Methagnaður hjá Sony Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 13:29 Fyrirtækið hagnaðist á mikilli eftirspurn í tónlist, myndavélum, leikjatölvum og öðru sem Sony hefur fram á að bjóða. AP/Koji Sasahara Sony hagnaðist um 2,57 milljarða dala á síðasta ársfjórðungi sem er aukning um 26 prósent milli ára og hæsti hagnaður fyrirtækisins á þessum ársfjórðungi. Velgengni fyrirtækisins er að miklu leyti rakin til faralds nýju kórónuveirunnar og útgáfu PlayStation 5 leikjatölvanna. Í kjölfar útgáfu ársfjórðungsuppgjörsins í gær hækkuðu forsvarsmenn Sony væntingar sínar varðandi hagnað á uppgjörsárinu, sem lýkur í mars, úr 930 milljörðum jena í 980 milljarða. Gróflega reiknað miðað við upplýsingar á vef Seðlabankans eru 980 milljarðar jena um það bil 1,1 billjón króna (1.107.400.000.000). Ársfjórðungurinn sem um ræðir hófst í byrjun apríl og endaði þann 30. júní og er fyrsti fjórðungur uppgjörsárs Sony. Í frétt CNBC segir að Sony hafi hagnast á mikilli eftirspurn eftir PS5 leikjatölvum. Heimslægur skortur á hálfleiðurum hefur þó komið í veg fyrir að fyrirtækið hafi getað annað eftirspurn. Forsvarsmenn fyrirtækisins búast svið því að selja um 14,8 milljónir tölva fyrir mars á næsta ári. Fyrirtækið hagnaðist einnig mikilli eftirspurn í tónlist, myndavélum og öðru sem Sony hefur fram á að bjóða. Reuters segir að búist hafi verið við því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins myndi dragast saman en nýjar bylgjur faraldursins hafi leitt til nýrra samkomutakmarkana og eftirspurn hafi haldist há. Sony Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í kjölfar útgáfu ársfjórðungsuppgjörsins í gær hækkuðu forsvarsmenn Sony væntingar sínar varðandi hagnað á uppgjörsárinu, sem lýkur í mars, úr 930 milljörðum jena í 980 milljarða. Gróflega reiknað miðað við upplýsingar á vef Seðlabankans eru 980 milljarðar jena um það bil 1,1 billjón króna (1.107.400.000.000). Ársfjórðungurinn sem um ræðir hófst í byrjun apríl og endaði þann 30. júní og er fyrsti fjórðungur uppgjörsárs Sony. Í frétt CNBC segir að Sony hafi hagnast á mikilli eftirspurn eftir PS5 leikjatölvum. Heimslægur skortur á hálfleiðurum hefur þó komið í veg fyrir að fyrirtækið hafi getað annað eftirspurn. Forsvarsmenn fyrirtækisins búast svið því að selja um 14,8 milljónir tölva fyrir mars á næsta ári. Fyrirtækið hagnaðist einnig mikilli eftirspurn í tónlist, myndavélum og öðru sem Sony hefur fram á að bjóða. Reuters segir að búist hafi verið við því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins myndi dragast saman en nýjar bylgjur faraldursins hafi leitt til nýrra samkomutakmarkana og eftirspurn hafi haldist há.
Sony Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf