Hélt að Reycup væri að grínast með að bóka hann Snorri Másson skrifar 21. júlí 2021 13:55 Emmsjé Gauti treður upp á Reycup í ár, eftir að hafa sent gestum hátíðarinnar kaldar kveðjur í fyrra. Daníel Thor Emmsjé Gauti er að spila á Reycup í dag og á laugardaginn, að öllu óbreyttu. Það hefur vakið lukku á Twitter, þar sem flestum er enn í fersku minni pilla sem rapparinn sendi gestum hátíðarinnar í fyrra, eftir að smit greindist í hópnum. „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar,“ skrifaði Gauti á Twitter í kjölfar frétta af smitum á mótinu og frétta af því að gripið hefði verið til hertra sóttvarnaráðstafana innanlands í fyrsta sinn um nokkurt skeið. Smitum fer fjölgandi og ég er bókaður á Rey Cup um helgina. Vonandi verður gaman.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 20, 2021 Gremjan var á þessum tímapunkti nokkuð mikil á meðal atvinnulausra tónlistarmanna, en Gauti segir þó í samtali við Vísi að vissulega hafi útlegging fjölmiðla á tísti hans á þessum tíma verið fullbókstafleg. „Þetta var eiginlega bara grín sem sprakk. Ég hafði í raun og veru enga skoðun á þessu fótboltamóti, ég bara greip eitthvað á lofti. En þetta var bara fyndið og auðvitað ákveðið móment að það hafi verið gert grín að þessu í skaupinu,“ segir Gauti. Vegna umræðunnar sem tístið hafði hrundið af stað kom það rapparanum á óvart að fá símtal frá Reycup í vor, þar sem hann var beðinn um að spila á íþróttamótinu. „Ég var bara, eruði að djóka? En meirihluti fólks hafði nú bara húmor fyrir þessu þótt nokkrir pirraðir einstaklingar hafi upplifað þetta sem árás á börnin þeirra, sem þetta var náttúrulega ekki,“ segir Gauti. Grínið hefst í kringum mínútu 25. Heldur kjafti og hlýðir Fjöldi smita undanfarna daga hefur verið ískyggilegur og sóttvarnalæknir kveðst vera að íhuga að grípa til aðgerða innanlands. Gauti segir blendnar tilfinningar uppi um Reycup í ljósi smita, en að stuðið hafi verið nokkuð mikið síðan tilslakanir tóku gildi og skemmtanalífið fór aftur af stað. Nú virðist allt horfa til verri vegar: „Ég meina við bara bólusettum okkur, fórum aftur út að djamma og núna virðist það bara ekki vera að virka. Ég hef enga lausn á þessu, ég bara held kjafti og hlýði,“ segir Gauti. Þegar eru brögð að því að verið sé að aflýsa viðburðum í ljósi ástandsins en Gauti segist lítið hafa orðið var við að afbókanir tónlistarmanna séu hafnar. „En talan fer hækkandi með hverjum deginum,“ segir hann áhyggjufullur. Hvernig sem fer má að sögn rapparans hugga sig við að ný Kanye West plata sé að koma út á föstudaginn. View this post on Instagram A post shared by ye (@kanyewest) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) ReyCup Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Kom heim og „allt var brjálað“ á Twitter Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. 31. júlí 2020 18:21 Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar,“ skrifaði Gauti á Twitter í kjölfar frétta af smitum á mótinu og frétta af því að gripið hefði verið til hertra sóttvarnaráðstafana innanlands í fyrsta sinn um nokkurt skeið. Smitum fer fjölgandi og ég er bókaður á Rey Cup um helgina. Vonandi verður gaman.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 20, 2021 Gremjan var á þessum tímapunkti nokkuð mikil á meðal atvinnulausra tónlistarmanna, en Gauti segir þó í samtali við Vísi að vissulega hafi útlegging fjölmiðla á tísti hans á þessum tíma verið fullbókstafleg. „Þetta var eiginlega bara grín sem sprakk. Ég hafði í raun og veru enga skoðun á þessu fótboltamóti, ég bara greip eitthvað á lofti. En þetta var bara fyndið og auðvitað ákveðið móment að það hafi verið gert grín að þessu í skaupinu,“ segir Gauti. Vegna umræðunnar sem tístið hafði hrundið af stað kom það rapparanum á óvart að fá símtal frá Reycup í vor, þar sem hann var beðinn um að spila á íþróttamótinu. „Ég var bara, eruði að djóka? En meirihluti fólks hafði nú bara húmor fyrir þessu þótt nokkrir pirraðir einstaklingar hafi upplifað þetta sem árás á börnin þeirra, sem þetta var náttúrulega ekki,“ segir Gauti. Grínið hefst í kringum mínútu 25. Heldur kjafti og hlýðir Fjöldi smita undanfarna daga hefur verið ískyggilegur og sóttvarnalæknir kveðst vera að íhuga að grípa til aðgerða innanlands. Gauti segir blendnar tilfinningar uppi um Reycup í ljósi smita, en að stuðið hafi verið nokkuð mikið síðan tilslakanir tóku gildi og skemmtanalífið fór aftur af stað. Nú virðist allt horfa til verri vegar: „Ég meina við bara bólusettum okkur, fórum aftur út að djamma og núna virðist það bara ekki vera að virka. Ég hef enga lausn á þessu, ég bara held kjafti og hlýði,“ segir Gauti. Þegar eru brögð að því að verið sé að aflýsa viðburðum í ljósi ástandsins en Gauti segist lítið hafa orðið var við að afbókanir tónlistarmanna séu hafnar. „En talan fer hækkandi með hverjum deginum,“ segir hann áhyggjufullur. Hvernig sem fer má að sögn rapparans hugga sig við að ný Kanye West plata sé að koma út á föstudaginn. View this post on Instagram A post shared by ye (@kanyewest)
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) ReyCup Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Kom heim og „allt var brjálað“ á Twitter Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. 31. júlí 2020 18:21 Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06
Kom heim og „allt var brjálað“ á Twitter Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. 31. júlí 2020 18:21
Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37