Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2021 14:12 Meira en 35 þúsund hektarar hafa orðið gróðureldum að bráð á Spáni það sem af er ári. Getty/Carlos Gil Andreu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti í dag að slökkviliðsmenn hafi barist við meira en fimmtíu elda á undanförnum sólarhring og líklegt sé að enn fleiri eldar kvikni á næstu dögum vegna hitabylgju sem er í kortunum. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Ég vil ítreka það að ágúst verður erfiður mánuður,“ sagði forsætisráðherrann í dag. „Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að vera í viðbragðsstöðu þar til þetta tímabil er yfirstaðið.“ Slökkviliðið í Grikklandi lýsti því yfir í dag að vanræksla á sveitabæjum og framkvæmdasvæðum hafi orðið til þess að einhverjir eldar hafi kviknað. Flestir eldanna hafa brunnið í suðurhluta Peloponnese héraðsins en engir hafa farist í eldunum. Auk eldanna í Grikklandi hafa eldar logað á Sardiníu og Sikiley í Ítalíu. Slökkviliðið á Sardiníu hefur notið aðstoðar slökkviliðsflugvéla frá Frakklandi og Grikklandi, sem hafa barist gegn eldunum úr lofti. Meira en fjögur þúsund hektarar af skóglendi hafa orðið eldunum að bráð og meira en 350 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þá kviknuðu eldar nærri bænum Erice á Sikiley í dag. Meira en 1.500 hektarar af skóglendi hafa brunnið í Katalóníu á Spáni um helgina og tugir hafa þurft að flýja heimili sín. Tekist hefur þó að slökkva lang flesta eldana í dag. Þá hafa meira en 2.500 hektarar brunnið í Lietor á Spáni undanfarna daga áður en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldanna þar. Á þessu ári hafa meira en 35 þúsund hektarar af landi brunnið á Spáni. Náttúruhamfarir í Evrópu hafa verið mikið í fréttum undanfarið en flóð eftir hamfararigningar riðu yfir Þýskaland, Belgíu, Austurríki og fleiri lönd í Vestur-Evrópu í síðustu viku. Hátt í 200 fórust í flóðunum. Þá hafa úrhellisrigningar í Englandi og Wales leikið landsmenn grátt og breyttust götur Lundúna í ár í nótt og í morgun. Spánn Grikkland Ítalía Náttúruhamfarir Gróðureldar í Grikklandi Tengdar fréttir Ólíklegt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað. 21. júlí 2021 08:17 Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. 16. júlí 2021 13:38 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti í dag að slökkviliðsmenn hafi barist við meira en fimmtíu elda á undanförnum sólarhring og líklegt sé að enn fleiri eldar kvikni á næstu dögum vegna hitabylgju sem er í kortunum. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Ég vil ítreka það að ágúst verður erfiður mánuður,“ sagði forsætisráðherrann í dag. „Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að vera í viðbragðsstöðu þar til þetta tímabil er yfirstaðið.“ Slökkviliðið í Grikklandi lýsti því yfir í dag að vanræksla á sveitabæjum og framkvæmdasvæðum hafi orðið til þess að einhverjir eldar hafi kviknað. Flestir eldanna hafa brunnið í suðurhluta Peloponnese héraðsins en engir hafa farist í eldunum. Auk eldanna í Grikklandi hafa eldar logað á Sardiníu og Sikiley í Ítalíu. Slökkviliðið á Sardiníu hefur notið aðstoðar slökkviliðsflugvéla frá Frakklandi og Grikklandi, sem hafa barist gegn eldunum úr lofti. Meira en fjögur þúsund hektarar af skóglendi hafa orðið eldunum að bráð og meira en 350 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þá kviknuðu eldar nærri bænum Erice á Sikiley í dag. Meira en 1.500 hektarar af skóglendi hafa brunnið í Katalóníu á Spáni um helgina og tugir hafa þurft að flýja heimili sín. Tekist hefur þó að slökkva lang flesta eldana í dag. Þá hafa meira en 2.500 hektarar brunnið í Lietor á Spáni undanfarna daga áður en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldanna þar. Á þessu ári hafa meira en 35 þúsund hektarar af landi brunnið á Spáni. Náttúruhamfarir í Evrópu hafa verið mikið í fréttum undanfarið en flóð eftir hamfararigningar riðu yfir Þýskaland, Belgíu, Austurríki og fleiri lönd í Vestur-Evrópu í síðustu viku. Hátt í 200 fórust í flóðunum. Þá hafa úrhellisrigningar í Englandi og Wales leikið landsmenn grátt og breyttust götur Lundúna í ár í nótt og í morgun.
Spánn Grikkland Ítalía Náttúruhamfarir Gróðureldar í Grikklandi Tengdar fréttir Ólíklegt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað. 21. júlí 2021 08:17 Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. 16. júlí 2021 13:38 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Ólíklegt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað. 21. júlí 2021 08:17
Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. 16. júlí 2021 13:38
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila