Bólusetning skilyrði fyrir ferðalögum til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2021 23:32 Joe Biden Bandaríkjaforseti. Stjórn hans skoðar nú hvernig hægt sé að létta á ferðatakmörkunum til landsins, til dæmis með því að krefjast þess að erlendir ferðalangar séu bólusettir gegn kórónuveirunni. AP/Susan Walsh Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að gera bólusetningu gegn Covid-19 að skilyrði fyrir flesta erlenda ferðalanga sem þangað koma. Ferðalög erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna eru enn verulega takmörkuð vegna faraldursins. Starfshópar á vegum Hvíta hússins kanna nú hvernig hægt er að slaka á takmörkunum á ferðalög sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og stendur mega erlendir ferðalangar sem hafa dvalið nýlega í Kína, á Schengen-svæðinu, Bretlandi, Írlandi, Brasilíu, Suður-Afríku eða Indlandi ekki koma inn í Bandaríkin. AP-fréttastofan segir að ríkisstjórn Joes Biden forseta taki nú fyrstu skrefin í átt að því að gera bólusetningu gegn Covid-19 að forsendu fyrir því að flestir erlendir ferðamenn fái að koma til landsins. Það yrði liður í að slaka á ferðatakmörkununum sem eru í gildi. Fáar undanþágur yrðu á þeirri kröfu. Fyrr í dag kallaði forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eftir því að þjóðir heims biðu með endurbólusetningar þegna sinna til þess að tryggja að þróunarríki þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt af bóluefni hafi aðgengi að efnunum. Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði að Bandaríkjastjórn ætlaði sér ekki að verða við þeim tilmælum WHO. Bandaríkin væru fær um að flytja út bóluefni til þróunarríkja á sama tíma og þau endurbólusettu eigin þegna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Starfshópar á vegum Hvíta hússins kanna nú hvernig hægt er að slaka á takmörkunum á ferðalög sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og stendur mega erlendir ferðalangar sem hafa dvalið nýlega í Kína, á Schengen-svæðinu, Bretlandi, Írlandi, Brasilíu, Suður-Afríku eða Indlandi ekki koma inn í Bandaríkin. AP-fréttastofan segir að ríkisstjórn Joes Biden forseta taki nú fyrstu skrefin í átt að því að gera bólusetningu gegn Covid-19 að forsendu fyrir því að flestir erlendir ferðamenn fái að koma til landsins. Það yrði liður í að slaka á ferðatakmörkununum sem eru í gildi. Fáar undanþágur yrðu á þeirri kröfu. Fyrr í dag kallaði forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eftir því að þjóðir heims biðu með endurbólusetningar þegna sinna til þess að tryggja að þróunarríki þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt af bóluefni hafi aðgengi að efnunum. Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði að Bandaríkjastjórn ætlaði sér ekki að verða við þeim tilmælum WHO. Bandaríkin væru fær um að flytja út bóluefni til þróunarríkja á sama tíma og þau endurbólusettu eigin þegna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39