Heildarlaun lækkuðu í sumum starfsgreinum Eiður Þór Árnason skrifar 19. júlí 2021 10:32 Heildarlaun starfsfólks verslana lækkuðu milli áranna 2019 og 2020. Líklegt er að styttri vinnutími skýri mest af þeirri þróun. Vísir/vilhelm Grunnlaun hækkuðu að jafnaði um 6,6% milli áranna 2019 og 2020. Á sama tíma hækkuðu heildarlaun fullvinnandi um 5,3% og því ljóst að stytting vinnutíma hefur haft áhrif á þróunina. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru regluleg laun launafólks í fullu starfi að meðaltali 670 þúsund krónur á mánuði á árinu 2020. Heildarlaun voru að meðaltali 794 þúsund krónur á mánuði á sama tíma, eða 18,5% hærri en reglulegu launin. Kemur þessi viðbót einkum til vegna yfirvinnu. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Bæði grunnlaun og heildarlaun hækkuðu langmest í gisti- og veitingarekstri, eða um 12% og 14%. „Það kemur vel heim og saman við að launastigið er lægst í þessum greinum og að allar launahækkanir samkvæmt kjarasamningum á árinu 2020 voru krónutöluhækkanir,“ segir í Hagsjánni. Heildarlaun lækkuðu í verslun, viðgerðum og byggingastarfsemi Bæði regluleg mánaðarlaun og heildarlaun fólks í fullu starfi voru hæst í fjármála- og vátryggingarstarfsemi á árinu 2020 og næsthæst í rafmagns- og hitaveitum. Lægstu launin voru í gisti- og veitingarekstri og í vatns- og fráveitum og meðhöndlun úrgangs. Grunnlaun hækkuðu minnst í verslun og viðgerðum og í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Fram kemur í greiningu hagfræðideildar Landsbankans að heildarlaun hafi lækkað í verslun, viðgerðum, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð samhliða töluverðri hækkun grunnlauna. Líklegt er að styttri vinnutími skýri mest af þeirri þróun. Faraldurinn hafði áhrif á meðallaun Greiddum stundum fullvinnandi launafólks fækkaði að meðaltali um þrjár stundir á mánuði, eða 1,4%, milli áranna 2019 og 2020. Um er að ræða allar greiddar stundir og má rekja styttinguna bæði til samninga um styttingu vinnutíma og færri yfirvinnustunda sem unnar voru á árinu, er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Vinnustundum fækkaði mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um 5,7%, og næstmest í verslun og viðgerðum, um 3,1%. Eftir að faraldurinn skall á færðist hluti launafólks úr fullu starfi í hlutastarf og launafólki á vinnumarkaði fækkaði að jafnaði meira í lægra launuðum störfum. Höfðu þær breytingar líklega áhrif á meðallaun í ákveðnum störfum. Verslun Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru regluleg laun launafólks í fullu starfi að meðaltali 670 þúsund krónur á mánuði á árinu 2020. Heildarlaun voru að meðaltali 794 þúsund krónur á mánuði á sama tíma, eða 18,5% hærri en reglulegu launin. Kemur þessi viðbót einkum til vegna yfirvinnu. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Bæði grunnlaun og heildarlaun hækkuðu langmest í gisti- og veitingarekstri, eða um 12% og 14%. „Það kemur vel heim og saman við að launastigið er lægst í þessum greinum og að allar launahækkanir samkvæmt kjarasamningum á árinu 2020 voru krónutöluhækkanir,“ segir í Hagsjánni. Heildarlaun lækkuðu í verslun, viðgerðum og byggingastarfsemi Bæði regluleg mánaðarlaun og heildarlaun fólks í fullu starfi voru hæst í fjármála- og vátryggingarstarfsemi á árinu 2020 og næsthæst í rafmagns- og hitaveitum. Lægstu launin voru í gisti- og veitingarekstri og í vatns- og fráveitum og meðhöndlun úrgangs. Grunnlaun hækkuðu minnst í verslun og viðgerðum og í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Fram kemur í greiningu hagfræðideildar Landsbankans að heildarlaun hafi lækkað í verslun, viðgerðum, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð samhliða töluverðri hækkun grunnlauna. Líklegt er að styttri vinnutími skýri mest af þeirri þróun. Faraldurinn hafði áhrif á meðallaun Greiddum stundum fullvinnandi launafólks fækkaði að meðaltali um þrjár stundir á mánuði, eða 1,4%, milli áranna 2019 og 2020. Um er að ræða allar greiddar stundir og má rekja styttinguna bæði til samninga um styttingu vinnutíma og færri yfirvinnustunda sem unnar voru á árinu, er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Vinnustundum fækkaði mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um 5,7%, og næstmest í verslun og viðgerðum, um 3,1%. Eftir að faraldurinn skall á færðist hluti launafólks úr fullu starfi í hlutastarf og launafólki á vinnumarkaði fækkaði að jafnaði meira í lægra launuðum störfum. Höfðu þær breytingar líklega áhrif á meðallaun í ákveðnum störfum.
Verslun Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira