Richarlison byrjar með látum og Mexíkó pakkaði Frakklandi saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 13:31 Richarlison skoraði þrennu í dag. Toru Hanai/Getty Images Ólympíuleikarnir í knattspyrnu karla hófust í dag með átta leikjum. Af nægu er að taka en helst það að frétta að Richarlison skoraði öll mörk Brasilíu í 4-2 sigri á Þýskalandi, Mexíkó vann 4-1 sigur á Frakklandi og Ástralía lagði Argentínu 2-0. Um er að ræða U-23 ára landslið þjóðanna sem taka þátt en þrír eldri leikmenn mega vera í hverju liði fyrir sig. Þannig eru reynsluboltar á borð við Dani Alves og Andre-Pierre Gignac á mótinu. Alves var fyrirliði Brasilíu sem virtist ætla að hefna fyrir tapið á HM 2014 er liðið mætti Þýskalandi. Richarlison skoraði eftir sjö mínútna leik og bætti við öðru marki á 22. mínútu leiksins. Staðan var orðin 3-0 eftir hálftíma og Richarlison kominn með þrennu. 1 - Richarlison's hat-trick for Brazil against Germany is the first treble scored by a Premier League player at the Olympic games. Golden. #Tokyo2020 pic.twitter.com/nTD4h8Gjg4— OptaJoe (@OptaJoe) July 22, 2021 Þannig var staðan í hálfleik en Matheus Cunha fékk kjörið tækifæri til að koma Brasilíu í 4-0 undir lok fyrri hálfleiks. Brasilía fékk vítaspyrnu en Cunha brást bogalistin. Nadiem Amiri minnkaði muninn á 57. mínútu en sex mínútum síðar fékk Maximilian Arnold, fyrirliði Þýskalands, sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Það virtist bara hvetja Þjóðverja áfram en Ragnar Ache minnkaði muninn á 83. mínútu og staðan orðin 3-2. Paulinho slökkti vonir Þjóðverja eftir að þeir höfðu lagt allt í sölurnar til að jafna leikinn. Skorðai hann á 94. mínútu og tryggði 4-2 sigur Brasilíu. Andre-Pierre Gignac skoraði eina mark Frakklands sem beið afhroð gegn Mexíkó. Eftir markalausan fyrri hálfleik komu Ernesto Vega og Francisco Cordova Mexíkó 2-0 yfir áður en Gignac minnkaði muninn. Sá franski spilar í Mexíkó og bað stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir markið. Andre-Pierre Gignac has played in Liga MX for six years and is Tigres all-time top scorer.He scored a penalty against Mexico in the Olympics and apologised during his celebration pic.twitter.com/BVt3ln1mMy— B/R Football (@brfootball) July 22, 2021 Carlos Antuna og Eduardo Aguirre bættu við mörkum fyrir Mexíkó undir lok leiks og tryggðu 4-1 stórsigur Mexíkó. Þá vann Ástralía 2-0 sigur á Argentínu þökk sé mörkum Lachlan Wales og Marco Tilo. Hart var barist í leiknum en alls fóru 12 gul spjöld og eitt rautt á loft í leiknum. Alls lauk þremur leikjum með 1-0 sigri í dag: Japan vann Suður-Afríku, Nýja-Sjáland vann Suður-Kóreu og Rúmenía vann Hondúras. Fílabeinsströndin vann 2-1 sigur á Sádi-Arabíu en Egyptaland og Spánn gerðu markalaust jafntefli. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Um er að ræða U-23 ára landslið þjóðanna sem taka þátt en þrír eldri leikmenn mega vera í hverju liði fyrir sig. Þannig eru reynsluboltar á borð við Dani Alves og Andre-Pierre Gignac á mótinu. Alves var fyrirliði Brasilíu sem virtist ætla að hefna fyrir tapið á HM 2014 er liðið mætti Þýskalandi. Richarlison skoraði eftir sjö mínútna leik og bætti við öðru marki á 22. mínútu leiksins. Staðan var orðin 3-0 eftir hálftíma og Richarlison kominn með þrennu. 1 - Richarlison's hat-trick for Brazil against Germany is the first treble scored by a Premier League player at the Olympic games. Golden. #Tokyo2020 pic.twitter.com/nTD4h8Gjg4— OptaJoe (@OptaJoe) July 22, 2021 Þannig var staðan í hálfleik en Matheus Cunha fékk kjörið tækifæri til að koma Brasilíu í 4-0 undir lok fyrri hálfleiks. Brasilía fékk vítaspyrnu en Cunha brást bogalistin. Nadiem Amiri minnkaði muninn á 57. mínútu en sex mínútum síðar fékk Maximilian Arnold, fyrirliði Þýskalands, sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Það virtist bara hvetja Þjóðverja áfram en Ragnar Ache minnkaði muninn á 83. mínútu og staðan orðin 3-2. Paulinho slökkti vonir Þjóðverja eftir að þeir höfðu lagt allt í sölurnar til að jafna leikinn. Skorðai hann á 94. mínútu og tryggði 4-2 sigur Brasilíu. Andre-Pierre Gignac skoraði eina mark Frakklands sem beið afhroð gegn Mexíkó. Eftir markalausan fyrri hálfleik komu Ernesto Vega og Francisco Cordova Mexíkó 2-0 yfir áður en Gignac minnkaði muninn. Sá franski spilar í Mexíkó og bað stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir markið. Andre-Pierre Gignac has played in Liga MX for six years and is Tigres all-time top scorer.He scored a penalty against Mexico in the Olympics and apologised during his celebration pic.twitter.com/BVt3ln1mMy— B/R Football (@brfootball) July 22, 2021 Carlos Antuna og Eduardo Aguirre bættu við mörkum fyrir Mexíkó undir lok leiks og tryggðu 4-1 stórsigur Mexíkó. Þá vann Ástralía 2-0 sigur á Argentínu þökk sé mörkum Lachlan Wales og Marco Tilo. Hart var barist í leiknum en alls fóru 12 gul spjöld og eitt rautt á loft í leiknum. Alls lauk þremur leikjum með 1-0 sigri í dag: Japan vann Suður-Afríku, Nýja-Sjáland vann Suður-Kóreu og Rúmenía vann Hondúras. Fílabeinsströndin vann 2-1 sigur á Sádi-Arabíu en Egyptaland og Spánn gerðu markalaust jafntefli.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira