Minnkandi gosflæði í júlí: Mögulega merki um að farið sé að síga á seinni hlutann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júlí 2021 22:58 Mikil læti voru í gosinu um tíma, en rennsli virðist fara minnkandi. Vísir/Vilhelm. Á síðustu þremur vikum hefur hraunrennsli úr eldgosinu í Fagradalsfjalli farið minnkandi. Bendir það til þess að þrýstingur fari minnkandi. Mögulega geta þetta verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Þetta kemur í uppfærslu á yfirliti yfir hraunflæði á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir þó að enn sé of snemmt til að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa. Nýjar mælingar á hraunflæði voru gerðar síðastliðinn mánudag þegar mælingavél Isavia, TF-FMS, flaug yfir svæðið og gerði sniðmælingar af hrauninu. Auk þess komu inn gervitunglagögn. Gerð voru landlíkön eftir þessum mælingum og voru þau borin saman við gögn sem bárust 26. júní. Vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson er einn af höfundum yfirlitsins.Vísir/Vilhelm Gögnin benda til þess að meðalhraunrennslið yfir tímabilið 26. júní – 2. júlí, sex dagar, hafi verið rúmlega 10 m3/s en fyrir 2.-19. júlí, 17 dagar, sé meðalrennslið 7,5 m3/s. „Gosvirknin breyttist í lok júní. Þá tók virknin að sveiflast milli tímabila með öflugu hraunrennsli og síðan kyrrum tímabilum á milli. Mælingarnar nú sýna að hraunflæði hefur dregist verulega saman. Gosið er því greinilega minnkandi.“ Segir í yfirlitinu að eðlilegt sé að skipta gosinu í fjögur tímabil: Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu hraunrennsli, að meðaltali um 6 m3/s. Annað tímabilið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu 5-8 m3/s. Eftir þetta tímabil hefur virknin verið öll í einum gíg. Þriðja tímabilið stóð í tvo og hálfan mánuð og endaði í lok júní. Hraunrennsli var lengst af nokkuð stöðugt, um 12 m3/s. Hraun rann ýmist í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Fjórða tímabilið hófst í lok júní. Það einkennist af kviðukenndri virkni. Þegar hraunrennsli er í fullum gangi virðist það svipað og var á þriðja tímabilinu, en síðan koma langir kaflar með litlu eða jafnvel engu hraunrennsli. Mælingarnar í júlí sýna að meðalrennslið fer nú greinilega lækkandi. Það mælist 7,5 m3/s og því aðeins 60-65% af því sem var lengst af í maí og júní. „Á síðustu þremur vikum hefur rennslið minnkað og bendir það til þess að þrýstingur fari nú minnkandi í kerfinu. Þetta gæti verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Of snemmt er þó að reyna að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa,“ segir í yfirlitinu en nánar má glöggva sig á því hér. Eldgos og jarðhræringar Vísindi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þetta kemur í uppfærslu á yfirliti yfir hraunflæði á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir þó að enn sé of snemmt til að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa. Nýjar mælingar á hraunflæði voru gerðar síðastliðinn mánudag þegar mælingavél Isavia, TF-FMS, flaug yfir svæðið og gerði sniðmælingar af hrauninu. Auk þess komu inn gervitunglagögn. Gerð voru landlíkön eftir þessum mælingum og voru þau borin saman við gögn sem bárust 26. júní. Vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson er einn af höfundum yfirlitsins.Vísir/Vilhelm Gögnin benda til þess að meðalhraunrennslið yfir tímabilið 26. júní – 2. júlí, sex dagar, hafi verið rúmlega 10 m3/s en fyrir 2.-19. júlí, 17 dagar, sé meðalrennslið 7,5 m3/s. „Gosvirknin breyttist í lok júní. Þá tók virknin að sveiflast milli tímabila með öflugu hraunrennsli og síðan kyrrum tímabilum á milli. Mælingarnar nú sýna að hraunflæði hefur dregist verulega saman. Gosið er því greinilega minnkandi.“ Segir í yfirlitinu að eðlilegt sé að skipta gosinu í fjögur tímabil: Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu hraunrennsli, að meðaltali um 6 m3/s. Annað tímabilið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu 5-8 m3/s. Eftir þetta tímabil hefur virknin verið öll í einum gíg. Þriðja tímabilið stóð í tvo og hálfan mánuð og endaði í lok júní. Hraunrennsli var lengst af nokkuð stöðugt, um 12 m3/s. Hraun rann ýmist í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Fjórða tímabilið hófst í lok júní. Það einkennist af kviðukenndri virkni. Þegar hraunrennsli er í fullum gangi virðist það svipað og var á þriðja tímabilinu, en síðan koma langir kaflar með litlu eða jafnvel engu hraunrennsli. Mælingarnar í júlí sýna að meðalrennslið fer nú greinilega lækkandi. Það mælist 7,5 m3/s og því aðeins 60-65% af því sem var lengst af í maí og júní. „Á síðustu þremur vikum hefur rennslið minnkað og bendir það til þess að þrýstingur fari nú minnkandi í kerfinu. Þetta gæti verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Of snemmt er þó að reyna að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa,“ segir í yfirlitinu en nánar má glöggva sig á því hér.
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira