árið Spá Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir um 8,5% aukningu á umferð um höfuðborgarsvæðið miðað við árið í fyrra. Ef það gengur eftir verður umferðin enn 2,5% minni en árið 2019. Hlutfallslegur mismunur á summu meðalumferðar á sólarhring eftir mánuðum, þriggja mælisniða á höfuðborgarsvæðinu á milli áranna 2020 og 2021. Umferð Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí hefur ekki verið minni en nú, síðan í júlí 2016. Íbúar höfuðborgarsvæðisins virðast þó ekki hafa farið um Ártúnsbrekkuna á leið sinni út úr bænum, því umferð þar dróst saman um 7,3%. Hlutfallslegur mismunur á lykilteljara á Hringvegi á milli áranna 2020 og 2021. Þá kemur einnig fram á vef Vegagerðarinnar að frá áramótum hefur umferð aukist um 6,4% miðað við sama árstíma í fyrra. Þrátt fyrir þessa aukningu er heildarumferð samt rúmlega 3% minni en hún var á sama árstíma 2019. Viðspyrnunni eftir kórónaveirufaraldurinn er því líklega ekki lokið. Horfur út árið Spá Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir um 8,5% aukningu á umferð um höfuðborgarsvæðið miðað við árið í fyrra. Ef það gengur eftir verður umferðin enn 2,5% minni en árið 2019. Hlutfallslegur mismunur á summu meðalumferðar á sólarhring eftir mánuðum, þriggja mælisniða á höfuðborgarsvæðinu á milli áranna 2020 og 2021.
Umferð Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent