Skoraði þrennu í sjö marka tapi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 14:00 Barbra Banda átti frábæran leik í sjö marka tapi Sambíu í kvöld. Pablo Morano/Getty Images Barbra Banda mun seint gleyma leik Sambíu og Hollands á Ólympíuleikunum í knattspyrnu sem fram fór í dag. Hún skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 3-10 tapi. Þá skoraði Christine Sinclair sitt 187. landsliðsmark í 300. leiknum sínum fyrir Kanada. Ólympíuleikarnir byrja með látum ef horft er til knattspyrnuhluta leikanna. Fyrr í dag vann Svíþjóð frækinn sigur á Bandaríkjunum en þær síðarnefndu höfðu ekki tapað í 44 leikjum í röð fram að leik dagsins. Lokatölur þar 3-0 en á sama tíma vann Bretland 2-0 sigur á Síle og Brasilía vann 5-0 stórsigur á Kína. Nú eftir hádegi lauk þremur leikjum þar sem Barbra Banda, framherji Sambíu, stal senunni með þrennu gegn Hollandi er liðin mættust í F-riðli. Eini gallinn er að Holland skoraði tíu mörk, þar af gerði stórstjarnan Vivianne Miedema fernu. Miedema kom Hollandi yfir á 9. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Lieke Martens forystuna. Staðan var orðin 3-0 eftir stundarfjórðung en Banda minnkaði muninn á 19. mínútu. Í kjölfarið liðu tíu mínútur áður en Miedema skoraði sitt þriðja mark í leiknum og kom Hollandi 4-1 yfir. Hattrick-hero #ZAMNED #Tokyo2020 pic.twitter.com/uFiBbtlj98— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) July 21, 2021 Martens bætti við öðru marki sínu og fimmta marki Hollands áður en Shanice van de Sanden kom Hollandi í 6-1 undir lok fyrri hálfleiks. Miedema skoraði fjórða mark sitt sem og þær Jill Roord, Lineth Beerensteyn og Victoria Pelova bættu við mörkum áður en Banda skoraði tvívegis á tveimur mínútum undir lok leiks. Lokatölur því 10-3 í hreint út sagt ótrúlegum fótboltaleik. Banda varð þar með fyrsta konan frá Afríku til að skora þrennu á Ólympíuleikunum. History for Barbra Banda. The first female African player to score three goals at the @Olympics.The previous best was two goals, set by Mercy Akide for Nigeria in 2000. https://t.co/qnGpD2t9iZ— Craig Hadley (@craighadlee) July 21, 2021 Veislan var ekki búin þar en leikur Sambíu og Hollands stendur upp úr fyrir margar sakir. Barbra Banda, 21 árs framherji Sambíu og Shanghai Shengli í Kína, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Gallinn er að Holland skoraði tíu mörk í leiknum. Hin 38 ára gamla Christine Sinclair hélt upp á 300. landsleik sinn fyrir Kanada með því að skora eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Japan. Christine Sinclair scores her 187th international goal on her 300th appearance for Canada! pic.twitter.com/jWPpyWFyqE— B/R Football (@brfootball) July 21, 2021 Var þetta 187. landsliðsmark Sinclair á ferlinum. Sinclar er aðeins fjórði leikmaður sögunnar til að spila yfir 300 A-landsleiki fyrir þjóð sína. Að lokum vann Ástralía 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Nýja-Sjálandi. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Sjá meira
Ólympíuleikarnir byrja með látum ef horft er til knattspyrnuhluta leikanna. Fyrr í dag vann Svíþjóð frækinn sigur á Bandaríkjunum en þær síðarnefndu höfðu ekki tapað í 44 leikjum í röð fram að leik dagsins. Lokatölur þar 3-0 en á sama tíma vann Bretland 2-0 sigur á Síle og Brasilía vann 5-0 stórsigur á Kína. Nú eftir hádegi lauk þremur leikjum þar sem Barbra Banda, framherji Sambíu, stal senunni með þrennu gegn Hollandi er liðin mættust í F-riðli. Eini gallinn er að Holland skoraði tíu mörk, þar af gerði stórstjarnan Vivianne Miedema fernu. Miedema kom Hollandi yfir á 9. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Lieke Martens forystuna. Staðan var orðin 3-0 eftir stundarfjórðung en Banda minnkaði muninn á 19. mínútu. Í kjölfarið liðu tíu mínútur áður en Miedema skoraði sitt þriðja mark í leiknum og kom Hollandi 4-1 yfir. Hattrick-hero #ZAMNED #Tokyo2020 pic.twitter.com/uFiBbtlj98— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) July 21, 2021 Martens bætti við öðru marki sínu og fimmta marki Hollands áður en Shanice van de Sanden kom Hollandi í 6-1 undir lok fyrri hálfleiks. Miedema skoraði fjórða mark sitt sem og þær Jill Roord, Lineth Beerensteyn og Victoria Pelova bættu við mörkum áður en Banda skoraði tvívegis á tveimur mínútum undir lok leiks. Lokatölur því 10-3 í hreint út sagt ótrúlegum fótboltaleik. Banda varð þar með fyrsta konan frá Afríku til að skora þrennu á Ólympíuleikunum. History for Barbra Banda. The first female African player to score three goals at the @Olympics.The previous best was two goals, set by Mercy Akide for Nigeria in 2000. https://t.co/qnGpD2t9iZ— Craig Hadley (@craighadlee) July 21, 2021 Veislan var ekki búin þar en leikur Sambíu og Hollands stendur upp úr fyrir margar sakir. Barbra Banda, 21 árs framherji Sambíu og Shanghai Shengli í Kína, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Gallinn er að Holland skoraði tíu mörk í leiknum. Hin 38 ára gamla Christine Sinclair hélt upp á 300. landsleik sinn fyrir Kanada með því að skora eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Japan. Christine Sinclair scores her 187th international goal on her 300th appearance for Canada! pic.twitter.com/jWPpyWFyqE— B/R Football (@brfootball) July 21, 2021 Var þetta 187. landsliðsmark Sinclair á ferlinum. Sinclar er aðeins fjórði leikmaður sögunnar til að spila yfir 300 A-landsleiki fyrir þjóð sína. Að lokum vann Ástralía 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Nýja-Sjálandi.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Sjá meira