Bjarkey færð í efsta sæti í Norðaustur Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2021 12:13 Flestir bjuggust við því að Bjarkey myndi fylla skarðið sem Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vg, skilur eftir sig en hann hefur lokið leik. En Óli Halldórsson sigraði Bjarkey í forvali. Hann hefur nú dregið sig í hlé. Óli Halldórsson, sem sigraði í forvali flokksins, greinir frá því að alvarleg veikindi hafi komið upp hjá eiginkonu hans. Stjórn kjördæmaráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa gert tillögu að breytingu á röðun efstu þriggja á lista Vg í Norðausturkjördæmi. Þær tillögur eru svohljóðandi: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Jódís Skúladóttir Óli Halldórsson Breytingartillagan verður lög fyrir fund kjördæmaráðs eftir helgi. Það vakti verulega athygli þegar Óli lagði Bjarkey, þingflokksformann, flokksins í prófkjöri. En Bjarkey hefur verið ákafur talsmaður ríkisstjórnarinnar og talið að hún nyti ótvíræðs stuðnings flokksforystunnar. Óli hlaut glæsilega kosningu og var það auk annarra úrslita víðar um land í forvali Vg haft til marks um að grasrót flokksins væri síður en svo ánægð með ríkisstjórnarsamstarfið. Óli sjálfur dró sig í hlé og hann gerir grein fyrir ástæðum þess á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. „Ég hef af persónulegum ástæðum ákveðið að víkja frá áformum um að leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga komandi haust. Alvarleg veikindi hafa komið upp hjá eiginkonu minni, sem haft hafa í för með sér ófyrirséðar áskoranir.“ Þá segir Óli að í forystuhlutverk í pólitík landsmála fer menn ekki til smárra verka eða af hálfum hug. „Ég tek því umboði sem mér var veitt í forvali VG af mikilli auðmýkt og virðingu en óska vinsamlegast eftir því að mínum aðstæðum verði sýndur skilningur. Með bjartsýni á batnandi heilsu og jafnvægi fjölskyldu minnar með tímanum mun ég vonandi hafa aðstæður til vaxandi þátttöku fyrir VG á ný,“ segir Óli. Þá biður hann fólk vinsamlegast um að virða það við fjölskylduna að hún muni ekki ræða þessi mál frekar í símtölum, með skilaboðum eða öðrum hætti að svo stöddu.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stjórn kjördæmaráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa gert tillögu að breytingu á röðun efstu þriggja á lista Vg í Norðausturkjördæmi. Þær tillögur eru svohljóðandi: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Jódís Skúladóttir Óli Halldórsson Breytingartillagan verður lög fyrir fund kjördæmaráðs eftir helgi. Það vakti verulega athygli þegar Óli lagði Bjarkey, þingflokksformann, flokksins í prófkjöri. En Bjarkey hefur verið ákafur talsmaður ríkisstjórnarinnar og talið að hún nyti ótvíræðs stuðnings flokksforystunnar. Óli hlaut glæsilega kosningu og var það auk annarra úrslita víðar um land í forvali Vg haft til marks um að grasrót flokksins væri síður en svo ánægð með ríkisstjórnarsamstarfið. Óli sjálfur dró sig í hlé og hann gerir grein fyrir ástæðum þess á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. „Ég hef af persónulegum ástæðum ákveðið að víkja frá áformum um að leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga komandi haust. Alvarleg veikindi hafa komið upp hjá eiginkonu minni, sem haft hafa í för með sér ófyrirséðar áskoranir.“ Þá segir Óli að í forystuhlutverk í pólitík landsmála fer menn ekki til smárra verka eða af hálfum hug. „Ég tek því umboði sem mér var veitt í forvali VG af mikilli auðmýkt og virðingu en óska vinsamlegast eftir því að mínum aðstæðum verði sýndur skilningur. Með bjartsýni á batnandi heilsu og jafnvægi fjölskyldu minnar með tímanum mun ég vonandi hafa aðstæður til vaxandi þátttöku fyrir VG á ný,“ segir Óli. Þá biður hann fólk vinsamlegast um að virða það við fjölskylduna að hún muni ekki ræða þessi mál frekar í símtölum, með skilaboðum eða öðrum hætti að svo stöddu.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira