Rætt verður við Kára Stefánsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann telur að skima eigi alla á landamærunum og þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands.
Í fréttatímanum ræðum við einnig við Erling Jóhannesson, formann Bandalags íslenskra listamanna, sem er einn þeirra sem fundaði með stjórnvöldum í dag í vinnu þeirra við kortleggja leiðina til að lifa með veirunni.
Ísland verður rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu á morgun og munu því gilda aðrar reglur um íslenska ferðalanga víða um heim. Farið verður yfir það í fréttatímanum og við heyrum í skipuleggjendum Menningarnætur, en í dag kom tilkynning um að búið væri að aflýsa öllum viðburðum þann 21. ágúst.
Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.
Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.