Stuðningsfólk Tottenham klappaði Saka lof í lófa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 07:31 Saka fékk hlýlegar móttökur á Tottenham Hotspur-vellinum um helgina. Getty Images Erkifjendurnir Tottenham Hotspur og Arsenal mættust í vináttuleik í gær. Stuðningsfólk beggja liða klappaði Bukayo Saka lof í lófa er hann kom inn af varamannabekk Arsenal eftir rúmlega klukkutíma leik. Bukayo Saka tók síðustu spyrnu enska landsliðsins er liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu fyrr í sumar. Hinn 19 ára gamli Saka varð í kjölfarið fyrir kynþáttaníði sem og öðru skítkasti á samfélagsmiðlum. Hann var ekki eini leikmaður enska landsliðsins sem varð fyrir slíku aðkasti. Rivalries aside. What a moment this was this afternoon. @BukayoSaka87 pic.twitter.com/sfObRqyGP8— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 8, 2021 Bæði Marcus Rashford og Jadon Sancho fengu einnig á baukinn eftir að vítaspyrnur þeirra fóru forgörðum. Leikmennirnir hafa þó einnig fengið stuðning úr öllum áttum og náði það hámarki er stuðningsfólks Tottenham klappaði Saka lof í lófa. Ekki nóg með það heldur var borði hengdur upp á heimavelli Tottenham þar sem stóð að félagið stæði með Saka og öðrum leikmönnum í baráttunni gegn kynþáttaníði og mismunun. We stand together. @SpursLGBT pic.twitter.com/M6Fy2jl78D— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 8, 2021 Heung-Min Son skoraði eina mark leiksins og tryggði Tottenham 1-0 sigur í síðasta leik liðanna fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur á meðan Tottenham fær Englandsmeistara Manchester City í heimsókn á sunnudaginn. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00 Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00 Saka lætur kynþáttaníðið ekki stöðva sig en gagnrýnir samfélagsmiðlarisana „Ástin mun alltaf sigra,“ segir enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka í yfirlýsingu í kjölfar Evrópumótsins í fótbolta. Hann segir dapurlegt að samfélagsmiðlarisarnir skuli ekki geta stöðvað drulluna sem fær að fljóta á miðlunum. 15. júlí 2021 17:01 Ted Lasso styður við bakið á Jadon, Marcus og Bukayo Ted Lasso, þjálfari enska knattspyrnuliðsins AFC Richmond, styður við bakið á ensku landsliðsmönnunum þremur sem klúðruðu vítaspyrnum er England laut í gras gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins. 16. júlí 2021 12:30 Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Bukayo Saka tók síðustu spyrnu enska landsliðsins er liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu fyrr í sumar. Hinn 19 ára gamli Saka varð í kjölfarið fyrir kynþáttaníði sem og öðru skítkasti á samfélagsmiðlum. Hann var ekki eini leikmaður enska landsliðsins sem varð fyrir slíku aðkasti. Rivalries aside. What a moment this was this afternoon. @BukayoSaka87 pic.twitter.com/sfObRqyGP8— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 8, 2021 Bæði Marcus Rashford og Jadon Sancho fengu einnig á baukinn eftir að vítaspyrnur þeirra fóru forgörðum. Leikmennirnir hafa þó einnig fengið stuðning úr öllum áttum og náði það hámarki er stuðningsfólks Tottenham klappaði Saka lof í lófa. Ekki nóg með það heldur var borði hengdur upp á heimavelli Tottenham þar sem stóð að félagið stæði með Saka og öðrum leikmönnum í baráttunni gegn kynþáttaníði og mismunun. We stand together. @SpursLGBT pic.twitter.com/M6Fy2jl78D— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 8, 2021 Heung-Min Son skoraði eina mark leiksins og tryggði Tottenham 1-0 sigur í síðasta leik liðanna fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur á meðan Tottenham fær Englandsmeistara Manchester City í heimsókn á sunnudaginn.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00 Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00 Saka lætur kynþáttaníðið ekki stöðva sig en gagnrýnir samfélagsmiðlarisana „Ástin mun alltaf sigra,“ segir enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka í yfirlýsingu í kjölfar Evrópumótsins í fótbolta. Hann segir dapurlegt að samfélagsmiðlarisarnir skuli ekki geta stöðvað drulluna sem fær að fljóta á miðlunum. 15. júlí 2021 17:01 Ted Lasso styður við bakið á Jadon, Marcus og Bukayo Ted Lasso, þjálfari enska knattspyrnuliðsins AFC Richmond, styður við bakið á ensku landsliðsmönnunum þremur sem klúðruðu vítaspyrnum er England laut í gras gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins. 16. júlí 2021 12:30 Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
„Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00
Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00
Saka lætur kynþáttaníðið ekki stöðva sig en gagnrýnir samfélagsmiðlarisana „Ástin mun alltaf sigra,“ segir enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka í yfirlýsingu í kjölfar Evrópumótsins í fótbolta. Hann segir dapurlegt að samfélagsmiðlarisarnir skuli ekki geta stöðvað drulluna sem fær að fljóta á miðlunum. 15. júlí 2021 17:01
Ted Lasso styður við bakið á Jadon, Marcus og Bukayo Ted Lasso, þjálfari enska knattspyrnuliðsins AFC Richmond, styður við bakið á ensku landsliðsmönnunum þremur sem klúðruðu vítaspyrnum er England laut í gras gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins. 16. júlí 2021 12:30
Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23