Þriðja tapið í röð hjá liðum Dags og Arons Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 08:01 Dagur Sigurðsson ræðir við sína menn í japanska landsliðinu. EPA-EFE/WU HONG Lærisveinar íslensku þjálfaranna Dags Sigurðssonar og Aron Kristjánssonar hafa enn ekki ná að fagna sigri í handboltakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Bæði liðin töpuðu þriðja leiknum sínum í röð í nótt og eru nú einu liðin í B-riðli sem hafa ekki fengið stig. Three from three for the defending Olympic champions Denmark earn a big win over Bahrain to stay on the maximum points with a perfect record at #Tokyo2020#Olympics pic.twitter.com/rlxLQ88Wdr— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Barein, lið Arons, tapaði með tíu marka mun á móti Dönum, 31-21, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 12-7. Barein hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með eins marks mun en fékk nú skell. Heimsmeistarar Dana hafa unnið alla þrjá leiki sína og það með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með fullt hús eftir 29-28 sigur á Portúgal í nótt. Japanir töpuðu með fjögurra marka mun á móti Egyptalandi, 33-29, eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11. Egyptar töpuðu á móti Dönum en hafa unnið hina tvo leiki sína á móti Japan og Portúgal. A big fight from Japan but Egypt come away with their second win at #Tokyo2020, closing the round for Group B #Olympics pic.twitter.com/DopAJXwj01— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Japanska liðið náði ekki alveg að fylgja eftir góðum öðrum leik sínum þar sem liðið stóð í liði Svía og tapaði á endanum aðeins með tveggja marka mun. Japanska liðið barðist þó allan tímann en Egyptar voru bara of sterkir. Tveir leikir eru eftir í riðlinum og fjögur af sex liðum komast áfram í átta liða úrslitin. Vonin er því ekki úti þótt hún sé veik. Barein og Japan mætast í næstu umferð en síðan á Barein eftir að mæta Egyptalandi á meðan Japan spilar við Portúgal. Sigur í síðustu tveimur leikjunum myndi væntanlega koma liðum Dags og Arons í átta liða úrslitin. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Bæði liðin töpuðu þriðja leiknum sínum í röð í nótt og eru nú einu liðin í B-riðli sem hafa ekki fengið stig. Three from three for the defending Olympic champions Denmark earn a big win over Bahrain to stay on the maximum points with a perfect record at #Tokyo2020#Olympics pic.twitter.com/rlxLQ88Wdr— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Barein, lið Arons, tapaði með tíu marka mun á móti Dönum, 31-21, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 12-7. Barein hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með eins marks mun en fékk nú skell. Heimsmeistarar Dana hafa unnið alla þrjá leiki sína og það með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með fullt hús eftir 29-28 sigur á Portúgal í nótt. Japanir töpuðu með fjögurra marka mun á móti Egyptalandi, 33-29, eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11. Egyptar töpuðu á móti Dönum en hafa unnið hina tvo leiki sína á móti Japan og Portúgal. A big fight from Japan but Egypt come away with their second win at #Tokyo2020, closing the round for Group B #Olympics pic.twitter.com/DopAJXwj01— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Japanska liðið náði ekki alveg að fylgja eftir góðum öðrum leik sínum þar sem liðið stóð í liði Svía og tapaði á endanum aðeins með tveggja marka mun. Japanska liðið barðist þó allan tímann en Egyptar voru bara of sterkir. Tveir leikir eru eftir í riðlinum og fjögur af sex liðum komast áfram í átta liða úrslitin. Vonin er því ekki úti þótt hún sé veik. Barein og Japan mætast í næstu umferð en síðan á Barein eftir að mæta Egyptalandi á meðan Japan spilar við Portúgal. Sigur í síðustu tveimur leikjunum myndi væntanlega koma liðum Dags og Arons í átta liða úrslitin.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira