Minnkandi gosflæði í júlí: Mögulega merki um að farið sé að síga á seinni hlutann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júlí 2021 22:58 Mikil læti voru í gosinu um tíma, en rennsli virðist fara minnkandi. Vísir/Vilhelm. Á síðustu þremur vikum hefur hraunrennsli úr eldgosinu í Fagradalsfjalli farið minnkandi. Bendir það til þess að þrýstingur fari minnkandi. Mögulega geta þetta verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Þetta kemur í uppfærslu á yfirliti yfir hraunflæði á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir þó að enn sé of snemmt til að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa. Nýjar mælingar á hraunflæði voru gerðar síðastliðinn mánudag þegar mælingavél Isavia, TF-FMS, flaug yfir svæðið og gerði sniðmælingar af hrauninu. Auk þess komu inn gervitunglagögn. Gerð voru landlíkön eftir þessum mælingum og voru þau borin saman við gögn sem bárust 26. júní. Vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson er einn af höfundum yfirlitsins.Vísir/Vilhelm Gögnin benda til þess að meðalhraunrennslið yfir tímabilið 26. júní – 2. júlí, sex dagar, hafi verið rúmlega 10 m3/s en fyrir 2.-19. júlí, 17 dagar, sé meðalrennslið 7,5 m3/s. „Gosvirknin breyttist í lok júní. Þá tók virknin að sveiflast milli tímabila með öflugu hraunrennsli og síðan kyrrum tímabilum á milli. Mælingarnar nú sýna að hraunflæði hefur dregist verulega saman. Gosið er því greinilega minnkandi.“ Segir í yfirlitinu að eðlilegt sé að skipta gosinu í fjögur tímabil: Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu hraunrennsli, að meðaltali um 6 m3/s. Annað tímabilið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu 5-8 m3/s. Eftir þetta tímabil hefur virknin verið öll í einum gíg. Þriðja tímabilið stóð í tvo og hálfan mánuð og endaði í lok júní. Hraunrennsli var lengst af nokkuð stöðugt, um 12 m3/s. Hraun rann ýmist í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Fjórða tímabilið hófst í lok júní. Það einkennist af kviðukenndri virkni. Þegar hraunrennsli er í fullum gangi virðist það svipað og var á þriðja tímabilinu, en síðan koma langir kaflar með litlu eða jafnvel engu hraunrennsli. Mælingarnar í júlí sýna að meðalrennslið fer nú greinilega lækkandi. Það mælist 7,5 m3/s og því aðeins 60-65% af því sem var lengst af í maí og júní. „Á síðustu þremur vikum hefur rennslið minnkað og bendir það til þess að þrýstingur fari nú minnkandi í kerfinu. Þetta gæti verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Of snemmt er þó að reyna að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa,“ segir í yfirlitinu en nánar má glöggva sig á því hér. Eldgos og jarðhræringar Vísindi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þetta kemur í uppfærslu á yfirliti yfir hraunflæði á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir þó að enn sé of snemmt til að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa. Nýjar mælingar á hraunflæði voru gerðar síðastliðinn mánudag þegar mælingavél Isavia, TF-FMS, flaug yfir svæðið og gerði sniðmælingar af hrauninu. Auk þess komu inn gervitunglagögn. Gerð voru landlíkön eftir þessum mælingum og voru þau borin saman við gögn sem bárust 26. júní. Vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson er einn af höfundum yfirlitsins.Vísir/Vilhelm Gögnin benda til þess að meðalhraunrennslið yfir tímabilið 26. júní – 2. júlí, sex dagar, hafi verið rúmlega 10 m3/s en fyrir 2.-19. júlí, 17 dagar, sé meðalrennslið 7,5 m3/s. „Gosvirknin breyttist í lok júní. Þá tók virknin að sveiflast milli tímabila með öflugu hraunrennsli og síðan kyrrum tímabilum á milli. Mælingarnar nú sýna að hraunflæði hefur dregist verulega saman. Gosið er því greinilega minnkandi.“ Segir í yfirlitinu að eðlilegt sé að skipta gosinu í fjögur tímabil: Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu hraunrennsli, að meðaltali um 6 m3/s. Annað tímabilið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu 5-8 m3/s. Eftir þetta tímabil hefur virknin verið öll í einum gíg. Þriðja tímabilið stóð í tvo og hálfan mánuð og endaði í lok júní. Hraunrennsli var lengst af nokkuð stöðugt, um 12 m3/s. Hraun rann ýmist í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Fjórða tímabilið hófst í lok júní. Það einkennist af kviðukenndri virkni. Þegar hraunrennsli er í fullum gangi virðist það svipað og var á þriðja tímabilinu, en síðan koma langir kaflar með litlu eða jafnvel engu hraunrennsli. Mælingarnar í júlí sýna að meðalrennslið fer nú greinilega lækkandi. Það mælist 7,5 m3/s og því aðeins 60-65% af því sem var lengst af í maí og júní. „Á síðustu þremur vikum hefur rennslið minnkað og bendir það til þess að þrýstingur fari nú minnkandi í kerfinu. Þetta gæti verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Of snemmt er þó að reyna að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa,“ segir í yfirlitinu en nánar má glöggva sig á því hér.
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira