Þriðja tapið í röð hjá liðum Dags og Arons Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 08:01 Dagur Sigurðsson ræðir við sína menn í japanska landsliðinu. EPA-EFE/WU HONG Lærisveinar íslensku þjálfaranna Dags Sigurðssonar og Aron Kristjánssonar hafa enn ekki ná að fagna sigri í handboltakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Bæði liðin töpuðu þriðja leiknum sínum í röð í nótt og eru nú einu liðin í B-riðli sem hafa ekki fengið stig. Three from three for the defending Olympic champions Denmark earn a big win over Bahrain to stay on the maximum points with a perfect record at #Tokyo2020#Olympics pic.twitter.com/rlxLQ88Wdr— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Barein, lið Arons, tapaði með tíu marka mun á móti Dönum, 31-21, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 12-7. Barein hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með eins marks mun en fékk nú skell. Heimsmeistarar Dana hafa unnið alla þrjá leiki sína og það með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með fullt hús eftir 29-28 sigur á Portúgal í nótt. Japanir töpuðu með fjögurra marka mun á móti Egyptalandi, 33-29, eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11. Egyptar töpuðu á móti Dönum en hafa unnið hina tvo leiki sína á móti Japan og Portúgal. A big fight from Japan but Egypt come away with their second win at #Tokyo2020, closing the round for Group B #Olympics pic.twitter.com/DopAJXwj01— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Japanska liðið náði ekki alveg að fylgja eftir góðum öðrum leik sínum þar sem liðið stóð í liði Svía og tapaði á endanum aðeins með tveggja marka mun. Japanska liðið barðist þó allan tímann en Egyptar voru bara of sterkir. Tveir leikir eru eftir í riðlinum og fjögur af sex liðum komast áfram í átta liða úrslitin. Vonin er því ekki úti þótt hún sé veik. Barein og Japan mætast í næstu umferð en síðan á Barein eftir að mæta Egyptalandi á meðan Japan spilar við Portúgal. Sigur í síðustu tveimur leikjunum myndi væntanlega koma liðum Dags og Arons í átta liða úrslitin. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Bæði liðin töpuðu þriðja leiknum sínum í röð í nótt og eru nú einu liðin í B-riðli sem hafa ekki fengið stig. Three from three for the defending Olympic champions Denmark earn a big win over Bahrain to stay on the maximum points with a perfect record at #Tokyo2020#Olympics pic.twitter.com/rlxLQ88Wdr— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Barein, lið Arons, tapaði með tíu marka mun á móti Dönum, 31-21, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 12-7. Barein hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með eins marks mun en fékk nú skell. Heimsmeistarar Dana hafa unnið alla þrjá leiki sína og það með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með fullt hús eftir 29-28 sigur á Portúgal í nótt. Japanir töpuðu með fjögurra marka mun á móti Egyptalandi, 33-29, eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11. Egyptar töpuðu á móti Dönum en hafa unnið hina tvo leiki sína á móti Japan og Portúgal. A big fight from Japan but Egypt come away with their second win at #Tokyo2020, closing the round for Group B #Olympics pic.twitter.com/DopAJXwj01— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Japanska liðið náði ekki alveg að fylgja eftir góðum öðrum leik sínum þar sem liðið stóð í liði Svía og tapaði á endanum aðeins með tveggja marka mun. Japanska liðið barðist þó allan tímann en Egyptar voru bara of sterkir. Tveir leikir eru eftir í riðlinum og fjögur af sex liðum komast áfram í átta liða úrslitin. Vonin er því ekki úti þótt hún sé veik. Barein og Japan mætast í næstu umferð en síðan á Barein eftir að mæta Egyptalandi á meðan Japan spilar við Portúgal. Sigur í síðustu tveimur leikjunum myndi væntanlega koma liðum Dags og Arons í átta liða úrslitin.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira