Í tilkynningu frá Gísla Páli Pálssyni, forstjóra Grundarheimilanna, segir að unnið sé að málinu í samráði við smitrakningateymið. Heimilismenn og starfsmenn hafi verið sendir í sýnatöku eftir því sem við eigi.
Þá segir jafnframt að lokað hafi verið fyrir allar heimsóknir á hjúkrunarheimilið á meðan unnið sé að skimun og greiningu.
Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að tveir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafi greinst smitaðir. Í tilkynningunni kemur fram að líðan þeirra heimilismanna sé þó góð og þeir séu einkennalausir.