Ráðherranefnd um kórónuveirufaraldurinn hefur undanfarið fundað með fulltrúum ýmissa hópa í tengslum við mótun sóttvarnaaðgerða til framtíðar eftir að núgildandi aðgerðir renna sitt skeið hinn 13. ágúst.
Í morgun fundaði nefndin með fulltrúum hjúkrunarfræðinga en mikill skortur hefur verið á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum í mörg ár. Skortur á starfsfólki er sögð helsta ástæðan fyrir miklu álagi á heilbrigðiskerfið.
Ásgeir Haraldsson prófessor í barnalækningum hvetur til bólusetningar barna við kórónuveirunni. Afleiðingar þess að gera það ekki væru mun alvarlegri ef óbólusett börn veikist af covid 19. Ekki sé langt síðan börn á Íslandi dóu úr mislingum, kíghósta og mislingum.
Við fáum einnig skýringar Landhelgisgæslunnar á því að engin þyrla var tiltæk til sjúkraflutninga um tíma í gær.
Þá situr ríkisstjórnin enn á fundi sem hófst klukkan 9:30 í morgun. Næstu skref vegna kórónuveirufaraldursins eru á dagskrá fundarins en Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður okkar, er við Ráðherrabústaðinn og flytur okkur helstu tíðindi í beinni útsendingu.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem jafnframt eru sendar út hér á Vísi.