Dóttirin dó úr hungri á meðan mamman djammaði í sex daga Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2021 16:57 Verphy Kudi var átján ára gömul þegar hún skildi tuttugu mánaða gamla dóttur sína eftir heima í sex daga. Getty/Lögreglan í Sussex Ung bresk kona hefur verið dæmd til níu ára fangelsisvistar fyrir að yfirgefa tuttugu mánaða gamla dóttur sína í sex daga, á meðan hún hélt upp á átján ára afmæli sitt. Barnið dó úr inflúensu og hungri. Konan, sem heitir Verphy Kudi, fór úr íbúð sinni í Brighton í desember 2019. Þá fór hún til að skemmta sér í Lundúnum og Coventry í tilefni þess að hún átti afmæli. Fyrst fór hún til Lundúna með kærasta sínum og svo fór hún á nokkra tónleika á næstu dögum. Sex dögum eftir að hún fór frá dóttur sinni sneri hún aftur og þá var Asiah dáin. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Sussex var barnið flutt á sjúkrahús skömmu eftir að Kudi kom heim þar sem hún var lýst látin. Við fyrstu yfirheyrslu staðhæfði Kudi að hún hefði verið heima hjá sér, fyrir utan það að hún hafi farið stutta ferð til Lundúna. Rannsókn á líki Aisuh leiddi þó í ljós að hún hefði dáið vegna vanrækslu og staðfestu upptökur úr öryggismyndavél íbúðarhúss Kudi að hún hefði farið út þann fimmta desember og ekki snúið aftur fyrr en þann ellefta. Saksóknarar sögðu það sýna að Asiah hefði verið skilin eftir ein í fimm daga, 21 klukkustund og 58 mínútur. Í frétt Sky News segir að Kudi hafi játað manndráp og verið dæmd í fangelsi í dag. Við dómsuppkvaðningu sagði dómarinn óbærilegt að ímynda sér þjáningar barnsins hennar síðustu daga. „Þjáningar sem hún þurfti að þola svo þú gætir haldið upp á afmæli þitt og vina þinna sem áhyggjulaus táningur,“ sagði Christine Laing, dómarinn. Hún bætti við að þetta væri einstaklega erfitt mál fyrir alla þá sem að því hafa komið. Hins vegar ættu allir að vita að það að Kudi væri dæmd fyrir manndráp þýddi það ekki að hún hefði ekki ætlað sér að valda barni sínu dauða eða alvarlegan skaða. Bretland England Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Konan, sem heitir Verphy Kudi, fór úr íbúð sinni í Brighton í desember 2019. Þá fór hún til að skemmta sér í Lundúnum og Coventry í tilefni þess að hún átti afmæli. Fyrst fór hún til Lundúna með kærasta sínum og svo fór hún á nokkra tónleika á næstu dögum. Sex dögum eftir að hún fór frá dóttur sinni sneri hún aftur og þá var Asiah dáin. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Sussex var barnið flutt á sjúkrahús skömmu eftir að Kudi kom heim þar sem hún var lýst látin. Við fyrstu yfirheyrslu staðhæfði Kudi að hún hefði verið heima hjá sér, fyrir utan það að hún hafi farið stutta ferð til Lundúna. Rannsókn á líki Aisuh leiddi þó í ljós að hún hefði dáið vegna vanrækslu og staðfestu upptökur úr öryggismyndavél íbúðarhúss Kudi að hún hefði farið út þann fimmta desember og ekki snúið aftur fyrr en þann ellefta. Saksóknarar sögðu það sýna að Asiah hefði verið skilin eftir ein í fimm daga, 21 klukkustund og 58 mínútur. Í frétt Sky News segir að Kudi hafi játað manndráp og verið dæmd í fangelsi í dag. Við dómsuppkvaðningu sagði dómarinn óbærilegt að ímynda sér þjáningar barnsins hennar síðustu daga. „Þjáningar sem hún þurfti að þola svo þú gætir haldið upp á afmæli þitt og vina þinna sem áhyggjulaus táningur,“ sagði Christine Laing, dómarinn. Hún bætti við að þetta væri einstaklega erfitt mál fyrir alla þá sem að því hafa komið. Hins vegar ættu allir að vita að það að Kudi væri dæmd fyrir manndráp þýddi það ekki að hún hefði ekki ætlað sér að valda barni sínu dauða eða alvarlegan skaða.
Bretland England Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira