„Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2021 18:50 Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. AP Photo/Petros Karadjias Íslendingur í Grikklandi segir þungt hljóð í heimamönnum vegna gróðureldanna sem hafa geisað í landinu að undanförnu. Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna eldanna, sem stafa af mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir landið í þrjátíu ár. Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði er staddur í Athenu, höfuðborg Grikklands, þar sem hann stundar nú rannsóknir. Hitastig í borginni hefur náð allt að fjörutíu og fimm gráðum að undanförnu, sem hann segir afar íþyngjandi fyrir íbúa. „Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina. Þetta var dálítið eins og nýarsnótt í Reykjavík, nema það að maður veit að það gengur yfir á mjög stuttum tíma og þessi svækja sem fylgdi hitanum var mjög óþægileg,“ segir Haraldur. Þegar fréttastofa náði tali af Haraldi í dag, var hitinn í kringum þrjátíu og fimm gráður. „Núna er semsagt töluvert svalara heldur en var fyrir nokkrum dögum síðan og fólk upplifir þetta svona sem hálfgert kuldakast og allir eru glaðir úti um allar jarðir.“ Þó innfæddir gleðjist yfir lækkandi hita er hljóðið í þeim enn þungt. Forsætisráðherra landsins hefur til að mynda lýst sumrinu sem martraðakenndu og slökkviliðsmenn frá ýmsum löndum hafa verið sendir til Grikklands til þess að berjast við fimmtíu til hundrað elda á degi hverjum. Landhelgisgæsla Grikklands hefur þá flutt fjölda fólks sem flúð hefur eldana og niður á strönd, í öruggt skjól. „Það eru mörg hús sem hafa farið hér og það eru mörg, mörg þúsund manns sem hafa orðið að flýja heimili sín. Bæði á Eviu, sem er fyrir norðan Aþenu og líka bara hér í þeim byggðum sem eru fyrir norðan borgina.“ Grikkland Loftslagsmál Gróðureldar í Grikklandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45 „Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði er staddur í Athenu, höfuðborg Grikklands, þar sem hann stundar nú rannsóknir. Hitastig í borginni hefur náð allt að fjörutíu og fimm gráðum að undanförnu, sem hann segir afar íþyngjandi fyrir íbúa. „Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina. Þetta var dálítið eins og nýarsnótt í Reykjavík, nema það að maður veit að það gengur yfir á mjög stuttum tíma og þessi svækja sem fylgdi hitanum var mjög óþægileg,“ segir Haraldur. Þegar fréttastofa náði tali af Haraldi í dag, var hitinn í kringum þrjátíu og fimm gráður. „Núna er semsagt töluvert svalara heldur en var fyrir nokkrum dögum síðan og fólk upplifir þetta svona sem hálfgert kuldakast og allir eru glaðir úti um allar jarðir.“ Þó innfæddir gleðjist yfir lækkandi hita er hljóðið í þeim enn þungt. Forsætisráðherra landsins hefur til að mynda lýst sumrinu sem martraðakenndu og slökkviliðsmenn frá ýmsum löndum hafa verið sendir til Grikklands til þess að berjast við fimmtíu til hundrað elda á degi hverjum. Landhelgisgæsla Grikklands hefur þá flutt fjölda fólks sem flúð hefur eldana og niður á strönd, í öruggt skjól. „Það eru mörg hús sem hafa farið hér og það eru mörg, mörg þúsund manns sem hafa orðið að flýja heimili sín. Bæði á Eviu, sem er fyrir norðan Aþenu og líka bara hér í þeim byggðum sem eru fyrir norðan borgina.“
Grikkland Loftslagsmál Gróðureldar í Grikklandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45 „Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45
„Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27
Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44