Tvö íslensk töp í Sambandsdeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2021 20:39 Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF í kvöld. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur leikjum sem var að ljúka í Sambandsdeild Evrópu. Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF töpuðu 2-1 gegn Larne frá Norður-Írlandi og á sama tíma þurftu Óskar Sverrisson og félagar í Häcken að sætta sig við 5-1 tap gegn skoska liðinu Aberdeen. Það tók leikmenn Larne ekki langan tíma að brjóta ísinn gegn Jóni Degi og félögum, en David McDaid kom heimamönnum yfir eftir þriggja mínútna leik. Dean Jarvis tvöfaldaði forystu Larne stundarfjórðungi fyrir hálfleik, og staðan því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Jón Dagur var í byrjunarliði AGF, en hann var tekinn af velli eftir tæplega 50. mínútna leik. Alexander Ammitzboll minnkaði muninn þegar fimm mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku eftir viku, og þá þarf AGF á sigri að halda. Óskar Sverrisson spilaði allan leikinn í liði Häcken sem tapaði 5-1 á útivelli gegn Aberdeen. Valgeir Friðriksson var ónotaður varamaður. Andrew Considine kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik áður en Lewis Ferguson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum rétt fyrir hálfleik. Ferguson var svo aftur á ferðinni á 53. mínútu þegar hann kom Aberdeen í 3-0. Alexander Jeremejeff minnkaði muninn fyrir gestina eftir tæplega klukkutíma leik, en Christian Ramirez kom heimamönnum í 4-1 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Connor McLennan gerði svo endanlega út um leikinn á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar hann gulltryggði 5-1 sigur Aberdeen. Það er því ljóst að Häcken á erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir taka á móti Aberdeen í seinni leik liðanna eftir slétta viku. Þá fór einnig fram leikur Gent frá Belgíu og Vålerenga frá Noregi. Viðar Örn Kjartansson er á mála hjá Vålerenga, en hann var utan hóps vegna meiðsla þegar liðið steinlá. Lokatölur 4-0, og því ansi brött brekka framundan fyrir Vålerenga. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Það tók leikmenn Larne ekki langan tíma að brjóta ísinn gegn Jóni Degi og félögum, en David McDaid kom heimamönnum yfir eftir þriggja mínútna leik. Dean Jarvis tvöfaldaði forystu Larne stundarfjórðungi fyrir hálfleik, og staðan því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Jón Dagur var í byrjunarliði AGF, en hann var tekinn af velli eftir tæplega 50. mínútna leik. Alexander Ammitzboll minnkaði muninn þegar fimm mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku eftir viku, og þá þarf AGF á sigri að halda. Óskar Sverrisson spilaði allan leikinn í liði Häcken sem tapaði 5-1 á útivelli gegn Aberdeen. Valgeir Friðriksson var ónotaður varamaður. Andrew Considine kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik áður en Lewis Ferguson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum rétt fyrir hálfleik. Ferguson var svo aftur á ferðinni á 53. mínútu þegar hann kom Aberdeen í 3-0. Alexander Jeremejeff minnkaði muninn fyrir gestina eftir tæplega klukkutíma leik, en Christian Ramirez kom heimamönnum í 4-1 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Connor McLennan gerði svo endanlega út um leikinn á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar hann gulltryggði 5-1 sigur Aberdeen. Það er því ljóst að Häcken á erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir taka á móti Aberdeen í seinni leik liðanna eftir slétta viku. Þá fór einnig fram leikur Gent frá Belgíu og Vålerenga frá Noregi. Viðar Örn Kjartansson er á mála hjá Vålerenga, en hann var utan hóps vegna meiðsla þegar liðið steinlá. Lokatölur 4-0, og því ansi brött brekka framundan fyrir Vålerenga.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira