„Barça verður aldrei samt án þín“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2021 14:31 Cesc Fabregas og Lionel Messi eru góðir félagar. Mynd/Nordic Photos/Getty Spánverjinn Cesc Fabregas, sem leikur með Mónakó í Frakklandi, sendi Lionel Messi hjartnæma kveðju á samfélagsmiðlinum Twitter. Fabregas er jafnaldri Messi og æfði með honum sem unglingur áður en þeir spiluðu saman fyrir aðallið Barcelona síðar. Hinn 34 ára gamli Fabregas ólst upp hjá Barcelona og lék með unglingaliði félagsins þegar Messi gekk í raðir liðsins 13 ára gamall árið 2000. „Ég mun alltaf muna daginn sem þú komst í búningsklefann þegar ég var 13 ára gamall og þeir sögðu okkur að strákur frá Argentínu væri að koma á æfingu. Þú settist niður og sagðir ekki orð allan tímann. Þjálfarinn sagði mér í 1-á-1 æfingu að vera öflugur gegn þér. Ég sá að þú varst lítill, og hélt að ég myndi auðveldlega ná af þér boltanum.“ Siempre recordaré el día que llegaste al vestuario con 13 años y nos dijeron que un chaval de argentina venía a probar. Te sentaste y no hablaste en todo el rato. El entrenador me dijo en el ejercicio de 1 contra 1 que fuera fuerte contra ti, te vi tan pequeño, que pensé que pic.twitter.com/AVLUYVm9AJ— Cesc Fàbregas Soler (@cesc4official) August 7, 2021 „Það var kjánalegt af mér, þú skyldir mig eftir á gólfinu og ég sá þá strax og þú varst frábrugðinn öðrum. Draumur minn var alltaf að spila með aðalliða Barca, og að gera það með þér gerði þann draum enn sérstakari,“ segir Fabregas í færslu sinni. Fabregas fór 16 ára gamall til Arsenal árið 2003 en sneri svo aftur til Katalóníu árið 2011 og lék með Messi þar til ársins 2014. Fabregas segir Messi vera besta leikmanna allra tíma og að Barcelona verði ekki eins án argentínska snillingsins. Messi er á förum frá Barcelona og er á leið til Paris Saint-Germain í Frakklandi. „Þú yfirgefur liðið sem besti leikmaður allra tíma. Barça verður aldrei samt án þín,“ segir Fabregas. „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið af þér og allt sem þú ert,“. Eftir tíma sinn hjá Barcelona lék Fabregas með Chelsea á Englandi frá 2014 til 2019 en hefur síðan leikið með Mónakó í Frakklandi. Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi sagður skrifa undir í París á morgun Lionel Messi mun skrifa undir hjá franska knattspyrnufélaginu Paris Saint-Germain fljótlega eftir helgi. Frá þessu greina erlendir fjölmiðlar en Messi kvaddi Barcelona á blaðamannafundi í dag. 8. ágúst 2021 12:01 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Fabregas ólst upp hjá Barcelona og lék með unglingaliði félagsins þegar Messi gekk í raðir liðsins 13 ára gamall árið 2000. „Ég mun alltaf muna daginn sem þú komst í búningsklefann þegar ég var 13 ára gamall og þeir sögðu okkur að strákur frá Argentínu væri að koma á æfingu. Þú settist niður og sagðir ekki orð allan tímann. Þjálfarinn sagði mér í 1-á-1 æfingu að vera öflugur gegn þér. Ég sá að þú varst lítill, og hélt að ég myndi auðveldlega ná af þér boltanum.“ Siempre recordaré el día que llegaste al vestuario con 13 años y nos dijeron que un chaval de argentina venía a probar. Te sentaste y no hablaste en todo el rato. El entrenador me dijo en el ejercicio de 1 contra 1 que fuera fuerte contra ti, te vi tan pequeño, que pensé que pic.twitter.com/AVLUYVm9AJ— Cesc Fàbregas Soler (@cesc4official) August 7, 2021 „Það var kjánalegt af mér, þú skyldir mig eftir á gólfinu og ég sá þá strax og þú varst frábrugðinn öðrum. Draumur minn var alltaf að spila með aðalliða Barca, og að gera það með þér gerði þann draum enn sérstakari,“ segir Fabregas í færslu sinni. Fabregas fór 16 ára gamall til Arsenal árið 2003 en sneri svo aftur til Katalóníu árið 2011 og lék með Messi þar til ársins 2014. Fabregas segir Messi vera besta leikmanna allra tíma og að Barcelona verði ekki eins án argentínska snillingsins. Messi er á förum frá Barcelona og er á leið til Paris Saint-Germain í Frakklandi. „Þú yfirgefur liðið sem besti leikmaður allra tíma. Barça verður aldrei samt án þín,“ segir Fabregas. „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið af þér og allt sem þú ert,“. Eftir tíma sinn hjá Barcelona lék Fabregas með Chelsea á Englandi frá 2014 til 2019 en hefur síðan leikið með Mónakó í Frakklandi.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi sagður skrifa undir í París á morgun Lionel Messi mun skrifa undir hjá franska knattspyrnufélaginu Paris Saint-Germain fljótlega eftir helgi. Frá þessu greina erlendir fjölmiðlar en Messi kvaddi Barcelona á blaðamannafundi í dag. 8. ágúst 2021 12:01 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Messi sagður skrifa undir í París á morgun Lionel Messi mun skrifa undir hjá franska knattspyrnufélaginu Paris Saint-Germain fljótlega eftir helgi. Frá þessu greina erlendir fjölmiðlar en Messi kvaddi Barcelona á blaðamannafundi í dag. 8. ágúst 2021 12:01