Norsku stelpurnar keyrðu yfir lið Svartfjallalands í seinni hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2021 08:51 Þórir Hergeirsson sá sínar stelpur eiga frábæran seinni hálfleik á móti Svartfjallalandi. AP/Sergei Grits Norska kvennalandsliðið í handbolta hélt sigurgöngu sinni áfram á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt og eru þær öruggar í átta liða úrslitin þegar tveir leikir eru eftir. Noregur vann 35-23 sigur á Svartfjallalandi og hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á leikunum með samtals 33 mörkum eða ellefu mörkum að meðaltali í leik. Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar voru reyndar ekki alltof sannfærandi framan af leik enda þremur mörkum undir um miðjan fyrri hálfleik. Herlig! https://t.co/lJEYMrb9cw— VG Sporten (@vgsporten) July 29, 2021 Seinni hálfleikur liðsins var aftur á móti frábær en hann unnu þær norsku með tólf marka mun, 22-10. Noregur er í fullt hús í riðlinum eins og Holland sem vann níu marka sigur á Angóla í nótt, 37-28. Suður Kórea vann síðan þriggja marka sigur á Japan, 27-24. Nora Mörk og Henny Reistad voru markahæstar hjá norska liðinu með sjö mörk hvor en þær Stine Bredal Oftedal og Sanna Solberg-isaksen skoruðu báðar sex mörk. Norsku stelpurnar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en Svartfjallaland tók síðan öll völd og komst þremur mörkum yfir í 8-5. Þórir tók þá leikhlé og norska liðið náði að jafna metin í 13-13 fyrir hálfleik. Eftir þennan spennandi fyrri hálfleik þá bjuggust flestir við meiri spennu í þeim síðari en svo varð ekki raunin. Norsku stelpurnar keyrðu yfir lið Svartfjallalands í seinni hálfleiknum. Staðan var reyndar 15-15 í upphafi hálfleiksins en þá komu þrjú norsk mörk í röð. Leikhlé Svartfellinga breyttu litlu og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var munurinn orðinn átta mörk, 26-18. Eftirleikurinn var auðveldur. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Noregur vann 35-23 sigur á Svartfjallalandi og hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á leikunum með samtals 33 mörkum eða ellefu mörkum að meðaltali í leik. Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar voru reyndar ekki alltof sannfærandi framan af leik enda þremur mörkum undir um miðjan fyrri hálfleik. Herlig! https://t.co/lJEYMrb9cw— VG Sporten (@vgsporten) July 29, 2021 Seinni hálfleikur liðsins var aftur á móti frábær en hann unnu þær norsku með tólf marka mun, 22-10. Noregur er í fullt hús í riðlinum eins og Holland sem vann níu marka sigur á Angóla í nótt, 37-28. Suður Kórea vann síðan þriggja marka sigur á Japan, 27-24. Nora Mörk og Henny Reistad voru markahæstar hjá norska liðinu með sjö mörk hvor en þær Stine Bredal Oftedal og Sanna Solberg-isaksen skoruðu báðar sex mörk. Norsku stelpurnar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en Svartfjallaland tók síðan öll völd og komst þremur mörkum yfir í 8-5. Þórir tók þá leikhlé og norska liðið náði að jafna metin í 13-13 fyrir hálfleik. Eftir þennan spennandi fyrri hálfleik þá bjuggust flestir við meiri spennu í þeim síðari en svo varð ekki raunin. Norsku stelpurnar keyrðu yfir lið Svartfjallalands í seinni hálfleiknum. Staðan var reyndar 15-15 í upphafi hálfleiksins en þá komu þrjú norsk mörk í röð. Leikhlé Svartfellinga breyttu litlu og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var munurinn orðinn átta mörk, 26-18. Eftirleikurinn var auðveldur.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira